Glerárdalur, virkjun - deiliskipulag

Málsnúmer 2014010132

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 171. fundur - 29.01.2014

Ómar Ívarsson og Ingvar Ívarsson frá Landslagi ehf. kynntu tillögu að deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar virkjunar Glerár.

Skipulagsnefnd þakkar fulltrúum Landslags fyrir kynninguna.

Lagt fram til kynningar.

Skipulagsnefnd - 172. fundur - 12.02.2014

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar virkjunar Glerár og byggingar stöðvarhúss í Réttarhvammi, unna af Ómari Ívarssyni og Ingvari Ívarssyni frá Landslagi ehf.
Deiliskipulagstillögunni eru gerð skil á skipulagsuppdráttum, skýringaruppdráttum, í greinargerð og í umhverfisskýrslu dagsettri 12. febrúar 2014.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3351. fundur - 18.02.2014

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. febrúar 2014:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar virkjunar Glerár og byggingar stöðvarhúss í Réttarhvammi, unna af Ómari Ívarssyni og Ingvari Ívarssyni frá Landslagi ehf.
Deiliskipulagstillögunni eru gerð skil á skipulagsuppdráttum, skýringaruppdráttum, í greinargerð og í umhverfisskýrslu dags. 12. febrúar 2014.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 177. fundur - 16.04.2014

Skipulagstillagan var auglýst frá 21. febrúar með athugasemdarfresti til 6. apríl 2014. Samhliða var auglýst aðalskipulagsbreyting vegna virkjunar á Glerárdal, sjá málsnr. 2013110020. Auglýsingar birtust í Lögbirtingarblaði, Dagskránni og Fréttablaðinu. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, á heimasíðu skipulagsdeildar og hjá Skipulagsstofnun.
Deiliskipulagstillagan var kynnt á opnum íbúafundi í Ráðhúsi 3. febrúar 2014.
Innkomnar þrjár umsagnir:
1) Skipulagsstofnun dagsett 7. mars 2014. Umsögn vegna umhverfisskýrslu.
a) Skipulagsstofnun bendir á að tilgreina þarf í umhverfisskýrslu hvort gert sé ráð fyrir vöktunaráætlun.
b) Sýna þarf á uppdrætti allt svæðið á náttúruminjaskrá þ.m.t. þann hluta sem er innan lóðar geymslusvæðis jarðefna.
2) Minjastofnun dagsett 20. mars 2014.
a) Bent er á að fornleifaskráning á svæðinu uppfyllir ekki skilyrði og þurfi því að skrá fornleifar á svæðinu á fullnægjandi hátt þar sem staðsetningu á minjum frá þessum árum getur skeikað um tugi metra og er því nauðsynlegt að mæla aftur upp minjar á svæðinu.
3) Vegagerðin, dagsett 21. mars 2014, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.

Svör við umsögnum:

1a) Ekki er talin þörf á vöktunaráætlun vegna mögulegra umhverfisáhrifa og er það tilgreint í umhverfisskýrslu.

1b) Tekið er tillit til athugasemdarinnar og viðeigandi lagfæringar gerðar á uppdrætti.

2) Samráð mun verða haft við Minjastofnun Íslands áður en framkvæmdir hefjast og svæðið skoðað með það í huga að forðast að skerða huganlegar fornleifar á svæðinu.

3) Gefur ekki tilefni til svars.

Niðurstaða:

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

 

Edward H. Huijbens V-lista óskar bókað:

Ég vil lýsa yfir stuðningi við uppbyggingu fyrirhugaðrar Glerárvirkjunar II til eflingar sjálfbærrar orkuvinnslu í þágu íbúa á Akureyri. Samtímis vil ég ítreka að ganga skuli sem lengst til að tryggja vernd umhverfis verðandi fólkvang bæjarbúa. Þannig geri ég kröfu um að farið verði í heildstætt umhverfismat vegna framkvæmdarinnar, sem er til þess fallið að skapa frekari sátt um framkvæmdina og mun kortleggja grunnstöðu vistkerfa til viðmiðunar vegna mats á mögulegum framtíðaráhrifum af virkjun og skapa þannig forsendur vöktunar. Að lokum er fullt tilefni til að ítreka mikilvægi þess að aldrei verði lokað alfarið fyrir rennsli Glerár, eins og dæmi eru um nú frá Djúpadal.

