Bæjarráð

3602. fundur 05. júlí 2018 kl. 08:15 - 12:10 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Unnar Jónsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista mætti í forföllum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar.
Unnar Jónsson S-lista mætti í forföllum Hildu Jönu Gísladóttur.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2018-2022 - barnaverndarnefnd Eyjafjarðar

Málsnúmer 2018060500Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga V-lista um breytingu á skipan varafulltrúa í barnaverndarnefnd Eyjafjarðar:

Alfa Dröfn Jóhannsdóttir tekur sæti varafulltrúa í barnaverndarnefnd í stað Arnfríðar Kjartansdóttur.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 26. júní 2018.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

2.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2018-2022 - stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar

Málsnúmer 2018060500Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um breytingu á skipan aðal- og varamanns í stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar:

Dagbjört Pálsdóttir tekur sæti aðalmanns í stað Unnars Jónssonar.

Unnar Jónsson tekur sæti varamanns í stað Hildu Jönu Gísladóttur.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 26. júní 2018.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.
Sóley Björk Stefánsdóttir mætti til fundar kl. 08:18.

3.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar - áheyrnarfulltrúar

Málsnúmer 2018070009Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að Ingu Þöll Þórgnýsdóttur bæjarlögmanni verði falið að útbúa minnisblað um túlkun á ákvæðum í bæjarmálasamþykkt og sveitarstjórnarlögum um rétt framboða til skipunar áheyrnarfulltrúa í nefndum og ráðum og rétt áheyrnarfulltrúa til bókana á fundum nefnda og ráða.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir tillöguna með þremur atkvæðum gegn atkvæðum Evu Hrundar Einarsdóttur D-lista og Gunnars Gíslasonar D-lista.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista óska bókað:

Við teljum enga ástæðu til að fara í þessa vinnu þar sem samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar kveður nú þegar skýrt á um þetta atriði. Það liggur einnig fyrir að farið hefur verið fram á álit sveitarstjórnarráðuneytisins vegna kosninga í borgarráð Reykjavíkurborgar.

Halla Björk Reynisdóttir L-lista, Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista og Unnar Jónsson S-lista óska bókað:

Við teljum mikilvægt að Akureyrarbær skoði mismunandi túlkun á ákvæðum samþykkta, líkt og önnur sveitarfélög. Ennfremur teljum við æskilegt að samþykkt bæjarins feli í sér hvata til þess að taka sæti í ráðum og í því sambandi verði skoðað hvort ástæða sé til að taka undir eftirfarandi túlkun Reykjavíkurborgar um rétt á áheyrnarfulltrúa;

Þá teljist flokkur hafa „náð kjöri“ í borgar- eða bæjarráð styðji hann lista sem nær inn manni og á hann því ekki rétt á áheyrnarfulltrúa.

4.Kostnaður við færslu lagna vegna skipulags og framkvæmda

Málsnúmer 2017040154Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 27. júní 2018:

Lögð fram til kynningar tillaga að verklagsreglum um lagnir í landi Akureyrarkaupstaðar.

Tómas Björn Hauksson, forstöðumaður nýframkvæmda á umhverfis- og mannvirkjasviði, mætti á fundinn og kynnti málið.

Skipulagsráð þakkar Tómasi fyrir kynninguna, gerir ekki athugasemdir við verklagsreglurnar og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið og kynnti málið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu verklagsreglnanna.

5.G.V. Gröfur ehf - ágreiningur um verðbætur v. verksamnings

Málsnúmer 2016090050Vakta málsnúmer

Kynntur dómur héraðsdóms Norðurlands eystra í máli G.V. Grafa ehf gegn Akureyrarbæ sem kveðinn var upp 25. júní sl.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að áfrýja málinu til Landsréttar.

6.Rekstrarsamningar íþróttamannvirkja og aðildarfélaga ÍBA - viðauki við rekstrarsamning KA 2018

Málsnúmer 2015110251Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð frístundaráðs dagsettri 27. júní 2018:

Lögð fram tillaga að viðauka við rekstrarsamning KA fyrir árið 2018.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð samþykkir framlagðan viðauka við rekstarsamning KA að upphæð kr. 8.300.000 og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði með ósk um tilfærslu fjármagns á milli kostnaðarstöðva þar sem kostnaður rúmast innan málaflokks 106.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 26. júní 2018.

