Bæjarstjórn

3530. fundur 06. júní 2023 kl. 16:00 - 17:19 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason forseti bæjarstjórnar
  • Hlynur Jóhannsson
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
  • Brynjólfur Ingvarsson
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Andri Teitsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Kosning forseta, varaforseta og skrifara bæjarstjórnar

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

a. Kosning forseta bæjarstjórnar.

b. Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.

c. Kosning tveggja skrifara bæjarstjórnar og tveggja til vara.
a.
Við kosningu forseta bæjarstjórnar hlaut bæjarfulltrúi Halla Björk Reynisdóttir 10 atkvæði og 1 seðill var auður.

Lýsti forseti Höllu Björk Reynisdóttur réttkjörinn forseta bæjarstjórnar til eins árs.



b.
Við kosningu 1. varaforseta hlaut bæjarfulltrúi Heimir Örn Árnason 10 atkvæði og 1 seðill var auður.

Lýsti forseti Heimi Örn Árnason réttkjörinn 1. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs.

Við kosningu 2. varaforseta hlaut bæjarfulltrúi Sunna Hlín Jóhannesdóttur 10 atkvæði og 1 seðill var auður.

Lýsti forseti Sunnu Hlín Jóhannesdóttur réttkjörinn 2. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs.




c.
Kosning tveggja skrifara og tveggja til vara.

Fram kom tillaga með nöfnum þessara aðalmanna:

Hlynur Jóhannsson

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir

Og varamanna:

Lára Halldóra Eiríksdóttir

Gunnar Már Gunnarsson

Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.

2.Kosning bæjarráðs til eins árs

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

Kosning bæjarráðs til eins árs.
Fram kom listi með nöfnum þessara aðalmanna:

Heimir Örn Árnason, formaður

Hulda Elma Eysteinsdóttir, varaformaður

Hlynur Jóhannsson

Sunna Hlín Jóhannesdóttir

Hilda Jana Gísladóttir

Brynjólfur Ingvarsson, áheyrnarfulltrúi

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, áheyrnarfulltrúi



og varamanna:

Halla Björk Reynisdóttir

Lára Halldóra Eiríksdóttir

Inga Dís Sigurðardóttir

Gunnar Már Gunnarsson

Sindri Kristjánsson

Jón Hjaltason, varaáheyrnarfulltrúi

Ásrún Ýr Gestsdóttir, varaáheyrnarfulltrúi



Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.

3.Brynja, Hússjóður Öryrkjabandalagsins - stofnframlög, uppbygging á Akureyri 2022-2026

Málsnúmer 2022030528Vakta málsnúmer

Lögð fram til samþykktar umsókn um stofnframlög vegna 10 íbúða á vegum Brynju leigufélags. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 11. maí sl. og samþykkti bæjarráð umsókn til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem felur í sér 12% stofnframlag Akureyrarbæjar.

Hulda Elma Eysteindóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir umsóknina með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Viðjulundur 1 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022120336Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 24. maí 2023:

Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi fyrir Viðjulund 1 lauk þann 19. apríl sl.

Þrettán ábendingar bárust við tillöguna auk umsagna frá Norðurorku og Rauða krossinum.

Er nú lögð fram breytt tillaga þar sem gert er ráð fyrir tveimur byggingum eins og í fyrri tillögu en í stað tveggja sex hæða húsa er nú gert ráð fyrir að önnur byggingin verði fimm hæðir og hin sjö hæðir.

Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að auglýsa framlagða tillögu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim fyrirvara að kvöð verði sett um hávaxinn gróður innan lóðar, blágrænar ofanvatnslausnir og að vindgreining verði framkvæmd á auglýsingatíma.

Þá leggur skipulagsráð til að haldinn verði kynningarfundur fyrir íbúa á auglýsingatíma tillögunnar.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá við afgreiðslu málins. Hilda Jana og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óska bókað eftirfarandi:

Við höfum efasemdir um að sjö hæða hús sé heppilegt á þessum reit.

Jón Hjaltason óflokksbundinn greiðir atkvæði gegn tillögunni og óskar bókað eftirfarandi:

Augljóst er að áform um byggingu tveggja fjölbýlishúsa, fimm og sjö hæða, á lóð Viðjulundar 1 ganga í berhögg við byggingarlistastefnu bæjarins. Þar segir meðal annars um nýbyggingar: „Byggingin sé í góðu samræmi við nánasta manngert og náttúrulegt umhverfi [...] og falli vel inn í umhverfi og götumynd.“ Með öðrum orðum, það kann aldrei góðri lukku að stýra að byggja mjög mishátt í þéttri byggð. Vindafar breytist og lífsgæði skerðast. Þá má velta fyrir sér hvort fjölbýlishúsin sem hér um ræðir séu ekki enn eitt dæmið um þá öfgafullu mynd sem þétting byggðar er að taka á sig í okkar fallega bæ.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.