Bæjarstjórn - 3355. fundur - 06.05.2014

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. apríl 2014:
Skipulagstillagan var auglýst frá 21. febrúar með athugasemdafresti til 6. apríl 2014. Samhliða var auglýst aðalskipulagsbreyting vegna virkjunar á Glerárdal, sjá málsnr. 2013110020. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði, Dagskránni og Fréttablaðinu. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, á heimasíðu skipulagsdeildar og hjá Skipulagsstofnun.
Deiliskipulagstillagan var kynnt á opnum íbúafundi í Ráðhúsi 3. febrúar 2014.
Innkomnar þrjár umsagnir:
1) Skipulagsstofnun, dags. 7. mars 2014. Umsögn vegna umhverfisskýrslu.
a) Skipulagsstofnun bendir á að tilgreina þarf í umhverfisskýrslu hvort gert sé ráð fyrir vöktunaráætlun.
b) Sýna þarf á uppdrætti allt svæðið á náttúruminjaskrá þ.m.t. þann hluta sem er innan lóðar geymslusvæðis jarðefna.
2) Minjastofnun, dags. 20. mars 2014.
a) Bent er á að fornleifaskráning á svæðinu uppfyllir ekki skilyrði og þurfi því að skrá fornleifar á svæðinu á fullnægjandi hátt þar sem staðsetningu á minjum frá þessum árum getur skeikað um tugi metra og er því nauðsynlegt að mæla aftur upp minjar á svæðinu.
3) Vegagerðin, dags. 21. mars 2014, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.
Svör við umsögnum:
1a) Ekki er talin þörf á vöktunaráætlun vegna mögulegra umhverfisáhrifa og er það tilgreint í umhverfisskýrslu.
1b) Tekið er tillit til athugasemdarinnar og viðeigandi lagfæringar gerðar á uppdrætti.
2) Samráð mun verða haft við Minjastofnun Íslands áður en framkvæmdir hefjast og svæðið skoðað með það í huga að forðast að skerða huganlegar fornleifar á svæðinu.
3) Gefur ekki tilefni til svars.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Edward H. Huijbens V-lista óskar bókað:
Ég vil lýsa yfir stuðningi við uppbyggingu fyrirhugaðrar Glerárvirkjunar II til eflingar sjálfbærrar orkuvinnslu í þágu íbúa á Akureyri. Samtímis vil ég ítreka að ganga skuli sem lengst til að tryggja vernd umhverfis verðandi fólkvangs bæjarbúa. Þannig geri ég kröfu um að farið verði í heildstætt umhverfismat vegna framkvæmdarinnar, sem er til þess fallið að skapa frekari sátt um framkvæmdina og mun kortleggja grunnstöðu vistkerfa til viðmiðunar vegna mats á mögulegum framtíðaráhrifum af virkjun og skapa þannig forsendur vöktunar. Að lokum er fullt tilefni til að ítreka mikilvægi þess að aldrei verði lokað alfarið fyrir rennsli Glerár, eins og dæmi eru um nú frá Djúpadal.