Bæjarráð samþykkir viðauka við rekstrarsamning KA fyrir árið 2018 með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Ennfremur samþykkir bæjarráð viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2018 með tilfærslu 8,3 milljóna króna milli kostnaðarstöðva innan málaflokks 106.

7.Hafnarstræti 102 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum og breyttri notkun - beiðni um endurupptöku

Málsnúmer 2018050225Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. júní 2018 frá Ingólfi F. Guðmundssyni f.h. LF2 ehf, eiganda húseignarinnar að Hafnarstræti 102, þar sem óskað er endurupptöku á afgreiðslu skipulagssviðs á beiðni eiganda um breytingu á notkun 4. hæðar hússins úr skrifstofuhúsnæði í hótel- og gistiaðstöðu.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð fellst á endurupptöku málsins og vísar því til skipulagsráðs.

8.Gjaldskrá fyrir ljósritun og prentun í þjónustuveri - 2018

Málsnúmer 2018070023Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir ljósritun og prentun í þjónustuveri í Ráðhúsi.

Halla Margét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.

9.Stjórnsýslusvið - starfsáætlun 2019

Málsnúmer 2018060362Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu verkefna í starfsáætlun stjórnsýslusviðs 2018.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

10.Mánaðarskýrsla bæjarráðs um starfsmanna- og launamál 2018

Málsnúmer 2018020337Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla um stöðugildi, yfirvinnu og fleira fyrir mánuðina maí og júní 2018.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

11.Geirþrúðarhagi 4 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2018010262Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 27. júní 2018:

Á fundi skipulagsráðs þann 30. maí sl. var samþykkt að heimila gerð deiliskipulagsbreytingar sem varðar breytt nýtingarhlutfall á lóðinni Geirþrúðarhagi 4 auk þess sem stærðardreifing íbúða í samræmi við umsókn var samþykkt. Í breytingunni sem nú er lögð fram er gert ráð fyrir að nýtingarhlutfall lóðarinnar hækki úr 0.43 í 0.56.

Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg og mælir með að bæjarstjórn samþykki hana með vísun í 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga þar sem ekki er talin þörf á grenndarkynningu.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 26. júní 2018.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs.

12.Kjarnalundur - breyting á deiliskipulagi vegna viðbyggingar

Málsnúmer 2017120065Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 27. júní 2018:

Á fundi skipulagsráðs þann 13. desember 2017 var samþykkt að heimila gerð deiliskipulagsbreytingar sem varðar viðbyggingu fyrir Hótel Kjarnalund. Í breytingunni sem nú er lögð fram er afmarkaður byggingarreitur við norðvesturhorn núverandi byggingar þar sem heimilt verður að byggja 180 fm viðbyggingu.

Í samræmi við fyrri bókun ráðsins er mælt með að bæjarstjórn samþykki breytinguna með vísun í 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga þar sem ekki er talin þörf á að grenndarkynna tillöguna.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 26. júní 2018.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs.

13.Móasíða 1 - nýting húsnæðis fyrir íbúðir

Málsnúmer 2018030116Vakta málsnúmer

10. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 27. júní 2018:

Lagt fram að nýju að lokinni grenndarkynningu erindi Rúnars Más Sigurvinssonar dagsett 26. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir heimild til að breyta húsi nr. 1 við Móasíðu, sem áður var leikskóli, í íbúðir. Að auki er gert ráð fyrir byggingu á allt að 750 fm húsi á tveimur hæðum með 13 íbúðum. Heildarfjöldi íbúða á lóðinni verða 20 og fjöldi bílastæða allt að 34. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0.38. Var erindið grenndarkynnt með bréfi dagsettu 11. maí 2018 með fresti til 7. júní til að gera athugasemdir. Tíu athugasemdabréf bárust undirrituð af 29 aðilum. Þá liggur einnig fyrir greinargerð umsækjanda, móttekin 18. júní 2018. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi skipulagsráðs 20. júní 2018. Auk ofangreindra gagna er nú lögð fram yfirlýsing eigenda íbúða við Móasíðu 1 dagsett 12. júní 2018 og tillaga sviðsstjóra skipulagssviðs að svörum við innkomnum athugasemdum.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að umsókn um framkvæmdir á lóðinni verði samþykkt sem og tillaga að svörum um innkomnar athugasemdir.

Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 26. júní 2018.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs og svör við innkomnum athugasemdum.

