Skipulagsnefnd

133. fundur 29. febrúar 2012 kl. 08:00 - 12:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Haraldur Sveinbjörn Helgason
  • Sigurður Guðmundsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Ragnar Sverrisson áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Friðrik Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Tryggvi Már Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Miðbær suðurhluti - deiliskipulag Drottningarbrautarreits

Málsnúmer SN100014Vakta málsnúmer

Tillaga að deiliskipulagi Miðbæjar suðurhluti - Drottningarbrautarreitur, var auglýst frá 28. desember 2011 til 7. febrúar 2012.
Tillagan var sett fram á deiliskipulagsuppdrætti og þrívíddaruppdráttum ásamt greinargerð, auk breytingaruppdráttar af deiliskipulagi miðbæjar dagsettum 16. desember 2011.
Einnig fylgja eftirfarandi gögn:
a) Skipulagslýsing dagsett 23. júní 2011.
b) Hljóðskýrsla, Hávaði frá umferð um Drottningarbraut - Mannvit, 16. desember 2011.
c) Drög að húsakönnun dagsett 28. febrúar 2012.
9 skriflegar athugasemdir bárust við tillöguna á athugasemdatíma auk undirskrifta sem flokkast þannig:
1150 frá Akureyri,
358 utan Akureyrar,
61 ógild undirskrift eða röng kennitala,
72 tvískráningar.
Útdráttur úr innsendum bréfum kemur fram í meðfylgjandi skjali merktu "Drottningarbraut - athugasemdir dags. 7.2.2012".

Innkomnar athugasemdir lagðar fram. Drög að húsakönnun yfirfarin.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.

2.Deiliskipulag við Vestursíðu-Borgarbraut

Málsnúmer 2011110007Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri leggur fram tillögu að skipulagslýsingu vegna deiliskipulags fyrir Borgarbraut-Vestursíðu. Um er að ræða í einu skjali skipulagslýsingu og matslýsingu unna af X2 hönnun-skipulagi ehf., dagsettar 22. febrúar 2012.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði kynnt almenningi, leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um lýsinguna.

3.Gata Sólarinnar - umsókn um lóð

Málsnúmer 2012020152Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. febrúar 2012 þar sem Brynjar Einarsson f.h. Þingvangs ehf., kt. 671106-0750, sækir um skipulagssvæði 2. áfanga frístundarbyggðar við Kjarnaskóg Götu Sólarinnar. Meðfylgjandi er afstöðumynd.

Skipulagsnefnd frestar erindinu.

4.Glerárdalur og uppland Akureyrar - framtíðarsýn

Málsnúmer 2012020093Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. febrúar 2012 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála f.h. umhverfisnefndar óskar eftir að skipulagsnefnd tilnefni tvo fulltrúa í starfshóp um framtíðarsýn og framtíðarnýtingu Glerárdals. Nánari skýringar í meðfylgjandi bréfi.

Skipulagsnefnd tilnefnir Helga Snæbjarnarson og Sigurð Guðmundsson í starfshóp um framtíðarsýn og framtíðarnýtingu  Glerárdals.

5.Fjaran og Innbærinn - endurskoðun deiliskipulags (SN090099)

Málsnúmer 2009090082Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram drög að húsakönnun vegna deiliskipulags Fjörunnar og Innbæjarins sem nú er í vinnslu. Húsakönnunin er unnin af Hjörleifi Stefánssyni arkitekt í samvinnu við Hönnu Rósu Sveinsdóttur frá Minjasafninu á Akureyri og kynntu þau drögin.

Skipulagsnefnd þakkar Hjörleifi Stefánssyni og Hönnu Rósu Sveinsdóttur fyrir góða og gagnlega kynningu.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.

 

6.Urðargil 22 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2012020108Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. febrúar 2012 þar sem Ármann Þór Sigurðsson sækir um stækkun á lóð sinni að Urðargili 22 í suðvestur til samræmis við lóðarstækkun Urðargils 20 og 24. Meðfylgjandi er afstöðumynd.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem lögð verði fyrir nefndina.

