Miðhúsabraut-Súluvegur - breyting á deiliskipulagi, HGH Verk ehf

Málsnúmer 2014010374

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 172. fundur - 12.02.2014

Erindi dagsett 28. janúar 2014 frá Hirti Narfasyni þar sem hann f.h. HGH Verks ehf. óskar eftir breytingu á deiliskipulagi lóða HGH Verks ehf. við Súluveg, landnr. 149595 og 149596. Um er að ræða tvær lóðir sem verða sameinaðar í eina. Óskað er eftir að götuheiti lóðarinnar verði breytt í Súluveg 2. Einnig er óskað eftir stækkun byggingarreits til vesturs.

Skipulagsnefnd leggur til að lóð HGH Verks ehf. verði gefið heitið Súluvegur 2 og að lóð metanafgreiðslustöðvar Norðurorku heiti Súluvegur 4.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulaginu.
Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 173. fundur - 26.02.2014

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi athafna-, verslunar- og þjónustusvæðis við Súluveg, dagsetta 24. febrúar 2014, unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.

Einungis er um að ræða minniháttar stækkun á byggingarreit til vesturs og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3352. fundur - 18.03.2014

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 26. febrúar 2014:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi athafna-, verslunar- og þjónustusvæðis við Súluveg, dags. 24. febrúar 2014, unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.
Einungis er um að ræða minniháttar stækkun á byggingarreit til vesturs og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

Logi Már Einarsson S-lista sat hjá við afgreiðslu.