Fram kom tillaga um að vísa málinu aftur til skipulagsnefndar og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 179. fundur - 14.05.2014

Skipulagstillagan var auglýst frá 21. febrúar með athugasemdarfresti til 6. apríl 2014. Samhliða var auglýst aðalskipulagsbreyting vegna virkjunar á Glerárdal, sjá málsnr. 2013110020. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði, Dagskránni og Fréttablaðinu. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, á heimasíðu skipulagsdeildar og hjá Skipulagsstofnun.
Deiliskipulagstillagan var kynnt á opnum íbúafundi í Ráðhúsi 3. febrúar 2014.
Innkomnar umsagnir:
1) Skipulagsstofnun dagsett 7. mars 2014. Umsögn vegna umhverfisskýrslu.
a) Skipulagsstofnun bendir á að tilgreina þarf í umhverfisskýrslu hvort gert sé ráð fyrir vöktunaráætlun.
b) Sýna þarf á uppdrætti allt svæðið á náttúruminjaskrá þ.m.t. þann hluta sem er innan lóðar geymslusvæðis jarðefna.
2) Minjastofnun dagsett 20. mars 2014.
Bent er á að fornleifaskráning á svæðinu uppfyllir ekki skilyrði og þurfi því að skrá fornleifar á svæðinu á fullnægjandi hátt þar sem staðsetningu á minjum frá þessum árum getur skeikað um tugi metra og er því nauðsynlegt að mæla aftur upp minjar á svæðinu.
3) Vegagerðin, dagsett 21. mars 2014, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.
4) Norðurorka hf, dagsett 5. mars 2014.
Lögð er áhersla á að akvegur frá skipulögðum áningarstað sunnan Fosslæks að vatnsbóli í Sellandslindum verði aukenndur sem þjónustuvegur og hann verði lokaður með hliðlæsingu fyrir almennri umferð.

Bæjarstjórn vísaði málinu þann 6. maí 2014 á ný til skipulagsnefndar þar sem umsögn Umhverfisstofnunar barst í tölvupósti 2. maí 2014 (dagsett 30. apríl 2014), eftir að umsagnartíma lauk þann 6. apríl 2014 og eftir afgreiðslu skipulagsnefndar 16. apríl 2014.

5) Umhverfisstofnun dagsett 30. apríl 2014.
a) Fram kemur í greinargerð að næst stíflu muni pípustæðið verða í vel grónum bökkum í gilinu en síðan liggja um hallandi mýri að jöfnunarþró við Byrgislæk. Upplýsingar vantar um stærð mýrlendisins.
b) Umhverfisstofnun er ekki sammála þeirri niðurstöðu sem fram kemur í lok umhverfismats að deiliskipulagið í heild muni hafa í för með sér jákvæð eða óveruleg áhrif á umhverfið. Áhrif á verndarsvæði eru neikvæð því með tillögunni eru framkvæmdir áætlaðar inn á svæði á náttúruminjaskrá.
c) Að mati Umhverfisstofnunar eru áhrif á útivist og ferðamennsku ekki endilega jákvæð og rangt að segja að núll kostur hafi neikvæð áhrif á útivist og ferðamennsku.
d) Stofnunin telur að framkvæmdir muni hafa neikvæð áhrif á lífríki Glerár þar sem rennsli breytist þar sem það minnkar töluvert.
e) Stofnunin telur að framkvæmdin hafi neikvæð áhrif á jarðfræði og jarðmyndanir.
f) Umhverfisstofnun telur að þótt reynt sé að lágmarka neikvæð áhrif á fuglalíf með því að forðast að hafa framkvæmdir á varptíma sé ekki hægt að telja það jákvæð áhrif á fuglalíf.
g) Að mati Umhverfisstofnunar er niðurstöðutaflan ekki rétt. Í deiliskipulaginu eru áætlaðar framkvæmdir á svæði sem er ósnortið og hefur náttúruverndar- og útivistargildi. Að mati Umhverfisstofnunar er verið að fórna verndarsvæði fyrir virkjun, áhrifin eru talin góð á samfélagið vegna meira raforkuöryggis.
Engin athugasemd barst.