7.Miðbær norðurhluti - breyting á deiliskipulagi, Hólabraut - Laxagata, úrskurður

Málsnúmer SN110012Vakta málsnúmer

Innkominn úrskurður dagsettur 16. febrúar 2012 frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála vegna kæru á ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrar frá 21. júní 2011 um að breyta deiliskipulagi norðurhluta miðbæjar Akureyrar, er tekur til lóða við Hólabraut og Laxagötu, og ákvörðun skipulagsstjóra Akureyrar frá 11. október 2011 um að samþykkja byggingarleyfisumsókn fyrir viðbyggingu að Hólabraut 16.
Í málinu var kveðinn upp svofelldur úrskurður:
"Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar bæjarstjórnar Akureyrar frá 21. júní 2011 um að breyta deiliskipulagi norðurhluta miðbæjar Akureyrar er tekur til lóða við Hólabraut og Laxagötu.
Jafnframt er hafnað kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar skipulagsstjóra Akureyrar frá 12. október 2011 um að samþykkja byggingarleyfisumsókn fyrir viðbyggingu að Hólabraut 16."
Sjá nánar í meðfylgjandi úrskurði.

Lagt fram til kynningar.

8.Dalsbraut sunnan Þingvallastrætis og nágrenni - deiliskipulag, stjórnsýslukæra

Málsnúmer 2011050111Vakta málsnúmer

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur borist kæra dagsett 9. febrúar 2012 ásamt fylgiskjölum, þar sem kært er deiliskipulag fyrir Dalsbraut á Akureyri.
Vegna framkominnar kæru er farið fram á að úrskurðarnefndinni verði send gögn er málið varða og bæjaryfirvöldum um leið gefinn kostur á að tjá sig um kæruna innan 30 daga.

Bæjarlögmanni í samráði við skipulagsstjóra er falið að senda úrskurðarnefndinni umbeðin gögn ásamt greinargerð.

9.Súluvegur landnr. 149595 og 149596 - framlenging stöðuleyfis

Málsnúmer 2012020165Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. febrúar 2012 þar sem Hjörtur Narfason f.h. HGH Verk ehf., kt. 540510-0400, óskar eftir framlengingu á lóðarsamningi/stöðuleyfi fyrir Súluveg, landnr. 149595 og 149596. Nánari skýringar í meðfylgjandi fylgiskjölum.

Skipulagsnefnd samþykkir 3 ára framlengingu lóðarsamnings fyrir Súluveg, landnr. 149595 og 149596.

Lóðarskrárritara falið að gefa út nýjan samning með kvöð um að ef farið verði í breytingar á Miðhúsabraut skv. aðalskipulagi muni landnr. 149596 skerðast í samræmi við þær áætlanir.

Skipulagsnefnd frestar að öðru leyti erindinu.

10.Naustahverfi - Kjarnagata, sleppisvæði

Málsnúmer 2012020032Vakta málsnúmer

Bjarni Sigurðsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa f.h. hverfisnefndar Naustahverfis.
Á fundi hverfisnefndar Naustahverfis 1. febrúar 2012 var eftirfarandi bókað:
Hverfisnefnd leggur áherslu á að útbúin verði sleppisvæði við Kjarnagötu þar sem hægt verður að hleypa börnum á leið í skólann út úr bílum. Með þessu má gera ráð fyrir minni umferð um bílastæði skólans og einnig um bílastæði leikskólans Naustatjarnar, þar sem mikil umferð er um það stæði vegna staðsetningar þess í nánd við aðalinngang Naustaskóla.

Samkvæmt samþykktum aðaluppdráttum af Naustaskóla frá 14. maí 2008 er gert ráð fyrir sleppisvæðum við Kjarnagötu og Lækjartún en þar sem framkvæmdir standa enn yfir vegna byggingar skólans hefur ekki verið hægt að ganga endanlega frá þessum útfærslum. Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignum Akureyrarbæjar er gert ráð fyrir að þessum framkvæmdum verið lokið samhliða framkvæmdum við 2. áfanga grunnskólans.

11.Íslenska Gámafélagið - starfsleyfi

Málsnúmer 2012010375Vakta málsnúmer

Kristján Vilhelmsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa f.h. Útgerðarfélags Akureyringa.
Hann lagði fram skriflega fyrirspurn vegna bókunar í 11. lið í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. september 2011 svohljóðandi:
Ennfremur er óskað eftir því við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra að útgefið starfsleyfi Íslanska Gámafélagsins ehf., dagsett 11. nóvember 2010 verði fellt úr gildi.
Spurt er:
Hefur Akureyrarbær í hyggju að fylgja eftir bókun skipulagsnefndar?
Ef svo er hvenær má vænta þess að það verði gert?

Eins fram kemur í bókun skipulagsnefndar frá 28. september 2011 er óskað eftir því við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra að útgefið starfsleyfi verði fellt niður. HNE gefur út starfsleyfið og er því málið í höndum þeirrar stofnunar.

