Umhverfis- og mannvirkjaráð

79. fundur 05. júní 2020 kl. 08:15 - 11:15 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Unnar Jónsson
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Berglind Bergvinsdóttir
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Vegagerðin - samningur til stígauppbyggingar

Málsnúmer 2020060095Vakta málsnúmer

Drög að samningi við Vegagerðina lagður fyrir ráðið varðandi uppbyggingu á stígakerfi á Akureyri.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð fagnar framlagi Vegagerðarinnar til þessa verkefnis.

2.Hagahverfi - blágrænar ofanvatnslausnir

Málsnúmer 2020040034Vakta málsnúmer

Minnisblað dagsett 20. maí 2020 varðandi opnun tilboða í gerð blágrænna ofanvatnslausna lagt fyrir ráðið.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð hafnar tilboðum í verkið en samþykkir að ganga til viðræðna við lægstbjóðanda.

3.Austurbrú 10-12

Málsnúmer 2020060105Vakta málsnúmer

Minnisblað dagsett 27. maí 2020 varðandi opnun tilboða í frágang á byggingargrunni að Austurbrú 10-12.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Nesbræðra ehf. enda samræmist kostnaðurinn þeirri upphæð sem haldið var eftir til þess að ganga frá svæðinu og samþykkt var á fundi skipulagsráðs þann 1. apríl 2020.

4.Hörgárbraut - stígur

Málsnúmer 2020060107Vakta málsnúmer

Minnisblað varðandi útboð á gerð stígs meðfram Hörgárbraut frá Hraunholti að Hlíðarbraut.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að verkið verði boðið út.

5.Sandgerðisbót - stígur

Málsnúmer 2020060106Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað varðandi gerð stígs í Sandgerðisbót.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að verkið verði boðið út.

6.Sandgerðisbót - bygging íbúða

Málsnúmer 2020040029Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 27. maí 2020 varðandi opnun tilboða í byggingu tveggja húsa í Sandgerðisbót.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir niðurstöðu dómnefndar og að gengið verði til samninga við SS Byggi ehf. um byggingu tveggja húsa í Sandgerðisbót.

7.Skátagil - leiksvæði

Málsnúmer 2020030625Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn varðandi leikvöll í göngugötunni við rót Skátagils og leiktæki sem staðsetja á á miðbæjarsvæðinu.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.

8.Lundarskóli - framkvæmdir

Málsnúmer 2020020505Vakta málsnúmer

Staðan á fyrirhuguðum framkvæmdum við Lundarskóla kynnt fyrir ráðinu.

9.Aksturssvæði við Hlíðarfjallsveg

Málsnúmer 2018120029Vakta málsnúmer

Bréf frá stjórn KKA vegna umgengni á athafnasvæði þeirra lagt fram til kynningar.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.

10.Skógræktarfélag Eyfirðinga - samningur

Málsnúmer 2019090381Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 2. júní 2020 varðandi framlengingu á samningu við Skógræktarfélag Eyfirðinga.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti að framlengja samninginn við Skógræktarfélagið til tveggja ára með fyrirvara um fjárveitingu fyrir árin 2021 og 2022.

11.Moldarlosunarsvæði að Jaðri

Málsnúmer 2018010445Vakta málsnúmer

Drög að samningi og verklagi vegna moldarlosunarsvæðis að Jaðri lögð fyrir ráðið.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir drögin með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og með fyrirvara um að fjármagn í verkefnið fáist samþykkt.

Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir viðauka við bæjarráð að upphæð kr. 20.000.000.

12.Jólatré 2020

Málsnúmer 2020060093Vakta málsnúmer

Umræður um hvaða leið skuli farin varðandi jólatré fyrir jólin 2020.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð telur að þiggja eigi jólatrésgjöf frá Randers í Danmörku.

13.Sláttur 2020

Málsnúmer 2020030732Vakta málsnúmer

Þjónustustig í slætti á Akureyri sumarið 2020 lagt fram til kynningar.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.

14.Aðgerðaráætlun - skógarkerfill, alaskalúpína og bjarnarkló

Málsnúmer 2019060103Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 3. júní 2020 varðandi heftingu útbreiðslu á ágengum plöntum í bæjarlandinu.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka til bæjarráðs að upphæð kr. 8.000.000.

Fundi slitið - kl. 11:15.