Hamratún 22-24 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2011090103

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 122. fundur - 28.09.2011

Erindi dagsett 21. september 2011 þar sem Bergur Steingrímsson f.h. Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um breytingu á deiliskipulagi sem felst í að skipta lóðinni nr. 22-24 við Hamratún í tvær lóðir og byggja fjögurra íbúða hús á hvorri lóð. Meðfylgjandi er afstöðumynd frá JES Arkitektum.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 123. fundur - 12.10.2011

Erindi dagsett 21. september 2011 þar sem Bergur Steingrímsson f.h. Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um breytingu á deiliskipulagi sem felst í að skipta lóðinni nr. 22-24 við Hamratún í tvær lóðir og byggja fjögurra íbúða hús á hvorri lóð. Meðfylgjandi er tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar unnin af Ágústi Hafsteinssyni hjá Form ehf, dagsett 4. október 2011.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3310. fundur - 18.10.2011

7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. október 2011:
Erindi dags. 21. september 2011 þar sem Bergur Steingrímsson f.h. Trétaks ehf, kt. 551087-1239, sækir um breytingu á deiliskipulagi sem felst í að skipta lóðinni nr. 22-24 við Hamratún í tvær lóðir og byggja fjögurra íbúða hús á hvorri lóð. Meðfylgjandi er tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar unnin af Ágústi Hafsteinssyni hjá Form ehf, dags. 4. október 2011.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 126. fundur - 09.11.2011

Tillaga um breytingu á deiliskipulagi sem felst í að skipta lóðinni nr. 22-24 við Hamratún í tvær lóðir og byggja fjögurra íbúða hús á hvorri lóð var send í grenndarkynningu þann 21. október 2011. Grenndarkynningunni lauk þann 7. nóvember 2011 þar sem þeir er kynninguna fengu hafa allir svarað og gera ekki athugasemdir við breytinguna.

Skipulagsnefnd samþykkir á grundvelli 4. gr.-e "Samþykktar um skipulagsnefnd" deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.