Langholt 10 - fyrirspurn um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu

Málsnúmer 2012020191

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 133. fundur - 29.02.2012

Erindi dagsett 22. febrúar 2012 þar sem Magnús V. Snædal leggur fram fyrirspurn um hvort byggingarleyfi fáist fyrir bílgeymslu við hús hans að Langholti 10. Meðfylgjandi er afstöðumynd.

Skipulagsnefnd óskar eftir nánari gögnum um fyrirhugað útlit og staðsetningu bílgeymslunnar.

Skipulagsnefnd - 165. fundur - 09.10.2013

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 22. febrúar 2012, sem frestað var á fundi skipulagsnefndar 29. febrúar 2013, þar sem Magnús V. Snædal lagði fram fyrirspurn um hvort byggingarleyfi fáist fyrir bílgeymslu norðan við hús hans að Langholti 10. Innkomin umbeðin drög að bílgeymslu bárust 12. september 2013.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið.

Skipulagsnefnd - 167. fundur - 13.11.2013

Tillaga Loga Más Einarssonar frá Kollgátu f.h. Magnúsar V. Snædal vegna fyrirspurnar um byggingu bílgeymslu við Langholt 10, var grenndarkynnt frá 10. október til 7. nóvember 2013.
Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 471. fundur - 27.11.2013

Erindi dagsett 22. nóvember 2013 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Magnúsar Snædal sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu við hús nr. 10 við Langholt. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 475. fundur - 09.01.2014

Erindi dagsett 22. nóvember 2013 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Magnúsar Snædal sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu við hús nr. 10 við Langholt. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Innkomnar teikningar 3. janúar 2014.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 501. fundur - 17.07.2014

Erindi dagsett 2. júlí 2014 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Magnúsar Snædals sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af bílskúr við Langholt 10. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 535. fundur - 09.04.2015

Erindi dagsett 2. júlí 2014 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Magnúsar Snædals sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af bílskúr við Langholt 10. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomin teikning 7. apríl 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.