Bæjarstjórn

3534. fundur 17. október 2023 kl. 16:00 - 17:06 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
  • Heimir Örn Árnason
  • Hlynur Jóhannsson
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
  • Brynjólfur Ingvarsson
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Andri Teitsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Olga Margrét Kristínard. Cilia lögfræðingur
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Forseti leitar í upphafi fundar afbrigða frá útsendri dagskrá þannig að við bætist nýr dagskrárliður númer 3, breytingar í nefndum - bæjarráð.

1.Tímabundin lausnarbeiðni

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni Brynjólfs Ingvarssonar dagsett 12. október 2023 um að vera tímabundið leystur frá störfum sem bæjarfulltrúi og áheyrnarfulltrúi í bæjarráði til 15. apríl 2024.

Brynjólfur Ingvarsson tók til máls ásamt Sunnu Hlín Jóhannesdóttur og Heimi Erni Árnasyni.
Bæjarstjórn samþykkir lausnarbeiðnina með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Breytingar í nefndum - bæjarráð

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Brynjólfs Ingvarssonar um tímabundna breytingu á skipan fulltrúa í bæjarráði. Jón Hjaltason verði áheyrnarfulltrúi í stað Brynjólfs Ingvarssonar til 15. apríl 2024.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Breytingar í nefndum - bæjarráð

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Brynjólfs Ingvarssonar um tímabundna breytingu á skipan fulltrúa í bæjarráði. Halla Birgisdóttir Ottesen verði varaáheyrnarfulltrúi í stað Jóns Hjaltasonar til 15. apríl 2024.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2023-2026 - viðauki

Málsnúmer 2022042596Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 5. október 2023:

Lagður fram viðauki 6.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 6 að fjárhæð 182,8 m.kr. með fjórum atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn. Viðaukinn er til kominn vegna aukinnar fjárheimildar vegna NPA þjónustu og aukins viðhalds Fasteigna Akureyrarbæjar.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.

Heimir Örn Árnason kynnti.

Til máls tók Hilda Jana Gísladóttir.

Bæjarstjórn samþykkir viðauka 6 með 9 atkvæðum.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista sitja hjá og óskar bókað:

Um er að ræða fjármögnun á mikilvægum verkefnum sem við hefðum samþykkt, en höfum lagt áherslu á að óskað sé eftir heimild fyrirfram, en ekki eftir á. Við sitjum því hjá við afgreiðslu málsins og hvetjum til þess að farið sé eftir leiðbeinandi verklagsreglum um viðauka fjárhagsáætlunar.

5.Norðurgata 3-7 - tillaga að uppbyggingu

Málsnúmer 2023021108Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 11. október 2023:

Kynningu á tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagu suðurhluta Oddeyrar vegna áforma um uppbyggingu á lóðum nr. 3-7 við Norðurgötu lauk þann 29. september sl.

Fjórar athugasemdir bárust auk umsagnar frá Norðurorku.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fyrir fundi bæjarstjórnar liggur einnig umsögn Minjastofnunar.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.

Til máls tók Gunnar Már Gunnarsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að deiliskipulagi og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Umhverfis- og loftslagsstefna Akureyrarbæjar 2022-2030

Málsnúmer 2022060764Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. október 2023:

Lagður fram nýr sjötti kafli í umhverfis- og loftslagsstefnu Akureyrarbæjar. Umhverfis- og loftslagsstefnan var samþykkt í maí 2022 en bæjarstjórn fól síðan umhverfis- og mannvirkjasviði að bæta við kafla/áherslum um umgengni og þrifnað utanhúss.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að bæta framlögðum kafla við umhverfis- og loftslagsstefnuna með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar málinu til umræðu og samþykktar í bæjarstjórn.

Andri Teitsson kynnti.

Til máls tóku Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að bæta framlögðum kafla við umhverfis- og loftslagsstefnuna.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óska bókað:

Þökkum fyrir fína vinnu við gerð 6. kafla. Til að ná árangri við að taka á umgengni og þrifnaði utan húss þá er mikilvægt að aðgerðir við 6. kafla verði unnar í víðtæku samráði umhverfis- og mannvirkjasráðs, skipulagsráðs og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Minnum enn og aftur á að samþykkt var þann 2. mars síðastliðinn að formanni bæjarráðs yrði falið að koma á sameiginlegum fundi með fyrrgreindum aðilum þar sem sameiginleg verkefni yrðu rædd.

Fylgiskjöl:

7.Forvarnamál - stafrænt læsi

Málsnúmer 2022030729Vakta málsnúmer

Bæjarfulltrúi Sunna Hlín Jóhannesdóttir leggur fram fyrirspurn um stöðu vinnu við að auka stafrænt læsi barna og ungmenna. Eftirfarandi tillaga var lögð fram í bæjarstjórn þann 1. nóvember 2022 í bæjarstjórn og samþykkt: Bæjarstjórn telur mikilvægt að leggja sérstaka áherslu á stafrænt læsi barna og ungmenna í nýrri lýðheilsustefnu Akureyrarbæjar og í framhaldinu í aðgerðaáætlun forvarnastarfs sem tæki þá ekki aðeins á notkun og samskiptum á miðlunum heldur einnig markaðsstarfi þeirra.