Til máls tóku Hilda Jana Gísladóttir, Andri Teitsson, Gunnar Már Gunnarsson, Halla Björk Reynisdóttir, Heimir Örn Árnason og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum að auglýsa framlagða tillögu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim fyrirvara að kvöð verði sett um hávaxinn gróður innan lóðar, blágrænar ofanvatnslausnir og að vindgreining verði framkvæmd á auglýsingatíma.

Þá tekur bæjarstjórn undir með skipulagsráði varðandi kynningarfund á auglýsingatíma og felur skipulagsfulltrúa að undirbúa hann.

Gunnar Már Gunnarsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Brynjólfur Ingvarsson óflokksbundinn sátu hjá.

5.Glerárgata 7 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018090257Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 24. maí 2023:

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi Glerárgötu 7 lauk þann 14. maí sl. Þrjár athugasemdir bárust auk umsagna frá Vegagerðinni og Norðurorku.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar vegna áforma á lóð Glerárgötu 7. Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna drög að svörum við efni athugasemda og leggja fyrir fund bæjarstjórnar.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.

Til máls tóku Hilda Jana Gísladóttir og Heimir Örn Árnason.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar vegna áforma á lóð Glerárgötu 7. Þá samþykkir bæjarstjórn einnig framlögð drög skipulagsfulltrúa að svörum við efni athugasemda. Brynjólfur Ingvarsson óflokksbundinn var ekki viðstaddur atkvæðagreiðsluna.

6.Oddeyrargata - Brekkugata - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2023050977Vakta málsnúmer

Liður 15 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 24. maí 2023:

Erindi dagsett 19. maí 2023 þar sem Jónas Valdimarsson f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir endurgerð gatnamóta Oddeyrargötu og Brekkugötu.

Meðfylgjandi eru greinargerð og afstöðumynd.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að auglýst verði breyting á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til samræmis við fyrirliggjandi gögn.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.

Til máls tóku Hilda Jana Gísladóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir og Andri Teitsson.
Þar sem fyrirhuguð framkvæmd felur í sér að gera þarf breytingu á deiliskipulagi miðbæjar áður en framkvæmdaleyfi er gefið út samþykkir bæjarstjórn samhljóða með 11 atkvæðum að auglýsa breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til samræmis við fyrirliggjandi gögn.

7.Reglur um lokun gatna - endurskoðun 2022

Málsnúmer 2022010439Vakta málsnúmer

Liður 17 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 24. maí 2023:

Umsagnarfrestur um tillögu að breytingu á 2. gr. samþykktar Akureyrarbæjar um verklagsreglur vegna tímabundinna lokana gatna fyrir umferð vélknúinna ökutækja rann út þann 18. maí sl. Fjölmargar athugasemdir og umsagnir bárust á kynningartíma, bæði frá rekstraraðilum við Hafnarstræti og almenningi.

Tillagan gerir ráð fyrir að sá hluti Hafnarstrætis sem kallast göngugata verði lokaður vélknúnum ökutækjum í júní, júlí og ágúst.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista leggur fram eftirfarandi tillögu:

Göngugatan verði lokuð fyrir umferð vélknúinna ökutækja yfir sumarmánuðina júní, júlí og ágúst en aðgengi verði á þeim tíma tryggt fyrir P-merkta bíla, ökutæki viðbragðsaðila og aðföng rekstraraðila.

Halla Björk Reynisdóttir L-lista, Þórhallur Jónsson D-lista, Þorvaldur Helgi Sigurpálsson M-lista og Jón Hjaltason óflokksbundinn greiddu atkvæði gegn tillögunni og var hún felld.

Formaður skipulagsráðs leggur fram eftirfarandi tillögu:

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hlustað verði á núverandi rekstraraðila í miðbænum sem telja sig þurfa að flytja sig um set ef af meiri lokun verður og þurfi lengri frest til þess en tæpa tvo mánuði. Skipulagsráð leggur því til við bæjarstjórn að halda sig við núverandi reglur um lokun, en telur að bæta megi við núgildandi lokun sambærilegri lokun á sunnudögum í júní og ágúst. Þá er heldur ekki hægt að horfa fram hjá því að heilsugæslustöðin kemur ekki til með að flytja fyrr en um næstu áramót og aðgengi að henni þarf að vera gott fyrir öll. Skipulagsráð leggur til að haustmánuðir 2023 verði nýttir til þess að undirbúa frekari tillögur að lokun og að gerð verði skoðanakönnun á meðal bæjarbúa. Hvað varðar tillögu um tíðari lokun í Gilinu þá telur skipulagsráð ekki þörf á að bæta við lokunardögum að sinni.

