Bæjarráð

3523. fundur 29. september 2016 kl. 08:30 - 12:15 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista mætti í forföllum Prebens Jóns Péturssonar.

1.Stjórnsýslubreytingar 2016

Málsnúmer 2016090161Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur ráðgjafa Capacent til stjórnkerfisnefndar bæjarráðs Akureyrarbæjar að breytingum á stjórnskipulagi hjá Akureyrarbæ. Tillögurnar byggja á greiningu og mati ráðgjafa, umræðum á fundum stjórnkerfisnefndar ásamt samtölum og vinnustofum með starfsfólki. Markmið breytinganna sem af tillögunum leiða er að laga stjórnsýslu bæjarins að breyttum tímum og ná fram aukinni skilvirkni til hagsbóta fyrir bæjarbúa. Frá því núverandi stjórnskipulagi var komið á hafa orðið miklar breytingar á verkefnum og rekstri bæjarins sem mikilvægt er að bregðast við. Með stjórnsýsluumbótum verður stjórnsýslueiningum í skipuriti Akureyrarbæjar fækkað úr 14 í 10 með því að sameina deildir með skylda starfsemi í svið með það að markmiði að auka faglegan styrk, yfirsýn og stytta boðleiðir. Einnig verða gerðar breytingar á fastanefndum og þeim fækkað.

Hjá bænum verða sex þjónustusvið: Fjölskyldusvið, búsetusvið, fræðslusvið, umhverfis- og mannvirkjasvið, skipulagssvið og samfélagssvið og tvö stoðsvið: stjórnsýslusvið og fjármálasvið.

Helstu breytingar við núverandi stjórnskipulag eru að: Fjármálaþjónusta og hagþjónusta verða sameinaðar í fjársýslusvið og starfsmannaþjónusta og skrifstofa Ráðhúss verða sameinaðar í stjórnsýslusvið. Framkvæmdadeild og Fasteignir Akureyrarbæjar verða sameinaðar í umhverfis- og mannvirkjasvið og samfélags- og mannréttindadeild og Akureyrarstofa sameinuð í samfélagssvið. Verkefni skólateymis á fjölskyldudeild munu tilheyra fræðslusviði og verkefni húsnæðisskrifstofu munu tilheyra fjölskyldusviði. Skoðað verður annað rekstrarfyrirkomulag á Öldrunarheimilum Akureyrarbæjar.

Til samræmis við ofantalið verður nefndafyrirkomulag eftirfarandi: Umhverfisnefnd, framkvæmdaráð og stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar verða sameinuð í umhverfis- og mannvirkjaráði, samfélags- og mannréttindaráð og íþróttaráð verða sameinuð í frístundaráði og verkefni atvinnumálanefndar verða færð til stjórnar Akureyrarstofu.

Nýtt stjórnskipulag tekur gildi 1. janúar 2017.

Í tillögum Capacent er gert ráð fyrir stofnun aðgerðahóps sem starfi með bæjarstjóra að framkvæmd breytinganna.
Bæjarráð samþykkir tillögur Capacent að breytingum á stjórnkerfi Akureyrarbæjar og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn. Með þessum breytingum er stjórnsýsla Akureyrarbæjar aðlöguð að breyttum tímum. Frá því núverandi stjórnskipulagi var komið á hafa orðið miklar breytingar á verkefnum og rekstri bæjarins sem mikilvægt er að bregðast við. Það er markmið bæjarráðs að umbæturnar leiði til aukinnar skilvirkni, bættrar þjónustu og betri rekstrar sem er til hagsbóta fyrir bæjarbúa.

Bæjarráð skipar Matthías Rögnvaldsson og Sóleyju Björk Stefánsdóttur í aðgerðahóp sem mun starfa með bæjarstjóra að framkvæmd breytinganna.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2016 - viðauki

Málsnúmer 2015040196Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki nr. 2.

Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

3.Aðgerðahópur um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2015120146Vakta málsnúmer

Bæjarráð fól bæjarstjóra á fundi sínum 2. júní sl. að koma vinnu við úrbótaverkefni aðgerðahóps um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar til framkvæmda. Farið var yfir stöðu og framgang verkefnanna.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/fundargerdir/baejarrad/10262

4.Húsnæðismál - lög um almennar íbúðir

Málsnúmer 2016060056Vakta málsnúmer

Rætt um ný lög um almennar íbúðir.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Lögin má finna á netslóðinni http://www.althingi.is/altext/145/s/1437.html
Bæjarráð skipar Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóra, Guðríði Friðriksdóttur framkvæmdastjóra Fasteigna Akureyrar, Guðrúnu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar, Halldóru Kristínu Hauksdóttur fulltrúa í velferðarráði og Jón Hróa Finnsson framkvæmdastjóra búsetudeildar í verkefnahóp. Hlutverk verkefnahópsins, leiðarljós og tímarammi kemur fram í erindisbréfi. Bæjarráð felur Dan Jens Brynjarssyni að kalla hópinn saman.

5.Móttaka flóttamanna

Málsnúmer 2015090017Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá bakhópi um móttöku flóttamanna dagsett 23. september 2016. Í erindinu kemur meðal annars fram að í mars sl. samþykkti bæjarráð að fela fjármálastjóra að ganga frá samkomulagi vegna húsaleigu flóttamanna þannig að hún falli undir félagslegar íbúðir bæjarins sem er í samræmi við verklag annarra sveitarfélaga við móttöku flóttamanna. Kostnaður vegna þessa er áætlaður 2,5 milljónir króna á árinu 2016.

Bakhópur vegna móttöku flóttafólks óskar hér með eftir því að samkomulagið verði framlengt þannig að það gildi að minnsta kosti út árið 2017.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/fundargerdir/baejarrad/10189
Bæjarráð samþykkir að framlengja samkomulagið og vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2017.

6.Samráðsfundir Félags stjórnenda leikskóla 2016-2020

Málsnúmer 2016090005Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð skólanefndar dagsett 5. september 2016:

Lagt fram til kynningar erindi frá félagi stjórnenda leikskóla er varðar endurmenntun og samráð stjórnenda og rekstraraðila. Hrafnhildur G. Sigurðardóttir leikskólafulltrúi fór yfir málið.

Skólanefnd samþykkir að beina erindinu um endurupptöku námsstyrkjasjóðs sérmenntaðra starfsmanna til bæjarráðs vegna fjárhagsáætlunar 2017.

http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/fundargerdir/skolanefnd/10323
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

7.Upplýsingavettvangur um samgöngur á sjó milli lands og Grímseyjar

Málsnúmer 2016080125Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. ágúst 2016 frá innanríkisráðuneytinu þar sem fram kemur að innanríkisráðherra hafi ákveðið að koma á upplýsingavettvangi helstu aðila sem koma að samgöngum við Grímsey á sjó. Í erindinu er óskað eftir að Akureyrarkaupstaður tilnefni fulltrúa í hópinn.
Bæjarráð tilnefnir Víði Benediktsson formann Hafnarsamlags Norðurlands í hópinn.

8.Alþingiskosningar 2016

Málsnúmer 2016090001Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. ágúst 2016 frá innanríkisráðuneytinu. Í erindinu kemur fram að í aðdraganda forsetakosninganna 25. júní sl. hafi sýslumenn og sveitarfélög víða um land átt með sér samstarf um framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar sem fólst í því að sveitarfélögin önnuðust framkvæmd atkvæðagreiðslunnar í sveitarfélaginu í umboði og á ábyrgð viðkomandi sýslumanns. Ráðuneytið óskar eftir því að tilraunaverkefnið verði framlengt fram yfir næstu alþingiskosningar með sömu skilmálum og áður til að fá aukna reynslu af þessari framkvæmd.
Bæjarráð samþykkir að Akureyrarkaupstaður framlengi þátttöku sína í tilraunaverkefninu.

Fundi slitið - kl. 12:15.