Tvö erindi dagsett 13. apríl 2016 frá Haraldi Þór Egilssyni f.h. Minjasafnsins á Akureyri. Annars vegar erindi þar sem er óskað er eftir viðræðum við Akureyrarbæ um endurnýjun á þjónustusamningi við safnið. Hins vegar erindi þar sem óskað er eftir viðræðum um hækkun á framlögum til reksturs Nonnahúss, Sigurhæða og Davíðshúss, en Minjasafnið annast rekstur skáldahúsanna með sérstöku samkomulagi.
Stjórn Akureyrarstofu felur formanni stjórnar og framkvæmdastjóra Akureyrarstofu að taka upp viðræður við forstöðumann og stjórn Minjasafnsins á Akureyri.
Til umræðu þjónustusamningur við Minjasafnið á Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir viðauka að upphæð kr. 7.500.000 sem komi til viðbótar við framlög til safnsins á yfirstandandi ári, til að koma til móts við þróun framlaga til safnsins síðustu ár sem ekki hafa haldist í hendur við verðlagsbreytingar. Jafnframt í framhaldinu verði gengið frá nýjum samningi þar sem tekið verði tillit til verðlagsbreytinga.
1. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsett 3. maí 2018:
Til umræðu þjónustusamningur við Minjasafnið á Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir viðauka að upphæð kr. 7.500.000 sem komi til viðbótar við framlög til safnsins á yfirstandandi ári, til að koma til móts við þróun framlaga til safnsins síðustu ár sem ekki hafa haldist í hendur við verðlagsbreytingar. Jafnframt í framhaldinu verði gengið frá nýjum samningi þar sem tekið verði tillit til verðlagsbreytinga.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar erindinu til frekari umræðu í stjórn Akureyrarstofu.
Á fundi bæjarráðs þann 17. maí var erindi stjórnar Akureyrarstofu, þar sem óskað var eftir viðauka við framlög til safnsins á árinu 2018, vísað aftur til frekari umræðu hjá stjórninni.
Vegna misritunar í síðustu fundargerð hvað varðar umbeðinn viðauka þarf að taka málið fyrir að nýju.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn og vísar honum til bæjarráðs og óskar jafnframt eftir viðauka við fjárhagsáætlun annars vegar að upphæð 7.500.000 kr. vegna eingreiðslu og hins vegar 1.800.000 kr. vegna hækkunar á samningsbundnu framlagi, samtals 9.300.000 kr.
Liður 3 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 7. ágúst 2018:
Endurnýjun þjónustusamnings við Minjasafnið tekin fyrir að nýju.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn og vísar honum til bæjarráðs og óskar jafnframt eftir viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð 8.300.000 kr.
Liður 4 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 16. ágúst 2018:
Vegna misritunar í síðustu fundargerð hvað varðar umbeðinn viðauka þarf að taka málið fyrir að nýju.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn og vísar honum til bæjarráðs og óskar jafnframt eftir viðauka við fjárhagsáætlun annars vegar að upphæð 7.500.000 kr. vegna eingreiðslu og hins vegar 1.800.000 kr. vegna hækkunar á samningsbundnu framlagi, samtals 9.300.000 kr.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun ársins að upphæð kr. 9.300.000.
Samkvæmt 6. grein þjónustusamnings á milli Akureyrarbæjar og Minjasafnsins sér Akureyrarbær um að greiða laun starfsmanna safnsins og alla launavinnslu sem því fylgir. Þetta ákvæði þarf að taka til endurskoðunar.
Stjórn Akureyrarstofu felur starfsmönnum Akureyrarstofu að vinna að endurskoðun í samvinnu við safnstjóra og formann Minjasafnsins.
Þjónustusamningur við Minjasafnið rennur út um áramótin. Endurnýjaður samningur fyrir árin 2021 - 2023 lagður fram til samþykktar.
Málið var áður á dagskrá á fundi stjórnar Akureyrarstofu þann 19. nóvember sl. og var þá afgreiðslu frestað.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn og vísar honum til endanlegrar samþykktar í bæjarráði. Jafnframt óskar stjórn Akureyrarstofu eftir því að rammi málaflokks 105 í áætlun 2021 verði hækkaður sem nemur innri leigu vegna geymsluhúsnæðis Minjasafnsins að Naustum.
Liður 2 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 3. desember 2020:
Þjónustusamningur við Minjasafnið rennur út um áramótin. Endurnýjaður samningur fyrir árin 2021 - 2023 lagður fram til samþykktar.
Málið var áður á dagskrá á fundi stjórnar Akureyrarstofu þann 19. nóvember sl. og var þá afgreiðslu frestað.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn og vísar honum til endanlegrar samþykktar í bæjarráði. Jafnframt óskar stjórn Akureyrarstofu eftir því að rammi málaflokks 105 í áætlun 2021 verði hækkaður sem nemur innri leigu vegna geymsluhúsnæðis Minjasafnsins að Naustum.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að kanna málið frekar.