Bæjarstjórn

3434. fundur 08. maí 2018 kl. 16:00 - 20:01 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
 • Dagbjört Elín Pálsdóttir
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Ingibjörg Ólöf Isaksen
 • Sigríður Huld Jónsdóttir
 • Silja Dögg Baldursdóttir
 • Baldvin Valdemarsson
 • Eva Hrund Einarsdóttir
 • Gunnar Gíslason
 • Preben Jón Pétursson
 • Sóley Björk Stefánsdóttir
Starfsmenn
 • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka á dagskrá liðinn Bæjarstjórn - áætlun um fundi - nýr fundarstaður sem verði 1. liður á dagskrá og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

1.Bæjarstjórn - áætlun um fundi - nýr fundarstaður

Málsnúmer 2017050158Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að næsti fundur bæjarstjórnar, þann 22. maí nk., verði haldinn í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2014-2018

Málsnúmer 2014060234Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga B-lista um breytingu á skipan aðalfulltrúa og varafulltrúa í velferðarráði:

Guðlaug Kristinsdóttir tekur sæti aðalfulltrúa í stað Halldóru Kristínar Hauksdóttur. Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir tekur sæti varafulltrúa í stað Guðlaugar Kristinsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Sveitarstjórnarkosningar 26. maí 2018 - undirkjörstjórnir

Málsnúmer 2018020099Vakta málsnúmer

Lagður fram listi með nöfnum þrjátíu og sex aðalmanna og þrjátíu og sex varamanna í undirkjörstjórnir við sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí nk.
Bæjarstjórn samþykkir þær tilnefningar sem fram koma á listanum með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Sveitarstjórnarkosningar 26. maí 2018 - kjörskrá

Málsnúmer 2018020099Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun:

Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá og undirrita kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí nk. í samræmi við 7. gr laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998. Jafnframt er bæjarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir við kjörskrá, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi í samræmi við 10 gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2017

Málsnúmer 2017080144Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 3. maí 2018:

2. liður í fundargerð bæjarstjórnar dagsett 24. apríl 2018:

Bæjarstjórn vísar ársreikningnum til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2017 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2017 var borinn upp í heild sinni og samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum. Ársreikningurinn var síðan undirritaður.

6.Hálönd - umsókn um heimild til deiliskipulags

Málsnúmer 2017030536Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 2. maí 2018:

Erindi dagsett 24. mars 2017 þar sem Sigurður Sigurðsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um heimild til að deiliskipuleggja lóðir í landi Hálanda. Skipulagslýsing var auglýst þann 10. maí 2017. Innkomnum ábendingum var vísað í vinnslu deiliskipulagsins.

Tillaga að deiliskipulagi er dagsett 12. mars 2018 og unnin af Halldóri Jóhannssyni hjá Teikn, ráðgjöf og hönnun. Drög að deiliskipulagi voru kynnt og óskað eftir umsögnum í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 5. apríl 2018. Drög voru aðgengileg á heimasíðu Akureyrarbæjar og í þjónustuanddyri. Auglýsing birtist í Dagskránni þann 11. apríl 2018.

Sjö ábendingar og umsagnir bárust, auk einnar sem barst eftir að athugasemdafresti lauk.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 18. apríl 2018. - Lögð fram ný gögn þar sem skipulagi hótels er frestað.

Svör skipulagsráðs við athugasemdum við kynningartillögu eru í skjali "Athugasemdir og svör".

Skipulagsráð samþykkir að lóð fyrir hótel verði tekin út úr tillögunni þar sem hótellóð samræmist ekki Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem er í staðfestingu, og að skipulagssvæðið verði minnkað sem því nemur.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Edward Hákon Huijbens V-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 10 samhljóða atkvæðum.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.

7.Borgarsíða 1 - fyrirspurn um viðbyggingu

Málsnúmer 2017110033Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 2. maí 2018:

Erindi dagsett 2. nóvember 2017 þar sem John Júlíus Cariglia og Þóra Pétursdóttir leggja inn fyrirspurn um hvort byggingarleyfi fáist fyrir viðbyggingu við hús nr. 1 við Borgarsíðu.

Erindið var grenndarkynnt frá 20. mars til 17. apríl 2018. Engin athugasemd barst.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

8.Hagahverfi - umsókn um skipulagsbreytingar

Málsnúmer 2017090130Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 2. maí 2018:

Lögð var fram tillaga að deiliskipulagsbreytingum fyrir Naustahverfi 3. áfanga, Hagahverfi, í samræmi við tillögur skipulagshönnuðar. Tillagan er dagsett 18. janúar 2018 og unnin af Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga. Einnig var lagt fram sameiginlegt bréf frá fjölskyldusviði og búsetusviði Akureyrarbæjar um þörf á húsnæði fyrir skjólstæðinga sviðanna.

