Stjórn Akureyrarstofu

223. fundur 24. janúar 2017 kl. 16:15 - 18:10 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Unnar Jónsson formaður
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Eva Dögg Fjölnisdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri akureyrarstofu ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Menningarfélag Akureyrar - endurnýjun saminga MH, LA og SN

Málsnúmer 2016120092Vakta málsnúmer

Samningsdrögin tekin fyrir að nýju og farið yfir þær breytingar sem gera þarf á fjárhagsáætlun ársins 2017 vegna þeirra.
Stjórn Akureyrarstofu óskar eftir því við bæjarráð að viðauki verði gerður við fjárhagsáætlun ársins 2017 vegna samnings við Menningarfélagið sem samanstendur af eftrfarandi breytingum:


a) Mögulegt árangurstengt framlag til Leikfélags Akureyrar sbr. samning sem endurnýjaður er með þessum samningi við MAk. Verði rekstur MAk hallalaus starfsárið 2016-2017 bætast 5 m.kr. við framlag til LA. Breytingin verður á kostnaðarstöð nr. 105 5310 í aðalsjóði.


b) Vegna aukins kostnaðar við rekstur almenningssalerna í Hofi yfir sumartímann bætast 2 m.kr. við heildarframlög til MAk á árinu 2017. Breytingin verður á kostnaðarstöð nr. 105 6150 í aðalsjóði. Vegna aukins kostnaðar við rekstur almenningssalerna í tengslum við komur skemmtiferðaskipa, telur stjórn Akureyrarstofu eðlilegt að hluti þess kostnaðar verði greiddur af Hafnasamlagi Norðurlands.


Auk þessa þarf að leiðrétta áætlun ársins 2017 um 5 m.kr. vegna framlaga til Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Hún fékk á síðasta ári 45 m.kr. til rekstrar en áætlun kveður á um 40 m.kr. vegna villu í gerð hennar. Breytingin verður á kostnaðarstöð 105 5350 í aðalsjóði.

2.Starfslaun listamanna 2017 - Menningarsjóður

Málsnúmer 2017010084Vakta málsnúmer

Skipa þarf fagráð sem fara mun yfir umsóknir um starfslaun listamanna árið 2017 og gera tillögu til stjórnar Akureyrarstofu um afgreiðslu.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að leita til eftirtalinna aðila um að taka sæti í fagráðinu: Guðbjörg Ringsted myndlistarkona, Ingibjörg Sigurðardóttir bókmenntafræðingur og Jón Hlöðver Áskelsson tónskáld.

3.Listasumar og Akureyrarvaka 2017

Málsnúmer 2017010278Vakta málsnúmer

Rætt um fyrirkomulag Listasumars og Akureyrarvöku á árinu 2017. Akureyrarstofa kallaði til samráðs hugmyndahóp til að fara yfir möguleika í kjölfarið á umræðum og mat á hvernig hátíðarnar gengu á árinu 2016. Sá hópur hefur fundað þrisvar sinnum og velt upp ýmsum möguleikum. Framkvæmdastjóri fór yfir þær hugmyndir sem nú liggja fyrir. Umræðum fram haldið á næsta fundi.

4.Samfélagssvið - skipulag sviðsins

Málsnúmer 2017010284Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri samfélagssviðs mætti á fundinn undir þessum lið og lagði fram tillögu um skipulag sviðsins og ráðningu millistjórnanda.
Stjórn Akureyrarstofu gerir ekki athugasemd við þessa tillögu.
Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu vék af fundi undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 18:10.