Svör við umsögnum:
1a) Ekki er talin þörf á vöktunaráætlun vegna mögulegra umhverfisáhrifa og er það tilgreint í umhverfisskýrslu.
b) Tekið er tillit til athugasemdarinnar og viðeigandi lagfæringar gerðar á uppdrætti.
2) Samráð mun verða haft við Minjastofnun Íslands áður en framkvæmdir hefjast og svæðið skoðað með það í huga að forðast að skerða huganlegar fornleifar á svæðinu.
3) Gefur ekki tilefni til svars.
4) Skipulagstillagan gerir ráð fyrir að þjónustuvegurinn verði lokaður frá áningarstað með hliðlæsingu fyrir almennri umferð. 

Svar við umsögn Umhverfisstofnunar sem barst í tölvupósti 30. apríl 2014 (dagsett 28. apríl 2014):
5a) Stærð mýrlendisins er u.þ.b. 1.5 ha og nýtur því ekki sérstakrar verndar skv. 37. gr. laga nr. 44/1999.
b) Afmörkun svæðisins á náttúruminjaskrá byggir á örnefnum sem síðar voru dregnar línur á milli við vinnslu gildandi aðalskipulags. Sú afmörkun er því ónákvæm og fer um raskað svæði að hluta til s.s. á svæði 508 við Réttarhvamm enda svæðið utan hins eiginlega Glerárgils. Fram kemur í breytingartillögu aðalskipulagsins að mannvirkjagerð sé heimil á svæði 508 og að þar sé einungis gert ráð fyrir 60 m2 stöðvarhúsi, sbr. ákvæði deiliskipulagsins.
c) Áhrif á útivist og ferðamennsku eru talin jákvæð þar sem verið er að nýta framkvæmdir vegna virkjunar sem ávinning fyrir útivistarfólk, m.a. með uppbyggingu stígakerfis, áningastaða/bílastæða. Tekið er tillit til athugasemdarinnar um að áhrif á útivist og ferðamennsku séu neikvæð í núllkosti og viðeigandi breytingar gerðar á texta og töflu í umhverfisskýrslu.
d) Í skýrslu Dr. Tuma Tómassonar fiskifræðings frá 2012 "Fiskistofnar Glerár og mat á fiskræktarmöguleikum" kemur fram að enginn fiskur fannst í Gleránni á Glerárdal. Talið er að áin sé of skjóllítil og köld til að þar geti þrifist sjálfbærir fiskistofnar. Mögulegt er að áhrif minnkandi rennslis verði neikvæð á botndýralíf í ánni. Lónið gæti hins vegar skapað nýja möguleika fyrir botndýralíf og í heildina eru neikvæð áhrif á lífríki Glerár ekki talin veruleg. 
e) Ekki er talið að framkvæmdin hafi neikvæð áhrif á sérstakar jarðmyndanir á svæðinu. Jarðmyndanir eins og fossbrúnir verða fyrir áhrifum vegna minnkandi rennslis en þau áhrif eru afturkræf og því ekki um veruleg neikvæð áhrif að ræða. 
f) Tekið er undir að áhrifin eru talin óveruleg og viðeigandi breytingar gerðar á texta og töflu í greinargerð.
g) Í samræmi við ofangreint eru viðeigandi breytingar gerðar á texta og niðurstöðutafla uppfærð í umhverfisskýrslu greinargerðar. 

Niðurstaða:
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Edward H. Huijbens fulltrúi V-lista vill ítreka bókun frá 16. apríl s.l. um mikilvægi umhverfismats við undirbúning Glerárvirkjunar II. Umsögn Umhverfistofnunar og svör við henni sýna að fullt tilefni er til að ráðast með formlegri hætti en gert hefur verið í mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna.

