Bæjarstjórn

3525. fundur 07. mars 2023 kl. 16:00 - 17:17 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Heimir Örn Árnason forseti bæjarstjórnar
 • Hlynur Jóhannsson
 • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
 • Jón Hjaltason
 • Gunnar Már Gunnarsson
 • Andri Teitsson
 • Halla Björk Reynisdóttir
 • Hilda Jana Gísladóttir
 • Hulda Elma Eysteinsdóttir
 • Lára Halldóra Eiríksdóttir
 • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
Starfsmenn
 • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
 • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Forseti leitar í upphafi fundar afbrigða frá útsendri dagskrá þannig að við bætast þrír dagskrárliðir, nr. 4 Samningur við Dalvíkurbyggð um barnaverndarþjónustu, nr. 5 Samningur við Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp vegna barnaverndarþjónustu og liður nr. 6 samþykkt um fullnaðarafgreiðslu samkvæmt 12. gr. barnaverndarlaga. Borið upp til atkvæða og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.

1.Hálönd - umsókn um breytingu á aðalskipulagi

Málsnúmer 2023010032Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 1. mars 2023:

Erindi dagsett 2. janúar 2023 þar sem Helgi Örn Eyþórsson f.h. SS Byggis ehf. sækir um breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem felst í stækkun frístundabyggðar til vesturs þannig að allt land umsækjanda verði frístundabyggð. Erindið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 10. janúar sl. og var afgreiðslu frestað þar til fyrir lægi umsögn Norðurorku um stækkun svæðisins til vesturs.

Jón Hjaltason óflokksbundinn og Sif Jóhannesar Ástudóttir V-lista báru upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Véku þau af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 til samræmis við erindið. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Jón Hjaltason óháður á því athygli að hann teldi sig vanhæfan til að fjalla um þennan lið. Var meint vanhæfi borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Jón Hjaltason vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið. Til máls tóku Andri Teitsson og Hilda Jana Gísladóttir.

Bæjarstjórn samþykkir með 10 greiddum atkvæðum að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 til samræmis við erindið. Að mati bæjarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.

2.Glerárgata 7 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018090257Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 1. mars 2023:

Kynningu á tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar vegna áforma um byggingu hótels á lóð nr. 7 við Glerárgötu lauk þann 5. febrúar sl. Ein ábending barst ásamt umsögnum frá Norðurorku og Vegagerðinni.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga.

3.KA svæði Dalsbraut - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022101088Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 1. mars 2023:

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi KA svæðis lauk þann 12. febrúar sl. Ein athugasemd barst ásamt umsögn frá Norðurorku.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi KA svæðis - Lundarskóla - Lundarsels skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er skipulagsfulltrúa falið að útbúa drög að svörum við athugasemd í samræmi við umræður á fundinum og skulu drögin lögð fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið.

Til máls tók Jón Hjaltason.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi KA svæðis - Lundarskóla - Lundarsels skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn framlögð drög að svari við athugasemd.

4.Barnaverndarþjónusta - samningur við Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 2023010023Vakta málsnúmer

Liður 12 í fundargerð bæjarstjórnar dagsettri 21. febrúar 2023:

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 16. febrúar 2023:

Liður 5 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 8. febrúar 2023:

Lagður fram til samþykktar samningur við Dalvíkurbyggð um barnaverndarþjónustu. Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir samning við Dalvíkurbyggð um barnaverndarþjónustu og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti samninginn.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa framlögðum samningi við Dalvíkurbyggð um barnaverndarþjónustu til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum samning við Dalvíkurbyggð um barnaverndarþjónustu og felur lögfræðingi velferðarsviðs að senda hann til mennta- og barnamálaráðuneytis til staðfestingar og birtingar í Stjórnartíðindum.

5.Barnaverndarþjónusta - samningur við Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp

Málsnúmer 2023010024Vakta málsnúmer

Liður 13 í fundargerð bæjarstjórnar dagsettri 21. febrúar 2023:

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 16. febrúar 2023:

Liður 6 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 8. febrúar 2023:

Lagður fram til samþykktar samningur um barnaverndarþjónustu við Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir samning um barnaverndarþjónustu við Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp. Samningnum er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa framlögðum samningi um barnaverndarþjónustu við Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti málið. Til máls tóku Jón Hjaltason og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum samning við Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp um barnaverndarþjónustu og felur lögfræðingi velferðarsviðs að senda hann til mennta- og barnamálaráðuneytis til staðfestingar og birtingar í Stjórnartíðindum.

