Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu 2021

Málsnúmer 2020060900

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 301. fundur - 25.06.2020

Lögð fram til kynningar gögn er varða vinnu við starfs- og fjárhagsáætlunargerð stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2021.

Stjórn Akureyrarstofu - 303. fundur - 03.09.2020

Farið yfir stöðu á vinnu við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2021.

Stjórn Akureyrarstofu - 305. fundur - 01.10.2020

Samþykktur rammi fjárhagsáætlunar 2021 lagður fram til kynningar.

Stjórn Akureyrarstofu - 306. fundur - 15.10.2020

Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu 2021 ásamt umræðu um gjaldskrár.

Hólmkell Hreinsson forstöðumaður Amtsbókasafnsins sat fundinn undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu - 307. fundur - 28.10.2020

Yfirferð á starfs- og fjárhagsáætlun 2021 fyrir fund með bæjarstjórn þann 29. október.

Stjórn Akureyrarstofu - 308. fundur - 05.11.2020

Lagt fram til kynningar svarbréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna gjaldskrármála Amtsbókasafnsins.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu vísar málinu til umræðu í bæjarráði.

Stjórn Akureyrarstofu - 309. fundur - 19.11.2020

Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu 2021.
Karl Liljendal Hólmgeirsson mætti á fundinn kl. 14:27.

Stjórn Akureyrarstofu - 310. fundur - 03.12.2020

Starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 lögð fram.
Meirihluti stjórnar Akureyrarstofu samþykkir verkefni starfsáætlunar og felur starfsmönnum að útfæra betur 90 daga sprettina og setja kostnaðartölur inn á verkefnin eins og hægt er.

Finnur Dúa Sigurðsson V-lista sat hjá.

Fulltrúi V-lista óskar bókað: Ég vil koma á framfæri óánægju minni með umræðu vegna flugklasans Air66. Þrátt fyrir útskýringar og aðkomu Íslandsstofu og Isavia að markaðssetningu á Akureyrarflugvelli og þeim möguleikum sem við það opnast mun 9 milljóna framlag til flugklasans vera óskert þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir í mörgum málaflokkum sem ýmist snerta beina þjónustu við bæjarbúa eða gjaldskrárhækkanir. Ég tel illa farið með almannafé þar sem um sambærileg verkefni er að ræða sem þá verða unnin á tveimur stöðum. Ég tel að þetta geti skemmt fyrir þeim möguleika að ríkið taki við að fjármagna markaðssetningu á Akureyrarflugvelli sem alþjóðaflugvelli.

Stjórn Akureyrarstofu - 311. fundur - 14.01.2021

Starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu lögð fram til samþykktar.
Sjórn Akureyrarstofu samþykkir starfsáætlun 2021.

Starfsáætlunin er unnin í anda samstarfssáttmála bæjarstjórnar þar sem meðal annars er lögð áhersla á að fækka ólögbundnum verkefnum og að rekstur Akureyrarbæjar verði fjárhagslega sjálfbær á næstu fimm árum.

Stjórn Akureyrarstofu - 317. fundur - 15.04.2021

Farið yfir starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu og stöðu verkefna eftir fyrstu þrjá mánuði ársins.

Stjórn Akureyrarstofu - 321. fundur - 24.06.2021

Farið yfir starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu og stöðu verkefna eftir fyrstu sex mánuði ársins.

Stjórn Akureyrarstofu - 322. fundur - 19.08.2021

Til umræðu starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu m.t.t. væntanlegra stjórnsýslubreytinga.
Berglind Ósk Guðmundsdóttir vék af fundi kl. 15:22.