Bæjarstjórn - 3356. fundur - 20.05.2014

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. maí 2014:
Skipulagstillagan var auglýst frá 21. febrúar með athugasemdafresti til 6. apríl 2014. Samhliða var auglýst aðalskipulagsbreyting vegna virkjunar á Glerárdal, sjá málsnr. 2013110020. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði, Dagskránni og Fréttablaðinu. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, á heimasíðu skipulagsdeildar og hjá Skipulagsstofnun.
Deiliskipulagstillagan var kynnt á opnum íbúafundi í Ráðhúsi 3. febrúar 2014.
Innkomnar umsagnir:
1) Skipulagsstofnun dags. 7. mars 2014. Umsögn vegna umhverfisskýrslu.
a) Skipulagsstofnun bendir á að tilgreina þarf í umhverfisskýrslu hvort gert sé ráð fyrir vöktunaráætlun.
b) Sýna þarf á uppdrætti allt svæðið á náttúruminjaskrá þ.m.t. þann hluta sem er innan lóðar geymslusvæðis jarðefna.
2) Minjastofnun dags. 20. mars 2014.
Bent er á að fornleifaskráning á svæðinu uppfyllir ekki skilyrði og þurfi því að skrá fornleifar á svæðinu á fullnægjandi hátt þar sem staðsetningu á minjum frá þessum árum getur skeikað um tugi metra og er því nauðsynlegt að mæla aftur upp minjar á svæðinu.
3) Vegagerðin dags. 21. mars 2014, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.
4) Norðurorka hf dags. 5. mars 2014.
Lögð er áhersla á að akvegur frá skipulögðum áningarstað sunnan Fosslæks að vatnsbóli í Sellandslindum verði aukenndur sem þjónustuvegur og hann verði lokaður með hliðlæsingu fyrir almennri umferð.

Bæjarstjórn vísaði málinu þann 6. maí 2014 á ný til skipulagsnefndar þar sem umsögn Umhverfisstofnunar barst í tölvupósti 2. maí 2014 (dags. 30. apríl 2014), eftir að umsagnartíma lauk þann 6. apríl 2014 og eftir afgreiðslu skipulagsnefndar 16. apríl 2014.

5) Umhverfisstofnun dags. 30. apríl 2014.
a) Fram kemur í greinargerð að næst stíflu muni pípustæðið verða í vel grónum bökkum í gilinu en síðan liggja um hallandi mýri að jöfnunarþró við Byrgislæk. Upplýsingar vantar um stærð mýrlendisins.
b) Umhverfisstofnun er ekki sammála þeirri niðurstöðu sem fram kemur í lok umhverfismats að deiliskipulagið í heild muni hafa í för með sér jákvæð eða óveruleg áhrif á umhverfið. Áhrif á verndarsvæði eru neikvæð því með tillögunni eru framkvæmdir áætlaðar inn á svæði á náttúruminjaskrá.
c) Að mati Umhverfisstofnunar eru áhrif á útivist og ferðamennsku ekki endilega jákvæð og rangt að segja að núll kostur hafi neikvæð áhrif á útivist og ferðamennsku.
d) Stofnunin telur að framkvæmdir muni hafa neikvæð áhrif á lífríki Glerár þar sem rennsli breytist þar sem það minnkar töluvert.
e) Stofnunin telur að framkvæmdin hafi neikvæð áhrif á jarðfræði og jarðmyndanir.
f) Umhverfisstofnun telur að þótt reynt sé að lágmarka neikvæð áhrif á fuglalíf með því að forðast að hafa framkvæmdir á varptíma sé ekki hægt að telja það jákvæð áhrif á fuglalíf.
g) Að mati Umhverfisstofnunar er niðurstöðutaflan ekki rétt. Í deiliskipulaginu eru áætlaðar framkvæmdir á svæði sem er ósnortið og hefur náttúruverndar- og útivistargildi. Að mati Umhverfisstofnunar er verið að fórna verndarsvæði fyrir virkjun, áhrifin eru talin góð á samfélagið vegna meira raforkuöryggis.
Engin athugasemd barst.
Svör við umsögnum:
1a) Ekki er talin þörf á vöktunaráætlun vegna mögulegra umhverfisáhrifa og er það tilgreint í umhverfisskýrslu.
b) Tekið er tillit til athugasemdarinnar og viðeigandi lagfæringar gerðar á uppdrætti.
2) Samráð mun verða haft við Minjastofnun Íslands áður en framkvæmdir hefjast og svæðið skoðað með það í huga að forðast að skerða huganlegar fornleifar á svæðinu.
3) Gefur ekki tilefni til svars.
4) Skipulagstillagan gerir ráð fyrir að þjónustuvegurinn verði lokaður frá áningarstað með hliðlæsingu fyrir almennri umferð.

