Skipulagsnefnd

223. fundur 24. febrúar 2016 kl. 08:00 - 09:55 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Dagskrá
Formaður bar upp ósk um að taka út af dagskrá lið 5., Davíðshagi 12 - umsókn um lóð, og var það samþykkt.

1.Reglur um ábyrgðarmörk og starfshætti

Málsnúmer 2014070048Vakta málsnúmer

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður mætti á fundinn og kynnti reglur um ábyrgðarmörk stjórnenda, kjörinna fulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ.
Skipulagsnefnd þakkar Ingu Þöll fyrir kynninguna.

2.Davíðshagi 2 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016020027Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. febrúar 2016 þar sem Jón Páll Tryggvason f.h. BE Húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um lóð nr. 2 við Davíðshaga. Til vara er sótt um Davíðshaga 12. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka. Skipulagsstjóri gerði grein fyrir viðræðum við umsækjanda.
Skipulagsnefnd frestar erindinu með tilvísun til bókunar við 4. lið fundargerðarinnar.

Stefnt er að úthlutun lóðarinnar á næsta fundi.

3.Davíðshagi 4 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016020028Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. febrúar 2016 þar sem Jón Páll Tryggvason f.h. BE Húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um lóð nr. 4 við Davíðshaga og til vara lóð nr. 12. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka. Skipulagsstjóri gerði grein fyrir viðræðum við umsækjanda.
Skipulagsnefnd frestar erindinu með tilvísun til bókunar við 4. lið fundargerðarinnar.

Stefnt er að úthlutun lóðarinnar á næsta fundi.

4.Hagahverfi reitur 1 - fyrirspurn um deiliskipulag

Málsnúmer 2016010167Vakta málsnúmer

SS Byggir ehf., kt. 620687-2519, sækir um að fá að skila inn breyttri útgáfu af deiliskipulagi á reit númer 1 í Hagahverfi með úthlutun umræddra lóða í huga. Í breytingartillögunni verði leitast við að halda ásýnd svæðis, fjölda íbúða þess og uppfylla önnur markmið upphaflegs deiliskipulags.
Skipulagsnefnd felur formanni nefndarinnar og skipulagsstjóra að ljúka viðræðum við umsækjanda sem skipulagsnefnd fól þeim á fundi skipulagsnefndar 27. janúar 2016.

Skipulagsnefnd leggur áherslu á að bílastæði verði í samræmi við gildandi deiliskipulag Hagahverfis.

Stefnt er að úthlutun lóðanna Davíðshaga 2 og 4 á næsta fundi.

5.Grímsey - rannsóknarmastur syðst á eynni

Málsnúmer 2016020118Vakta málsnúmer

Björn Gunnarsson véltæknifræðingur ásamt fleirum óska eftir heimild Akureyrarbæjar til að reisa 40-60m hátt mastur til orkurannsókna í Grímsey. Staðsetning innan hrings með 100m radíus og miðju sem næst:

N 66 gráður, 31,700 mínútur

W 17 gráður, 58,992 mínútur.

Mastrið gæti staðið í a.m.k. eitt ár en þó ekki lengur en þrjú ár og er hluti verkefnisins "GERUM GRÍMSEY GRÆNA".
Skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar eftir umsögnum frá hverfisráði Grímseyjar, ISAVIA og Rarik.

6.Hafnarstræti 106 - fyrirspurn um veitingatjald

Málsnúmer 2016020144Vakta málsnúmer

Aðalsteinn Árnason f.h. Icewear á Norðurlandi sendir fyrirspurn um nýtingu baklóðar Hafnarstrætis 106 undir kaffihús, markað og tónleikahald. Um er að ræða tjald úr hvítum segldúk sem standa mun frá 1. maí til 30. september 2016. Meðfylgjandi eru rissmyndir af tjaldinu.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar eftir teikningum af frekari útfærslu í samræmi við grein 2.6.1. í byggingarreglugerð.

