Öldungaráð

11. fundur 07. ágúst 2018 kl. 10:00 - 11:30 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Halldór Gunnarsson
  • Sigríður Stefánsdóttir
  • Valgerður Jónsdóttir
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Öldrunarheimili Akureyrar - framtíðaruppbygging

Málsnúmer 2018070458Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar (ÖA) Halldór S. Guðmundsson, Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður og Ingunn Eir Eyjólfsdóttir félagsráðgjafi kynntu og fjölluðu um framtíðaruppbyggingu við ÖA með hliðsjón af minnisblaði varðandi framtíðaruppbyggingu ÖA.



Lagt var fram til kynningar svarbréf velferðarráðuneytisins dagsett 26. júlí 2018 varðandi kröfubréf til heilbrigðisráðherra vegna reksturs ÖA.
Öldungaráð þakkar þeim Halldóri, Friðnýju og Ingunni fyrir góða kynningu og styður að sótt verði um frekari uppbyggingu hjúkrunarrýma eins og fram kemur í minnisblaðinu og breytingu á þjónustu.

Öldungaráð leggur jafnframt á það mikla áherslu að umræða um öldrunarþjónustu verði heildstæð og allir þættir þjónustunnnar verði áfram til umræðu. Öldungaráð óskar jafnframt eftir því að haldinn verði kynningarfundur um málefnið á opnum fundi eldri borgara.

Fundi slitið - kl. 11:30.