14.Þórunnarstræti, framhjáhlaup - deiliskipulagsbreyting verksmiðjusvæðisins á Gleráreyrum

Málsnúmer 2018040318Vakta málsnúmer

11. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 27. júní 2018:

Á fundi skipulagsráðs þann 2. maí sl. var samþykkt að heimila gerð deiliskipulagsbreytingar í samræmi við umferðaröryggisaðgerðir á þjóðvegi 1 með því að gera ráð fyrir framhjáhlaupi á Þórunnarstræti til hægri, til suðurs inn á Glerárgötu. Er nú lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi dagsett 22. júní 2018 þar sem gert er ráð fyrir framhjáhlaupi, skipulagssvæðið hefur verið aðlagað að deiliskipulagi Norður-Brekku og deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar auk breytinga á göngustígum, gangbrautum og umferðareyjum.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 26. júní 2018.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs.

15.Aðgangseyrir í sund fyrir börn og unglinga

Málsnúmer 2018070027Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Gunnars Gíslasonar D-lista og Evu Hrundar Einarsdóttur D-lista:

Við leggjum til að þegar haldin eru mót fyrir börn eða unglinga hér í bæ sem æskulýðs- eða íþróttafélög standa fyrir, fái allir þátttakendur frítt í sund. Það hefur það í för með sér að félögin verða ekki látin greiða aðgangseyri fyrir þátttakendur sem fara í sund, eins og verið hefur.
Tillagan var borin upp og felld með 3 atkvæðum gegn atkvæðum Evu Hrundar Einarsdóttur D-lista og Gunnars Gíslasonar D-lista.

Halla Björk Reynisdóttir L-lista, Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista og Unnar Jónsson S-lista óska bókað:

Meirihluti bæjarráðs telur nauðsynlegt að tillögunni fylgi kostnaðarmat, ekki er búið að greina tekjutap Sundlaugar Akureyrar né með hvaða hætti Sundlaug Akureyrar getur mætt því.

Nú þegar er hafin vinna á samfélagssviði við að skapa heildarsýn um aðkomu bæjarins að mótahaldi og íþróttatengdum viðburðum. Eðlilegast sé að ljúka þeirri vinnu áður en ákvörðun er tekin. Við teljum mikilvægt að samræma stuðning við félögin og búa þannig til gegnsætt og skýrt umhverfi sem allir geta unnið eftir í íþróttabænum Akureyri.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista og Hlynur Jóhannsson M-lista óska bókað:

Áheyrnarfulltrúi M-lista er meðflutningsmaður að þessari tillögu. Við teljum eðlilegt að verða við beiðni fulltrúa íþróttafélaga sem við ræddum við þar sem þessi kostnaður hefur mikil áhrif á tekjur íþrótta- og æskulýðsfélaganna en hefur óveruleg áhrif eða nokkur á rekstur Akureyrarbæjar.

16.Fornleifarannsóknir í Hrísey

Málsnúmer 2018070010Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. júní 2018 frá Orra Vésteinssyni prófessor við Háskóla Íslands þar sem kynnt er fyrirhuguð forrannsókn vegna rannsóknar á eyðibýlinu Hvatastöðum á austurströnd Hríseyjar. Um er að ræða samstarfsverkefni Minjasafnsins á Akureyri og Háskóla Íslands. Ætlunin er að taka sýni, hreinsa snið þar sem brýtur af sjávarbakkanum og grafa tvo 1x1 metra könnunarskurði sem fyllt verður í aftur. Rannsóknin mun ekki skilja eftir sig nein varanleg ummerki á vettvangi. Til svona verka þarf leyfi Minjastofnunar Íslands sem fer líka fram á leyfi landeigenda ef land er í einkaeigu. Þó svo sé ekki í þessu tilfelli finnst rannsakendum betra að láta fylgja með leyfisumsókn til Minjastofnunar að rannsóknin sé gerð með vitund og samþykki Akureyrarbæjar.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða forrannsókn og felur forstöðumanni upplýsinga- og þjónustudeildar að koma upplýsingum um áformin til hverfisráðs Hríseyjar og skrifstofu bæjarins í Hrísey.

17.Eyþing - fundargerðir

Málsnúmer 2010110064Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 305. fundar stjórnar Eyþings dagsett 2. maí 2018 og 306. fundar dagsett 27. júní 2018.

Fundargerðirnar má finna á netslóðinni: https://www.eything.is/is/fundargerdir-1

18.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2018

Málsnúmer 2018030432Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 861. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 29. júní 2018. Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx

Fundi slitið - kl. 12:10.