Þórsnes - vilyrði fyrir lóð

Málsnúmer 2012020182

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 133. fundur - 29.02.2012

Erindi dagsett 17. febrúar 2012 frá Brynjari Einarssyni f.h. Þingvangs ehf., kt. 671106-0750, þar sem hann óskar eftir að óstofnuðu hlutafélagi verði veitt vilyrði fyrir lóð við Þórsnes neðan Krossanesborga vegna fyrirhugaðrar stöðvar fyrir seiða- og bleikjueldi.
Einnig er óskað eftir að fá skýrslur vegna jarðfræðirannsókna sem gerðar hafa verið á svæðinu ásamt skipulagstengdum gögnum.

Umrætt svæði er skilgreint sem óbyggt svæði í aðalskipulagi og er að hluta til í einkaeign og auk þess í útleigu sem erfðafesta. Ekkert deiliskipulag er til af svæðinu og hafa því engar jarðfræðirannsóknir verið gerðar á vegum Akureyrarbæjar. Bent skal á að talsvert er um fornleifar á svæðinu sem rannsaka þarf áður en svæðinu verði raskað.

Skipulagsnefnd getur ekki orðið við erindinu.