Ákvörðun um sameiginlegt mat eða ekki - Sprengisandslína og aðrar framkvæmdir

Málsnúmer 2015120103

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 222. fundur - 10.02.2016

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 4. desember 2015 þar sem óskað er eftir umsögn Akureyrarbæjar varðandi það hvort ákvæði 2. mgr. 5. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda séu uppfyllt þannig að Skipulagsstofnun geti tekið ákvörðun um hvort ráðast þurfi í sameiginlegt mat Sprengisandslínu og fleiri framkvæmda henni tengdri. Lagður fram tölvupóstur Skipulagsstofnunar dagsettur 4. febrúar 2016 þar sem umsagnarbeiðnin er ítrekuð.
Skipulagsnefnd telur að skilyrði laganna varðandi samráð við Akureyrarkaupstað sem leyfisveitanda séu uppfyllt.

Skipulagsnefnd - 223. fundur - 24.02.2016

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 4. desember 2015 þar sem óskað er eftir umsögn Akureyrarbæjar varðandi sameiginlegt mat Sprengisandslínu m.fl. Lagður fram tölvupóstur Skipulagsstofnunar dagsettur 4. febrúar 2016 þar sem umsagnarbeiðnin er ítrekuð. Lagður fram tölvupóstur Skipulagsstofnunar dagsettur 17. febrúar 2016 þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar.
Skipulagsnefnd telur að skilyrði laganna varðandi samráð við Akureyrarkaupstað sem leyfisveitanda séu uppfyllt.

Skipulagsnefnd vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3389. fundur - 15.03.2016

11. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 24. febrúar 2016:

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 4. desember 2015 þar sem óskað er eftir umsögn Akureyrarbæjar varðandi sameiginlegt mat Sprengisandslínu m.fl. Lagður fram tölvupóstur Skipulagsstofnunar dagsettur 4. febrúar 2016 þar sem umsagnarbeiðnin er ítrekuð. Lagður fram tölvupóstur Skipulagsstofnunar dagsettur 17. febrúar 2016 þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar.

Skipulagsnefnd telur að skilyrði laganna varðandi samráð við Akureyrarkaupstað sem leyfisveitanda séu uppfyllt.

Skipulagsnefnd vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Lögð fram tillaga að bókun svohljóðandi:


Bæjarstjórn Akureyrar telur eðlilegt að túlka 2. mgr. 5. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum þröngt enda má deila um hvort þær framkvæmdir sem tilteknar eru í bréfi Skipulagsstofnunar séu háðar hvor annarri þótt þær komi fram í kerfisáætlun. Samkvæmt áliti lögfræðisviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga er forsenda þess að heimildinni verði beitt sú að fyrir liggi með óyggjandi hætti að tekin hafi verið ákvörðun um fyrirhugaðar matsskyldar framkvæmdir þannig að leggja megi raunhæft mat á hvort þær eru háðar hvor annarri og feli í sér sammögnunarferli. Ljóst er hins vegar að krafan um sameiginlegt mat Sprengisandslínu og annarra framkvæmda mun tefja fyrir brýnum úrbótum í orkumálum á Norðausturlandi.

Bæjarstjórn Akureyrar leggst því gegn sameiginlegu umhverfismati.


Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.