Bæjarráð

3607. fundur 30. ágúst 2018 kl. 08:15 - 12:10 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Öldrunarheimili Akureyrar - framtíðaruppbygging - rekstrarráð

Málsnúmer 2018070458Vakta málsnúmer

Rætt um skipan rekstrarráðs Öldrunarheimila í samræmi við bókun á síðasta fundi bæjarráðs þann 23. ágúst sl. Rekstrarráðinu er ætlað að vera stjórnendum ÖA og velferðarráði til stuðnings í málum er varða rekstur og fjármál ÖA. Lagt fram erindisbréf fyrir rekstrarráðið.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að setja á fót þriggja manna rekstrarráð ÖA skipað bæjarfulltrúunum Guðmundi Baldvini Guðmundssyni og Evu Hrund Einarsdóttur og sviðsstjóra fjársýslusviðs Dan Jens Brynjarssyni.

2.Ósk um viðbótarfjárveitingu vegna næturvaktar

Málsnúmer 2018050290Vakta málsnúmer

Liður 7 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 8. ágúst 2018:

Lögð fram beiðni Jóns Hróa Finnssonar, sviðsstjóra búsetusviðs, um viðbótarfjárveitingu og ráðningarheimildir vegna næturvaktar í áfangaheimili fyrir geðfatlaða í Hamratúni 2 að fjárhæð kr. 17.000.000. Fjárþörfin er til skoðunar, jafnframt hvar megi spara til að mæta henni.

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs og Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri stoðþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til bæjarráðs.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðbótarfjárveitingu að upphæð krónur 17.000.000.

3.Fjölskylduheimili

Málsnúmer 2018040009Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 22. ágúst 2018:

Lögð fram minnisblöð Vilborgar Þórarinsdóttur forstöðumanns barnaverndar dagsett 30. mars 2018 og minnisblað Vilborgar og Guðrúnar Sigurðardóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs dagsett 21. ágúst 2018 um fjölskylduheimili ásamt drögum að fjárhagsáætlun. Ennfremur skýrsla Reykjavíkurborgar um vistheimili borgarinnar og upplýsingar um kostnað.

Málið var áður á dagskrá velferðarráðs 4. apríl og bæjarráðs 26. apríl 2018.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar, Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu og Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

Vilborg, Anna Marit og Guðrún kynntu tillögur um fjölskylduheimili. Fram kom að fjölskylduheimili myndi minnka þörf fyrir vistun barna utan heimilis. Í fjölskylduheimili yrði unnið með viðkvæmar fjölskyldur þar sem foreldrar þurfa verulegan stuðning í foreldrahlutverkinu. Fram kom að um lögbundið úrræði er að ræða, þörfin mikil og forvarnargildið ótvírætt.

Velferðarráð þakkar kynninguna og vísar málinu til bæjarráðs. Velferðarráð leggur til að málið fái framgang í fjárhagsáætlun næsta árs.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu mættu á fund bæjarráðs og kynntu þá undirbúningsvinnu sem fram hefur farið og svöruðu spurningum bæjarráðsfulltrúa.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu einnig fund bæjarráðs undir þessum lið.

4.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018 - viðauki

Málsnúmer 2017040095Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 10. Viðaukinn er í fjórum liðum:

a) Vegna endurnýjunar þjónustusamnings við Minjasafnið á Akureyri, samtals kr. 8.929.000 sem skiptist í i) kr. 7.500.000 vegna eingreiðslu og ii)kr. 1.491.000 vegna hækkunar á samningsbundnu framlagi. Framlag til Minjasafnsins var hækkað um kr. 371.000 í viðauka 9 (samþ. í bæjarráði 23. ágúst) og er samtals hækkun í þessum tveimur viðaukum kr. 9.300.000.

b) Vegna fjárstuðnings við Iðnaðarsafnið kr. 2.000.000.

c) Vegna aukinna framlaga til Eyþings sem koma til vegna uppgjörs lífeyrisskuldbindinga kr. 4.435.000.

d) Vegna viðbótarfjárveitingar til næturvaktar á áfangaheimili fyrir geðfatlaða kr. 17.000.000.