6.Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu skv. 12. gr. barnaverndarlaga

Málsnúmer 2022120565Vakta málsnúmer

Liður 14 í fundargerð bæjarstjórnar dagsettri 21. febrúar 2023:

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 16. febrúar 2023:

Liður 7 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 8. febrúar 2023:

Lögð fram til samþykktar samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar samkvæmt 3. mgr. 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar og vísar málinu til bæjarráðs.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagða samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar og vísar málinu til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti samþykktina.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar og vísar málinu til seinni umræðu í bæjarstjórn.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar og felur lögfræðingi velferðarsviðs að senda hana til mennta- og barnamálaráðuneytis til staðfestingar og birtingar í Stjórnartíðindum.

7.Lýðheilsa eldri borgara 2023

Málsnúmer 2023030184Vakta málsnúmer

Umræða um lýðheilsu eldri borgara.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir kynnti málið. Til máls tóku Heimir Örn Árnason, Gunnar Már Gunnarsson, Hilda Jana Gísladóttir, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Andri Teitsson og Jón Hjaltason.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óska bókað mikilvægi þess að í vinnu við seinni aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara verði sérstaklega hugað að sértækum aðgerðum til að draga úr einmanaleika og félagslegri einangrun eldri borgara auk þess að hugað verði að sístækkandi hópi eldri borgara við endurskoðun á aðalskipulagi.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Einmanaleiki og félagsleg einangrun fólks á öllum aldri getur haft alvarlegar afleiðingar bæði líkamlegar og andlegar. Margar rannsóknir sýna að einmanaleiki og félagsleg einangrun er meiri hjá eldra fólki sem hefur lifað lengur en fjölskyldumeðlimir og vinir og býr eitt. Akureyrarbær ætti markvisst að horfa til úrræða sem geta rofið félagslega einangrun og dregið úr einmanaleika.


Meirihlutinn óskar bókað:

Mikilvægt er að þjónusta við eldra fólk sé góð og fjölbreytt og að virkni íbúa sé öflug í nærsamfélaginu. Það þarf að skoða nýjar og fjölbreyttar lausnir í þjónustu við eldra fólk til að styðja á sem bestan hátt við að efla heilsu og viðhalda líkamlegu, andlegu og félagslegu heilbrigði. Með verkefninu ,,virk efri ár“ er verið að vinna markvisst að því að auka lífsgæði eldri borgara og stuðla að heilbrigðari lífsstíl. Sporna þarf gegn félagslegri einangrun eldra fólks og efla samfélagslega þátttöku þeirra sem þess óska.

8.Samgöngusamningar

Málsnúmer 2023030186Vakta málsnúmer

Umræða um samgöngusamninga hjá Akureyrarbæ.

Hilda Jana Gísladóttir kynnti málið og lagði fram svofellda tillögu:

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur áhuga á því að taka fyrstu skrefin við innleiðingu samgöngusamninga við starfsmenn sveitarfélagsins á árinu 2024, með það að markmiði að stuðla að vistvænni lífsstíl, bæta líðan og hvetja til þess að starfsfólk ferðist til og frá vinnu með öðrum hætti en á einkabílnum. Samgöngusamningarnir verði hluti af aðgerðaáætlun umhverfis- og loftslagsstefnu sem nú þegar er í vinnslu. Mannauðs- og fjársýslusviði er falið að leggja fram tillögur að sviðsmyndum innleiðingu samgöngusamninga og kostnaði við þá. Bæjarstjórn taki að lokum afstöðu til þess hvaða sviðsmynd henti og gert verði ráð fyrir kostnaðinum við gerð fjárhagsáætlunar árið 2024.


Til máls tóku Gunnar Már Gunnarsson, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Jón Hjaltason og Andri Teitsson.
Tillaga Hildu Jönu Gísladóttur var borinn upp til atkvæða.

Tillagan var samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.

9.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2023010626Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 23. febrúar og 2. mars 2023
Bæjarráð 23. febrúar og 2. mars 2023
Fræðslu- og lýðheilsuráð 27. febrúar 2023
Skipulagsráð 1. mars 2023
Umhverfis- og mannvirkjaráð 21. febrúar 2023
Velferðarráð 22. febrúar 2023

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 17:17.