Málshefjandi er Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Til máls tóku Heimir Örn Árnason og Hilda Jana Gísladóttir.
Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista, Heimir Örn Árnason D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Halla Björk Reynisdóttir L-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista og Andri Teitsson L-lista óska bókað:

Vinna við lýðheilsustefnu er hafin og sérstök áhersla verður lögð á stafrænt læsi barna og aðgerðir þar að lútandi líkt og bæjarstjórn hefur áður bókað. Við hefðum gjarnan viljað vera komin lengra með vinnuna en raunin er, en vonandi fara tillögur að líta dagsins ljós. Málefnið verður sett á dagskrá næsta fundar fræðslu- og lýðheilsuráðs til umræðu.

8.Símanotkun í grunnskólum Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2023100652Vakta málsnúmer

Rætt um símanotkun í grunnskólum Akureyrarbæjar.

Málshefjandi er Gunnar Már Gunnarsson B-lista og leggur fram svofellda tillögu ásamt Sunnu Hlín Jóhannesdóttur B-lista:

Fræðslu- og lýðheilsuráði er falið í samstarfi við ungmennaráð og fulltrúa skólasamfélagsins, skólastjórnenda, kennara og nemendaráð grunnskóla, að setja reglur um notkun síma í grunnskólum Akureyrarbæjar. Reglurnar munu taka gildi í síðasta lagi um næstu áramót og gilda þar til mennta- og barnamálaráðherra hefur lokið vinnu við mótun reglna um notkun síma í grunnskólum landsins.

Til máls tóku Hlynur Jóhannsson og Heimir Örn Árnason.

Heimir Örn Árnason D-lista og formaður fræðslu- og lýðsheilsuráðs leggur fram eftirfarandi tillögu fyrir hönd meirihlutans:

Skipaður verði starfshópur þegar niðurstöður úr könnunum fræðslu- og lýðsheilsusviðs liggja fyrir um símanotkun/reglur í grunnskólum. Hópurinn yrði samsettur af einum úr meirihluta fræðslu- og lýðheilsuráðs, einum úr minnihluta, einum náms- og starfsráðgjafa, einum skólastjórnanda, fulltrúa foreldra grunnskólabarna, fulltrúa ungmennaráðs, starfsmanni fræðslu- og lýðheilsusviðs og honum gert að rýna niðurstöðurnar og koma með tillögur um framhaldið.

Næst tóku til máls Hulda Elma Eysteinsdóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Heimir Örn Árnason.

Fyrst voru greidd atkvæði um tillögu Gunnars Más Gunnarssonar B-lista og Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur B-lista. Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Gunnar Már Gunnarsson og Brynjólfur Ingvarsson greiddu atkvæði með tillögunni, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir sat hjá. Halla Björk Reynisdóttir, Heimir Örn Árnason, Hlynur Jóhannsson, Andri Teitsson, Lára Halldóra Eiríksdóttir, Hulda Elma Eysteinsdóttir og Hilda Jana Gísladóttir greiddu atkvæði gegn tillögunni. Tillagan var felld.

Þá voru greidd atkvæði um tillögu meirihlutans. Ellefu greiddu atkvæði með tillögunni. Tillagan var samþykkt.

Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista, Heimir Örn Árnason D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista, Halla Björk Reynisdóttir L-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Andri Teitsson L-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista, óska bókað:

Nú þegar eru í gildi símareglur í öllum grunnskólum Akureyrarbæjar, hins vegar er í skoðun hvort að æskilegt sé að innleiða samhæfðar reglur allra skóla sveitarfélagsins. Við teljum farsælast að beðið verði eftir niðurstöðum úr þeirri könnun sem liggur fyrir og að í framhaldinu verði unnið að tillögum með öllum hlutaðeigandi.

9.Bæjarstjórn - áætlun um um fundi 2022-2026

Málsnúmer 2022060869Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um breytingu á reglulegum fundum bæjarstjórnar í samræmi við 8. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021. Fundur bæjarstjórnar 7. nóvember næstkomandi verði felldur niður en í staðinn verði haldinn fundur 31. október næstkomandi.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum. Breytingin er til komin vegna fjárhagsáætlunarferlis, en fyrri umræða um fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2024-2027 er á dagskrá bæjarstjórnar 31. október næstkomandi.

10.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2023010626Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 20. og 28. september,5. og 12. október 2023
Bæjarráð 28. september , 5. og 12. október 2023
Fræðslu- og lýðheilsuráð 25. september og 9. október 2023
Skipulagsráð 27. september og 11. október 2023
Umhverfis- og mannvirkjaráð 19. september og 10. október 2023
Velferðarráð 22. september 2023

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 17:06.