Árstígur 6 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2014010109

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 170. fundur - 15.01.2014

Erindi dagsett 10. janúar 2014 þar sem Steinar Magnússon f.h. Ferro Zink hf., kt. 460289-1309, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 6 við Árstíg. Meðfylgjandi er afstöðumynd, er sýnir umfang viðbyggingarinnar, móttekin 10. janúar 2014.





Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en óskar eftir nánari gögnum varðandi viðbygginguna vegna grenndarkynningar.

Skipulagsnefnd - 172. fundur - 12.02.2014

Erindi dagsett 10. janúar 2014 þar sem Steinar Magnússon f.h. Ferro Zink hf., kt. 460289-1309, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 6 við Árstíg. Skipulagsnefnd óskaði eftir nánari teikningum sbr. bókun frá 15. janúar sl. sem bárust 10. febrúar 2014.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 175. fundur - 26.03.2014

Erindi dagsett 10. janúar 2014 þar sem Steinar Magnússon f.h. Ferro Zink hf., kt. 460289-1309, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 6 við Árstíg. Skipulagsnefnd óskaði eftir nánari teikningum, sbr. bókun frá 15. janúar sl., sem bárust 10. febrúar 2014. Erindið var grenndarkynnt frá 13. febrúar til 13. mars 2014.
Norðurorka bendir á að fyrirtækið á og rekur dreifistöð í og við húsnæði Árstígs 6 en um fyrirhugað byggingarsvæði liggur háspennulögn að umræddri dreifistöð sem þyrfti þá að færa á kostnað Ferro Zink ehf.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.