Skipulagstillagan var auglýst frá 14. febrúar með athugasemdafresti til 28. mars 2018. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu bæjarins.

11 athugasemdir bárust. Athugasemdir og umsagnir eru í fylgiskjali.

Skipulagsráð frestaði afgreiðslu þann 4. apríl 2018.

Svör skipulagsráðs við athugasemdum koma fram í skjalinu "Athugasemdir og svör".

Skipulagsráð tekur undir athugasemdir hvað varðar breytingar á lóðum 1, 3 og 5 við Nonnahaga og fellst á að falla frá þeim breytingum.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Ólína Freysteinsdóttir S-lista og Edward Hákon Huijbens V-lista óska bókað að þau taka undir að fella út tillögur að breytingum við Nonnahaga 5, þar sem uppbygging smáhýsa þar mun ekki mæta þörfum væntanlegra íbúa, vera langt frá þjónustu og í hverfi þar sem þau eru ekki velkomin. Við sem samfélag verðum að þjónusta alla okkar íbúa og í tillögu fjölskyldusviðs er ætlunin að hafa smáhýsi víða um bæinn sem þjónustar ógæfufólk. Á síðari stigum uppbyggingar í Hagahverfi og öðrum hverfum bæjarins má því búast við smáhýsum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

9.Hreinsun gatna - útboð á götusópun 2018 - viðauki

Málsnúmer 2018020517Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 26. apríl 2018:

4. liður í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsett 13. apríl 2018:

Lagt fram minnisblað dagsett 10. apríl 2018 vegna opnunar tilboða í hreinsun gatna. Einnig lagt fram minnisblað dagsett 12. apríl 2018 um hreinsun götukanta.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að samið verði við Hreinsitækni ehf. Einnig samþykkir ráðið að sækja um viðauka að upphæð 9 milljónir króna vegna hreinsunar götukanta í bænum.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

10.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018 - viðauki

Málsnúmer 2017040095Vakta málsnúmer

7. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 3. maí 2018:

Lagður fram viðauki 6.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 6 að upphæð 15,5 milljónir króna og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

11.Reglur um úthlutun leiguíbúða Akureyrarbæjar 2018

Málsnúmer 2013040041Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 2. maí 2018:

Reglur um úthlutun leiguíbúða lagðar fram að nýju en þær voru áður á dagskrá velferðarráðs þann 21. febrúar sl.

Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til bæjarstjórnar.

Guðrún Karítas Garðarsdóttir Æ-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég harma að reglur um dýrahald séu ekki rýmkaðar meira. Skv. lögum um fjöleignarhús þarf samþykki 2/3 hluta eigenda í fjölbýli til að halda megi hunda eða ketti. Sé sú samþykkt til staðar er óásættanlegt að Akureyrarbær skerði lífsgæði íbúa/leigjenda og mismuni fólki með þessum hætti. Gengið er út frá því að leigjendur, þar á meðal öryrkjar, geti ekki sinnt dýrum en í flestum tilfellum gera þeir það mjög vel. Þau dæmi sem það gengur ekki upp mega ekki vera ráðandi."
Bæjarstjórn ákveður með 11 samhljóða atkvæðum að fresta afgreiðslu málsins og óska eftir greinargerð frá velferðarráði um tillögur ráðsins að breytingum á reglum um gæludýrahald í leiguíbúðum Akureyrarbæjar.

12.Fjármálaáætlun 2019-2023

Málsnúmer 2018040149Vakta málsnúmer

Umræður um fjármálaáætlun fyrir árin 2019-2023.

13.Starfsáætlun og stefnuumræða nefnda 2018

Málsnúmer 2018020002Vakta málsnúmer

Starfsáætlun og stefnuumræða velferðarráðs.

Erla Björg Guðmundsdóttir formaður velferðarráðs gerði grein fyrir starfsáætlun ráðsins.

Almennar umræður.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 26. apríl og 2. maí 2018
Bæjarráð 26. apríl og 3. maí 2018
Frístundaráð 26. apríl og 3. maí 2018
Fræðsluráð 30. apríl 2018
Kjarasamninganefnd 3. maí 2018
Skipulagsráð 2. maí 2018
Stjórn Akureyrarstofu 3. maí 2018
Umhverfis- og mannvirkjaráð 27. apríl 2018
Velferðarráð 2. maí 2018

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 20:01.