Aðalskipulag Akureyrar 2005 - 2018 - breyting vegna lengingar varnargarðs við Hofsbót.

Málsnúmer 2011100023

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 123. fundur - 12.10.2011

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 unna af Árna Ólafssyni f.h. Teiknistofu arkitekta ehf. dagsettri 7. október 2011. Um er að ræða breytingu vegna fyrirhugaðrar lengingar á varnargarði við Hofsbót.

Breyting þessi felur ekki í sér stefnu um leyfisveitingar til framkvæmda, sem tilgreindar eru í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er hún því ekki háð lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Breytingin er óveruleg og hefur hvorki áhrif á ósnortna náttúru, jarðmyndanir og vistkerfi sem njóta sérstakrar verndar, verndarsvæði né skráðar fornminjar. Breytingin hefur ekki í för með sér neikvæð áhrif á nágranna eða landnotkun og nýtingu aðliggjandi svæða.

Meirihluti skipulagsnefndar leggur því til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Auður Jónasdóttir V-lista greiðir atkvæði á móti og óskar bókað að eðlilegra væri að vinna þessa beiðni með miðbæjarskipulaginu í heild. Ekki er hægt að ýta vinnu við miðbæjarskipulagið lengur á undan sér, því fleiri mál bíða úrlausnar.

Bæjarstjórn - 3310. fundur - 18.10.2011

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. október 2011:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 unna af Árna Ólafssyni f.h. Teiknistofu arkitekta ehf dags. 7. október 2011. Um er að ræða breytingu vegna fyrirhugaðrar lengingar á varnargarði við Hofsbót.
Breyting þessi felur ekki í sér stefnu um leyfisveitingar til framkvæmda, sem tilgreindar eru í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er hún því ekki háð lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Breytingin er óveruleg og hefur hvorki áhrif á ósnortna náttúru, jarðmyndanir og vistkerfi sem njóta sérstakrar verndar, verndarsvæði né skráðar fornminjar. Breytingin hefur ekki í för með sér neikvæð áhrif á nágranna eða landnotkun og nýtingu aðliggjandi svæða.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur því til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Auður Jónasdóttir V-lista greiðir atkvæði á móti og óskar bókað að eðlilegra væri að vinna þessa beiðni með miðbæjarskipulaginu í heild. Ekki er hægt að ýta vinnu við miðbæjarskipulagið lengur á undan sér, því fleiri mál bíða úrlausnar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 10 atkvæðum gegn atkvæði Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur V-lista.