Fjölnisgata 4a og 4b - fyrirspurn

Málsnúmer 2016020146

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 223. fundur - 24.02.2016

Erindi dagsett 12. febrúar 2016 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Kælismiðjunnar Frost ehf., kt. 430801-2360, sendir inn fyrirspurn hvort byggja megi við Fjölnisgötu 4a og 4b. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Anton Örn Brynjarsson.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að til að umbeðin breyting geti átt sér stað þarf að sameina lóðir 4a og 4b við Fjölnisgötu. Það krefst samþykkis allra eigenda eigna á lóðunum.

Að því tilskyldu að samþykki allra liggi fyrir heimilar skipulagsnefnd umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi þó þannig að byggingarreitur að austan verði óbreyttur. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.