Loks leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að hún samþykki að orðalag í Samþykkt Akureyrarbæjar um verklagsreglur fyrir tímabundnar lokanir gatna fyrir umferð vélknúinna ökutækja verði samræmt við heiti verklagsreglna með þeim hætti að þar sem talað er um lokanir fyrir umferð sé átt við um lokanir fyrir umferð vélknúinna ökutækja.

Tillagan var samþykkt með atkvæðum Höllu Bjarkar Reynisdóttur L-lista, Þórhalls Jónssonar D-lista, Þorvalds Helga Sigurpálssonar M-lista og Jóns Hjaltasonar óflokksbundins.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá við atkvæðagreiðslu og óskar bókað eftirfarandi:

Ég harma að fulltrúar Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins, L-lista og óháðra hafi fellt tillögu mína um að göngugötunni verði lokað fyrir vélknúnum ökutækjum yfir sumarmánuðina júní, júlí og ágúst, á sama tíma og aðgengi verði á þeim tíma tryggt fyrir P-merkta bíla, ökutæki viðbragðsaðila og aðföng rekstraraðila. Göngugatan í hjarta bæjarins á að iða af mannlífi, ekki síst að sumri til, þar sem notalegt er að dvelja um lengri og skemmri tíma. Það gefur augaleið að slíkt er betra án bílaumferðar auk þess sem það eykur fjölbreytni í aðgengi bæjarbúa og gesta að verslun og þjónustu.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti og lagði fram svofellda tillögu fyrir hönd meirihlutans:

Lagt er til að Samþykkt Akureyrarbæjar um verklagsreglur fyrir tímabundnar lokanir gatna fyrir umferð vélknúinna ökutækja verði breytt þannig að í 2.gr. verði bætt við lokun á sunnudögum í júní og ágúst kl. 11 - 19 sumarið 2023. Jafnframt er lagt til að sá hluti Hafnarstrætis sem í daglegu tali er kallað göngugata verði lokað alla daga, allan sólarhringinn í júní, júlí og ágúst árið 2024. Aðgengi skal tryggt fyrir P-merkta bíla, ökutæki viðbragðsaðila og aðföng rekstraraðila líkt og áður.

Til máls tók Hilda Jana Gísladóttir.

Tillaga Höllu Bjarkar Reynisdóttur er borin upp og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.

8.Skjalastefna Akureyrarbæjar og verklagsreglur - endurskoðun 2023

Málsnúmer 2022101138Vakta málsnúmer

Liður 9 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 17. maí 2023:

Lögð fram endurskoðuð skjalastefna Akureyrarbæjar ásamt uppfærðum verklagsreglum um meðferð skjala.

Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar og Elín Dögg Guðjónsdóttir skjalastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir endurskoðaða skjalastefnu Akureyrarbæjar og vísar henni til bæjarstjórnar til umræðu og afgreiðslu.

Lára Halldóra Eiríksdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða skjalastefnu Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum.

9.Starfslaun listamanna - breytingar á samþykkt

Málsnúmer 2022100552Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 25. maí 2023:

Lögð fram tillaga að breytingum á samþykktinni með hliðsjón af ákvörðun bæjarráðs um breytingar á fjárhæð starfslaunanna og tengingu við launavísitölu.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum framlagðar breytingar á samþykkt um starfslaun listamanna með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og vísar henni til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.

Heimir Örn Árnason kynnti.

Til máls tók Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á samþykkt um starfslaun listamanna með 9 atkvæðum.

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Hilda Jana Gísladóttir S-lista sátu hjá.

10.Aðgengi barna að íþróttastarfi

Málsnúmer 2023060121Vakta málsnúmer

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óskuðu eftir umræðu um jafnt aðgengi barna að íþróttastarfi.

Lagðar voru fram eftirfarandi fyrirspurnir:

1. Hver er staðan á hugmynd að tilraunaverkefni til að mæta börnum með sértækan vanda í íþróttastarfi?

2. Er einhver vinna í gangi undir formerkjum samfellds virknidags barna? Hvernig er hægt að stuðla að faglegu starfi með börnum til klukkan 16 í nánu samstarfi við íþróttafélögin og frístund?

3. Hefur fræðslu- og lýðheilsuráð tekið til umræðu frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu, snemmtækur stuðningur)? Þar eru lagðar til breytingar á íþróttalögum sem munu hafa töluverð áhrif á skyldur og eftirlit íþróttafélaganna samanber IV. kafla frumvarpsins.

Málshefjandi var Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Til máls tóku Heimir Örn Árnason, Hulda Elma Eysteinsdóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

11.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2023010626Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 19. og 25. maí og 1. júní 2023
Bæjarráð 17. og 25. maí og 1. júní 2023
Fræðslu- og lýðheilsuráð 15. maí 2023
Skipulagsráð 24. maí 2023
Umhverfis- og mannvirkjaráð 16. maí 2023
Velferðarráð 10 og 24. maí 2023

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 17:19.