7.Norðurgata, Glerárgata - undirskriftalisti vegna gangbrauta og aðgengis gangandi vegfarenda

Málsnúmer 2016020167Vakta málsnúmer

Erindi afhent bæjarstjóra 15. febrúar 2016 þar sem Markus Meckl sendir inn undirskriftalista vegna gangbrauta og aðgengis gangandi vegfarenda í Norðurgötu og Glerárgötu sunnan Grænugötu.
Skipulagsnefnd vísar erindinu hvað varðar Norðurgötu í skipulagsvinnu Oddeyrar.

Skipulagsnefnd felur formanni og skipulagsstjóra að ræða við framkvæmdadeild um úrræði vegna þverunar Glerárgötu.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að upplýsa lögreglu um innkomið bréf.

8.Fjölnisgata 4a og 4b - fyrirspurn

Málsnúmer 2016020146Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. febrúar 2016 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Kælismiðjunnar Frost ehf., kt. 430801-2360, sendir inn fyrirspurn hvort byggja megi við Fjölnisgötu 4a og 4b. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Anton Örn Brynjarsson.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að til að umbeðin breyting geti átt sér stað þarf að sameina lóðir 4a og 4b við Fjölnisgötu. Það krefst samþykkis allra eigenda eigna á lóðunum.

Að því tilskyldu að samþykki allra liggi fyrir heimilar skipulagsnefnd umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi þó þannig að byggingarreitur að austan verði óbreyttur. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Torfunef 7 - beiðni um rökstuðning

Málsnúmer 2016010170Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. febrúar 2016 þar sem Teknor ehf., kt. 620500-2910, óskar eftir rökstuðningi vegna höfnunar á lóðarumsókn lóðar nr. 7 við Torfunef.
Skipulagsnefnd vísar í reglur um lóðaúthlutun þar sem segir:

"3.3.1. Úthlutun athafna- og iðnaðarhúsalóða og lóða á miðsvæðum

Við úthlutun lóða, annarra en íbúðahúsalóða, skulu umsækjendur tilgreina með glöggum hætti byggingaáform sín og framkvæmdahraða. Leggja ber mat á þörf umsækjanda fyrir lóð/lóðir."

Í auglýsingu lóðanna var kveðið á um hafnsækna ferðaþjónustu og byggði skipulagsnefnd mat sitt við úthlutun á því og á upplýsingum umsækjanda um starfsemi og þörf þeirra fyrir lóðir.

10.Torfunef 9 - beiðni um rökstuðning

Málsnúmer 2016010169Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. febrúar 2016 þar sem Nortek ehf., kt. 711296-4099, óskar eftir rökstuðningi vegna höfnunar á lóðarumsókn lóðar nr. 9 við Torfunef.
Skipulagsnefnd vísar í reglur um lóðaúthlutun þar sem segir:

"3.3.1. Úthlutun athafna- og iðnaðarhúsalóða og lóða á miðsvæðum

Við úthlutun lóða, annarra en íbúðahúsalóða, skulu umsækjendur tilgreina með glöggum hætti byggingaáform sín og framkvæmdahraða. Leggja ber mat á þörf umsækjanda fyrir lóð/lóðir."

Í auglýsingu lóðanna var kveðið á um hafnsækna ferðaþjónustu og byggði skipulagsnefnd mat sitt við úthlutun á því og á upplýsingum umsækjanda um starfsemi og þörf þeirra fyrir lóðir.

11.Ákvörðun um sameiginlegt mat eða ekki - Sprengisandslína og aðrar framkvæmdir

Málsnúmer 2015120103Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 4. desember 2015 þar sem óskað er eftir umsögn Akureyrarbæjar varðandi sameiginlegt mat Sprengisandslínu m.fl. Lagður fram tölvupóstur Skipulagsstofnunar dagsettur 4. febrúar 2016 þar sem umsagnarbeiðnin er ítrekuð. Lagður fram tölvupóstur Skipulagsstofnunar dagsettur 17. febrúar 2016 þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar.
Skipulagsnefnd telur að skilyrði laganna varðandi samráð við Akureyrarkaupstað sem leyfisveitanda séu uppfyllt.

Skipulagsnefnd vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

12.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2016

Málsnúmer 2016010020Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 11. febrúar 2016. Lögð var fram fundargerð 573. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:55.