Velferðarráð

1252. fundur 10. maí 2017 kl. 14:00 - 16:21 Fundarsalur á 4. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Róbert Freyr Jónsson varaformaður
  • Halldóra Kristín Hauksdóttir
  • Svava Þórhildur Hjaltalín
  • Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs
  • María Sigurbjörg Stefánsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri Búsetusviðs
Dagskrá
Erla Björg Guðmundsdóttir S-lista og varamaður boðuðu forföll.
Valur Sæmundsson V-lista boðaði forföll og varamaður mætti ekki.

1.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2017

Málsnúmer 2017010088Vakta málsnúmer

Lögð fram rekstraryfirlit búsetusviðs, fjölskyldusviðs og Öldrunarheimila Akureyrar fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2017 ásamt skýringum.

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldusviðs, Bryndís Dagbjartsdóttir skrifstofustjóri fjölskyldusviðs og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA sátu fundinn undir þessum lið.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018-2021

Málsnúmer 2017040095Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlunarferli 2017 (fyrir árið 2018) lagt fram til kynningar.

3.Sérstakur húsnæðisstuðningur 2017 - áfrýjanir

Málsnúmer 2017040176Vakta málsnúmer

Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi fjölskyldusviðs og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu kynntu málið.
Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra færð í trúnaðarbók velferðarráðs.

4.Fjárhagserindi 2017 - áfrýjanir

Málsnúmer 2017010078Vakta málsnúmer

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félgsþjónustu kynnti áfrýjanir í fjárhagsaðstoð.
Fjárhagsserindi og afgreiðsla þeirra færð í trúnaðarbók velferðarráðs.

5.Furuvellir 1 - húsaleigusamningur - viðauki 2017

Málsnúmer 2017040091Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir að nýju viðauki við húsaleigusamning vegna Furuvalla 1.

Jakobína E. Káradóttir forstöðukona PBI kynnti málið.

6.Tillaga til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-2021, 434. mál

Málsnúmer 2017040166Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs þann 4. maí sl. var lagt fram erindi frá velferðarnefnd Alþingis dagsett 28. apríl 2017 þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-2021, 434. mál 2017. Frestur til að skila umsögn er til 12. maí nk. Bæjarráð vísaði tillögunni til umfjöllunar í velferðarráði.

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð felur sviðsstjórum búsetusviðs og fjölskyldusviðs að vinna umsögn um tillöguna á grunni eldri umsagnar.

7.Ferliþjónusta - gjaldskrá 2017

Málsnúmer 2017040022Vakta málsnúmer

Á fundi umhverfis- og mannvirkjaráðs þann 7. apríl sl. var samþykkt að óska eftir umsögn velferðarráðs um tillögu að hækkun á kílómetragjaldi vegna ferða fyrir ÖA. Tillagan er byggð á minnisblaði með útreikningum á raunkostnaði við aksturinn.

Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu og Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA kynntu málið.

Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð óskar eftir frekari útskýringum á forsendum hækkana og háu kílómetragjaldi. Ráðið leggst ekki gegn því að raunkostnaði sé skipt á milli kostnaðarstöðva eftir hlutdeild í notkun en bendir á að gera þarf breytingu á fjárhagsáætlun beggja hlutaðeigandi kostnaðarstöðva, bæði á útgjalda- og tekjuhlið.

8.Niðurstöður úttektar á öldrunarþjónustu - tillögur til heilbrigðisráðherra

Málsnúmer 2017040172Vakta málsnúmer

Hjúkrunarforstjóri og staðgengill framkvæmdastjóra ÖA, Helga Erlingsdóttir, greindi frá og kynnti nokkur atriði í niðurstöðum úttektar á öldrunarþjónustu sem unnin var af hálfu verkefnastjórnar á vegum heilbrigðisráðuneytisins sem skipuð var í september 2015.

Verkefnið fólst í að gera úttekt á öldrunarþjónustu með það að markmiði að greina stöðu heilbrigðishluta þjónustunnar við aldraða, móta tillögur að stefnu og einnig tillögur að aðgerðaáætlun um nauðsynlegar breytingar. Var verkefnisstjórninni ætlað að horfa til þróunnar síðustu ára, spá fyrir um þróun næstu ára og setja fram tillögur að breytingum á þjónustunni eftir því sem við ætti.

Tekið er fram að niðurstöður nefndarinnar sem eru birtar sem fylgiskjal fela ekki í sér stefnu velferðarráðuneytisins eða heilbrigðisráðherra, heldur eru tillögur starfshópsins sem ekki hefur verið tekin endanleg afstaða til af hálfu ráðherra.

Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu og Lúðvík Freyr Jónsson rekstrarstjóri ÖA sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð þakkar kynninguna.

9.Öldrunarheimili Akureyrarbæjar - dagþjálfun

Málsnúmer 2015070050Vakta málsnúmer

Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu ÖA kynnti tillögu að breytingu á reglum um dagþjálfun. Með breytingunni er leitast við að einstaklingsmiða þjálfunina og að reglulega fari fram endurmat á þörf og nýtingu dagþjálfunarrýma.

Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA og Lúðrík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð þakkar kynninguna.

10.Breytt notkun á tveimur raðhúsaíbúðum

Málsnúmer 2016020246Vakta málsnúmer

Hjúkrunarforstjóri og staðgengill framkvæmdastjóra ÖA, Helga Erlingsdóttir, greindi frá afhendingu á tveimur raðhúsaíbúðum sem Oddfellow reglan á Akureyri hefur unnið að viðamikilum endurbótum á. Samstarfssamningur var gerður 10. júlí 2016 og gerði ráð fyrir breytingum og endurbótum íbúðanna, með það að markmiði að þær verði nýttar sem einskonar sjúkrahótel eða þjónustuíbúðir fyrir aðstandendur heimilsmanna ÖA og skjólstæðinga/sjúklinga Sjúkrahússins á Akureyri.

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri ásamt framkvæmdastjóra ÖA veittu íbúðunum viðtöku í 100 ára afmælishátíð Oddfellow reglunnar á Akureyri sem haldin var 29. apríl sl.

Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu ÖA og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð þakkar Oddfellow reglunni á Akureyri fyrir gjöfina og það mikla framlag sem í henni felst, til styrktar heilbrigðis- og líknarþjónustu við sjúka og aldna sem sækja þjónustu til Sjúkrahússins á Akureyri og Öldrunarheimila Akureyrar.

11.Sumarnámskeið 2017

Málsnúmer 2017030250Vakta málsnúmer

Kynntar tillögur starfshóps búsetusviðs, fjölskyldusviðs og samfélagssviðs að sumarþjónustu fyrir fötluð börn.

Hlynur Már Erlingsson forstöðumaður stoðþjónustu á búsetusviði og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldusviðs kynntu málið.
Velferðarráð þakkar kynninguna og hvetur til þess að veitt verði viðbótarfjármagn til verkefnisins.

12.Starfsemi búsetusviðs

Málsnúmer 2017010090Vakta málsnúmer

Farið yfir þróun og stöðu í helstu verkefnaflokkum búsetusviðs með stjórnendum á búsetusviði.
Fundarlið frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 16:21.