Stjórn Akureyrarstofu

321. fundur 24. júní 2021 kl. 12:00 - 13:30 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Hilda Jana Gísladóttir formaður
  • Anna Fanney Stefánsdóttir
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Finnur Sigurðsson
  • Karl Liljendal Hólmgeirsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður akureyrarstofu
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri Samfélagssviðs
Dagskrá

1.Ein með öllu 2021 - samstarfssamningur

Málsnúmer 2021051203Vakta málsnúmer

Lagður fram til samþykktar samningur við Viðburðastofu Norðurlands um framkvæmd hátíðarinnar Einnar með öllu sem fram fer um verslunarmannahelgina.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn. Framlag Akureyrarbæjar verður að hámarki 2.000.000 kr.

2.Ritun ævisögu Sveins Þórarinssonar

Málsnúmer 2021061328Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. júní 2021 frá Jóni Hjaltasyni þar sem óskað eftir styrk til að rita sögu Sveins Þórarinssonar.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

3.Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu 2021

Málsnúmer 2020060900Vakta málsnúmer

Farið yfir starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu og stöðu verkefna eftir fyrstu sex mánuði ársins.

4.Stjórn Akureyrarstofu - rekstraryfirlit 2021

Málsnúmer 2021050090Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar 5 mánaða rekstraryfirlit.


5.Samfélagssvið - starfsmannamál

Málsnúmer 2018110172Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt á yfirvinnu í hlutfalli við dagvinnu á kostnaðarstöðvum sem heyra undir stjórn Akureyrarstofu.


6.Laxdalshús - útleiga

Málsnúmer 2015010247Vakta málsnúmer

Lagður fram til samþykktar húsaleigusamningur vegna Laxdalshúss.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn.

Fundi slitið - kl. 13:30.