Útgjaldaaukning aðalsjóðs vegna viðaukans er kr. 32.364.000 og er mætt með lækkun á handbæru fé.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

5.Launastefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2018020573Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð kjarasamninganefndar dagsettri 2. mars 2018:

Lögð fram tillaga að mótun heildstæðrar launastefnu Akureyrarbæjar sem hluta af aðgerðum vegna fyrirhugaðrar jafnlaunavottunar hjá sveitarfélaginu.

Kjarasamninganefnd samþykkir að fela sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að hefja vinnu við mótun launastefnu Akureyrarbæjar.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að hefja vinnu við mótun heildstæðrar launastefnu.

6.Skólaleikur 2018

Málsnúmer 2018060363Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð kjarasamninganefndar dagsettri 20. ágúst 2018:

Erindi dagsett 3. júní 2018 frá sviðsstjóra fræðslusviðs vegna Skólaleiks, samstarfsverkefnis leik- og grunnskóla um fyrirkomulag leikskólastarfs hjá elsta árgangi leikskólans frá því að sumarleyfi lýkur og fram að skólabyrjun grunnskólans.

Óskað er eftir heimild til að greiða, vegna ofangreinds verkefnis, skólastjórum grunnskóla í samræmi við ákvæði greinar 2.2.1 í kjarasamningi SNS og Skólastjórafélags Íslands og samkomulag sem gert var í samstarfsnefnd viðsemjenda 23. maí 2007, frá og með hausti 2018.

Kjarasamninganefnd samþykkir erindið og vísar því til staðfestingar í bæjarráði enda rúmist kostnaður innan ramma fjárhagsáætlunar.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir ákvörðun kjarasamninganefndar.

7.Öldrunarheimili Akureyrar - breyting á starfi

Málsnúmer 2018070564Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð kjarasamninganefndar dagsettri 20. ágúst 2018:

Umfjöllun um erindi dags. 9. ágúst 2018 frá framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrar þar sem lagt er til að breytingar verði gerðar á starfi rekstrarstjóra ÖA og því breytt í starf forstöðumanns skrifstofu ÖA.

Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð að samþykkt verði að gera umbeðnar breytingar á starfi rekstrarstjóra í samræmi við nýja starfslýsingu og því verði breytt í starf forstöðumanns skrifstofu ÖA frá 1. september 2018.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamninganefndar.

8.Mánaðarskýrsla bæjarráðs um starfsmanna- og launamál 2018

Málsnúmer 2018020337Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla um stöðugildi, yfirvinnu og fleira í júlí 2018.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

9.Eyþing - samráðsfundur

Málsnúmer 2018080709Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. ágúst 2018 frá Eyþingi, sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær tilnefni 5 fulltrúa á samráðsfund sem áformað er að halda á Hótel KEA, Akureyri föstudaginn 7. september nk. kl. 10:00-12:00. Efni fundarins er annars vegar almenningssamgöngur og hins vegar hugmyndir um samrekstur Eyþings og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.
Bæjarráð tilnefnir bæjarfulltrúana Gunnar Gíslason, Höllu Björk Reynisdóttur, Hildu Jönu Gísladóttur, Hlyn Jóhannsson og Sóleyju Björk Stefánsdóttur sem fulltrúa Akureyrarbæjar á fundinum.

10.Vinabæjamót - kontaktmannamót 2018 í Randers

Málsnúmer 2018050261Vakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs og forseti bæjarstjórnar greindu frá kontaktmannafundi norrænna vinabæja Akureyrarbæjar sem haldinn var í Randers dagana 16.-17. ágúst sl.

11.Viðtalstímar bæjarfulltrúa veturinn 2018-2019

Málsnúmer 2018080861Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að skipulagi viðtalstíma bæjarfulltrúa veturinn 2018-2019.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Jafnframt var ákveðið að boða sérstaklega til viðtalstíma í Hrísey og Grímsey í samstarfi við hverfisráð.

Fundi slitið - kl. 12:10.