12.Höfðahlíð 12 - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr

Málsnúmer 2012020189Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. febrúar 2012 þar sem Finnur Dagsson f.h. Guðjóns Þórs Tryggvasonar óskar eftir byggingarleyfi fyrir bílgeymslu við hús sitt að Höfðahlíð 12. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Finn Dagsson.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.Langholt 10 - fyrirspurn um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu

Málsnúmer 2012020191Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. febrúar 2012 þar sem Magnús V. Snædal leggur fram fyrirspurn um hvort byggingarleyfi fáist fyrir bílgeymslu við hús hans að Langholti 10. Meðfylgjandi er afstöðumynd.

Skipulagsnefnd óskar eftir nánari gögnum um fyrirhugað útlit og staðsetningu bílgeymslunnar.

14.Hörgárbyggð - samstarfshópur um skipulagsmál

Málsnúmer 2012020190Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkti á fundi sínum 15. febrúar 2012, að tillögu skipulags- og umhverfisnefndar sveitarfélagsins, að leggja til við Akureyrarbæ að settur verði á fót samstarfshópur sveitarfélaganna um skipulagsmál á mörkum þeirra.

Skipulagsnefnd tilnefnir Helga Snæbjarnarson, Evu Reykjalín Elvarsdóttur og Sóleyju Björk Stefánsdóttur í samstarfshóp sveitarfélaganna um skipulagsmál á mörkum þeirra.

15.Göngu- og hjólareiðastígar, Akureyri - Hrafnagil

Málsnúmer 2012020194Vakta málsnúmer

Sóley Björk Stefánsdóttir, V-lista, leggur til að skipulagsnefnd skoði möguleikana á að Akureyrarbær hafi frumkvæði að samstarfi við Eyjafjarðarsveit um að ráðist verði í gerð göngu-/hjólareiðastígs sem tengir saman miðbæ Akureyrar og Hrafnagil.
Greinargerð:
Göngu-/hjólareiðastígur af þessu tagi mundi stórefla möguleika fjölskyldna til útivistar og hreyfingar þar sem komin væri möguleiki á að hjóla og/eða ganga hóflega krefjandi leið fram fjörðinn á jafnsléttu. Er einnig um mikið öryggis og hagsmunamál fyrir íbúa og gesti bæjarins að ræða, sérstaklega að sumarlagi þar sem hætta skapast fyrir þá sem nú þegar nýta þessa leið til útivistar.

Fulltrúar skipulagsnefndar hafa átt einn fund með fulltrúum skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar þar sem m.a. var rætt um nauðsyn þess að koma á öruggri göngu- og hjólreiðastígatengingu frá miðbæ Akureyrar og að Hrafnagili.

Skipulagsnefnd tekur undir tillögu Sóleyjar og hvetur því Eyjafjarðarsveit og Vegagerð ríkisins til að taka höndum saman um lagningu göngu- og hjólaleiðarinnar. Skipulagsnefnd felur formanni nefndarinnar og skipulagsstjóra að vinna að málinu.

16.Þórsnes - vilyrði fyrir lóð

Málsnúmer 2012020182Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. febrúar 2012 frá Brynjari Einarssyni f.h. Þingvangs ehf., kt. 671106-0750, þar sem hann óskar eftir að óstofnuðu hlutafélagi verði veitt vilyrði fyrir lóð við Þórsnes neðan Krossanesborga vegna fyrirhugaðrar stöðvar fyrir seiða- og bleikjueldi.
Einnig er óskað eftir að fá skýrslur vegna jarðfræðirannsókna sem gerðar hafa verið á svæðinu ásamt skipulagstengdum gögnum.

Umrætt svæði er skilgreint sem óbyggt svæði í aðalskipulagi og er að hluta til í einkaeign og auk þess í útleigu sem erfðafesta. Ekkert deiliskipulag er til af svæðinu og hafa því engar jarðfræðirannsóknir verið gerðar á vegum Akureyrarbæjar. Bent skal á að talsvert er um fornleifar á svæðinu sem rannsaka þarf áður en svæðinu verði raskað.

Skipulagsnefnd getur ekki orðið við erindinu.

17.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2012

Málsnúmer 2012010231Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 15. febrúar 2012. Lögð var fram fundargerð 385. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 13 liðum.

Lagt fram til kynningar.

18.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2012

Málsnúmer 2012010231Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 22. febrúar 2012. Lögð var fram fundargerð 386. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.