Öldrunarheimili Akureyrarbæjar - framtíðaruppbygging

Málsnúmer 2018070458

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3603. fundur - 19.07.2018

Rætt um framtíðaruppbyggingu Öldrunarheimila Akureyrarbæjar.
Málinu frestað þar til frekari gögn liggja fyrir.

Bæjarráð - 3604. fundur - 02.08.2018

Rætt um framtíðaruppbyggingu Öldrunarheimila Akureyrar (ÖA). Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 19. júlí 2018.

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusvið sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra ÖA að kynna hugmyndir um framtíðaruppbyggingu fyrir öldungaráði og velferðarráði. Afgreiðslu frestað.

Öldungaráð - 11. fundur - 07.08.2018

Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar (ÖA) Halldór S. Guðmundsson, Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður og Ingunn Eir Eyjólfsdóttir félagsráðgjafi kynntu og fjölluðu um framtíðaruppbyggingu við ÖA með hliðsjón af minnisblaði varðandi framtíðaruppbyggingu ÖA.Lagt var fram til kynningar svarbréf velferðarráðuneytisins dagsett 26. júlí 2018 varðandi kröfubréf til heilbrigðisráðherra vegna reksturs ÖA.
Öldungaráð þakkar þeim Halldóri, Friðnýju og Ingunni fyrir góða kynningu og styður að sótt verði um frekari uppbyggingu hjúkrunarrýma eins og fram kemur í minnisblaðinu og breytingu á þjónustu.

Öldungaráð leggur jafnframt á það mikla áherslu að umræða um öldrunarþjónustu verði heildstæð og allir þættir þjónustunnnar verði áfram til umræðu. Öldungaráð óskar jafnframt eftir því að haldinn verði kynningarfundur um málefnið á opnum fundi eldri borgara.

Velferðarráð - 1281. fundur - 08.08.2018

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S. Guðmundsson, kynnti minnisblað varðandi framtíðaruppbyggingu Öldrunarheimila Akureyrar í framhaldi af umræðu sem var í bæjarráði 2. ágúst sl. en málið var áður á dagskrá bæjarráðs 19. júlí 2018. Niðurstaða bæjarráðs var að fela framkvæmdastjóra ÖA að kynna hugmyndir um framtíðaruppbyggingu fyrir öldungaráði og velferðarráði.

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Ingunn Eyjólfsdóttir félagsráðgjafi ÖA sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð þakkar kynninguna, óskar eftir að fylgjast með framgangi mála og styður við að unnið verði að framgangi tillagnanna.

Bæjarstjórn - 3438. fundur - 21.08.2018

Rætt um framtíðaruppbyggingu Öldrunarheimila Akureyrar (ÖA) og tengsl hennar við aðra þjónustu við aldraða íbúa.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson tók til máls og kynnti umfjöllun og umræður um framtíðaruppbyggingu ÖA og þróun öldrunarþjónustu sem fram hafa farið að undanförnu m.a. á vettvangi bæjarráðs, öldungaráðs og velferðarráðs.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason, Sóley Björk Stefánsdóttir, Andri Teitsson, Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Hilda Jana Gísladóttir.

Bæjarráð - 3606. fundur - 23.08.2018

Tillögur að framtíðaruppbyggingu ÖA voru áður á dagskrá bæjarráðs 19. júlí og 2. ágúst 2018. Þá var afgreiðslu frestað þar til málið hefði verið kynnt í velferðarráði og öldungaráði.

Á fundi öldungaráðs 3. ágúst 2018 var bókað:

Öldungaráð þakkar þeim Halldóri, Friðnýju og Ingunni fyrir góða kynningu og styður að sótt verði um frekari uppbyggingu hjúkrunarrýma eins og fram kemur í minnisblaðinu og breytingu á þjónustu. Öldungaráð leggur jafnframt á það mikla áherslu að umræða um öldrunarþjónustu verði heildstæð og allir þættir þjónustunnnar verði áfram til umræðu. Öldungaráð óskar jafnframt eftir því að haldinn verði kynningarfundur um málefnið á opnum fundi eldri borgara.

Velferðarráð bókaði eftirfarandi á fundi sínum 8. ágúst 2018:

Velferðarráð þakkar kynninguna, óskar eftir að fylgjast með framgangi mála og styður við að unnið verði að framgangi tillagnanna.
Bæjarráð lýsir yfir vilja til að ráðist verði í nýbyggingu hjúkrunarheimilis fyrir allt að 60 einstaklinga og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs og framkvæmdastjóra ÖA að tilkynna velferðarráðuneytinu um vilja bæjaryfirvalda.

Jafnframt samþykkir bæjarráð að setja á fót rekstrarráð, eins og fram kom í tillögum KPMG, sem ætlað er að vera stjórnendum og velferðarráði til stuðnings í málum er varða rekstur og fjármál ÖA. Er formanni bæjarráðs falið að útbúa erindisbréf fyrir rekstrarráð og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð - 3607. fundur - 30.08.2018

Rætt um skipan rekstrarráðs Öldrunarheimila í samræmi við bókun á síðasta fundi bæjarráðs þann 23. ágúst sl. Rekstrarráðinu er ætlað að vera stjórnendum ÖA og velferðarráði til stuðnings í málum er varða rekstur og fjármál ÖA. Lagt fram erindisbréf fyrir rekstrarráðið.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að setja á fót þriggja manna rekstrarráð ÖA skipað bæjarfulltrúunum Guðmundi Baldvini Guðmundssyni og Evu Hrund Einarsdóttur og sviðsstjóra fjársýslusviðs Dan Jens Brynjarssyni.