Svar við umsögn Umhverfisstofnunar sem barst í tölvupósti 30. apríl 2014 (dags. 28. apríl 2014):
5a) Stærð mýrlendisins er u.þ.b. 1.5 ha og nýtur því ekki sérstakrar verndar skv. 37. gr. laga nr. 44/1999.
b) Afmörkun svæðisins á náttúruminjaskrá byggir á örnefnum sem síðar voru dregnar línur á milli við vinnslu gildandi aðalskipulags. Sú afmörkun er því ónákvæm og fer um raskað svæði að hluta til s.s. á svæði 508 við Réttarhvamm enda svæðið utan hins eiginlega Glerárgils. Fram kemur í breytingartillögu aðalskipulagsins að mannvirkjagerð sé heimil á svæði 508 og að þar sé einungis gert ráð fyrir 60 m2 stöðvarhúsi, sbr. ákvæði deiliskipulagsins.
c) Áhrif á útivist og ferðamennsku eru talin jákvæð þar sem verið er að nýta framkvæmdir vegna virkjunar sem ávinning fyrir útivistarfólk, m.a. með uppbyggingu stígakerfis, áningastaða/bílastæða. Tekið er tillit til athugasemdarinnar um að áhrif á útivist og ferðamennsku séu neikvæð í núllkosti og viðeigandi breytingar gerðar á texta og töflu í umhverfisskýrslu.
d) Í skýrslu Dr. Tuma Tómassonar fiskifræðings frá 2012 "Fiskistofnar Glerár og mat á fiskræktarmöguleikum" kemur fram að enginn fiskur fannst í Gleránni á Glerárdal. Talið er að áin sé of skjóllítil og köld til að þar geti þrifist sjálfbærir fiskistofnar. Mögulegt er að áhrif minnkandi rennslis verði neikvæð á botndýralíf í ánni. Lónið gæti hins vegar skapað nýja möguleika fyrir botndýralíf og í heildina eru neikvæð áhrif á lífríki Glerár ekki talin veruleg.
e) Ekki er talið að framkvæmdin hafi neikvæð áhrif á sérstakar jarðmyndanir á svæðinu. Jarðmyndanir eins og fossbrúnir verða fyrir áhrifum vegna minnkandi rennslis en þau áhrif eru afturkræf og því ekki um veruleg neikvæð áhrif að ræða.
f) Tekið er undir að áhrifin eru talin óveruleg og viðeigandi breytingar gerðar á texta og töflu í greinargerð.
g) Í samræmi við ofangreint eru viðeigandi breytingar gerðar á texta og niðurstöðutafla uppfærð í umhverfisskýrslu greinargerðar.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Edward H. Huijbens fulltrúi V-lista vill ítreka bókun frá 16. apríl sl. um mikilvægi umhverfismats við undirbúning Glerárvirkjunar II. Umsögn Umhverfistofnunar og svör við henni sýna að fullt tilefni er til að ráðast með formlegri hætti en gert hefur verið í mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vöktu Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista og Halla Björk Reynisdóttir L-lista á því athygli að þau teldu sig vanhæf að fjalla um þennan lið. Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Geir Kristinn Aðalsteinsson og Halla Björk Reynisdóttir viku af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Í þeirra stað mætti Víðir Benediktsson L-lista á fundinn undir þessum lið.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.