Lerkilundur 15 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2011090147

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 123. fundur - 12.10.2011

Erindi dagsett 29. september 2011 þar sem Halldór Snæbjörnsson og Gróa Björk Jóhannesdóttir sækja um að setja risþak ofan á bílskúr, endurnýja þak, glugga og fl. á húsinu Lerkilundi 15. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 127. fundur - 23.11.2011

Erindi dagsett 29. september 2011 þar sem Halldór Snæbjörnsson og Gróa Björk Jóhannesdóttir sækja um leyfi til að setja risþak ofan á bílskúr, endurnýja þak og glugga og fl. á húsinu Lerkilundi 15, var sent í grenndarkynningu þann 14. október 2011 og lauk henni þann 11. nóvember 2011. Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 375. fundur - 30.11.2011

Erindi dagsett 29. september 2011 þar sem Halldór Snæbjörnsson og Gróa Björk Jóhannesdóttir sækja um að setja timburþak ofan á bílskúr, endurnýja þak og glugga og gera fleiri breytingar að Lerkilundi 15. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Árna Gunnar Kristjánsson.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 381. fundur - 18.01.2012

Erindi dagsett 29. september 2011 þar sem Halldór Snæbjörnsson og Gróa Björk Jóhannesdóttir sækja um að setja timburþak ofan á bílskúr, endurnýja þak og glugga á íbúðarhúsi og gera fleiri breytingar að Lerkilundi 15. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Árna Gunnar Kristjánsson. Innkomnar nýjar teikningar 12. janúar 2012.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.