Stjórn Akureyrarstofu

257. fundur 16. ágúst 2018 kl. 14:00 - 16:10 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hilda Jana Gísladóttir formaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Finnur Sigurðsson
  • Karl Liljendal Hólmgeirsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri akureyrarstofu ritaði fundargerð
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri Samfélagssviðs
Dagskrá

1.Listasumar og Akureyrarvaka 2018

Málsnúmer 2018080114Vakta málsnúmer

Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála og Jenný Lára Arnórsdóttir verkefnastjóri Listasumars og Akureyrarvöku mættu á fundinn og kynntu dagskrá Akureyrarvöku og fóru yfir hvernig til hefur tekist með Listasumar.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar þeim Almari og Jenný Láru fyrir kynninguna og lýsir yfir mikilli ánægju með dagskrá Akureyrarvöku. Stjórn Akureyrarstofu hvetur Akureyringa til að taka virkan þátt í Akureyrarvöku.

2.Menningarfélag Akureyrar - rekstur 2017-2018

Málsnúmer 2018040019Vakta málsnúmer

Níu mánaða uppgjör MAk lagt fram til kynningar. Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðunni.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Þuríði fyrir kynninguna.

3.Lýsa - rokkhátíð samtalsins

Málsnúmer 2018080113Vakta málsnúmer

Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk kynnti hátíðina sem fer fram í Hofi þann 7.-8. september nk.
Stjórn Akureyrarstofu lýsir yfir ánægju með að Lýsa - rokkhátíð samtalsins fari fram á Akureyri og hvetur alla landsmenn til að taka þátt í þessum einstaka lýðræðisviðburði.

4.Minjasafnið á Akureyri - endurnýjun þjónustusamnings

Málsnúmer 2016040100Vakta málsnúmer

Vegna misritunar í síðustu fundargerð hvað varðar umbeðinn viðauka þarf að taka málið fyrir að nýju.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn og vísar honum til bæjarráðs og óskar jafnframt eftir viðauka við fjárhagsáætlun annars vegar að upphæð 7.500.000 kr. vegna eingreiðslu og hins vegar 1.800.000 kr. vegna hækkunar á samningsbundnu framlagi, samtals 9.300.000 kr.
Anna Hildur Guðmundsdóttir mætti á fundinn kl. 15:30

5.Minjasafnið á Akureyri - skipan fulltrúa í stjórn

Málsnúmer 2018080111Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu skal skipa 3 aðalmenn í stjórn Minjasafnsins á Akureyri og 3 varamenn.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa þau Sigfús Arnar Karlsson, Þorstein Krüger, og Ingu Elísabetu Vésteinsdóttur.

Varamenn: Hildur Friðriksdóttir, Sigríður Stefánsdóttir og Hilda Jana Gísladóttir.

6.Iðnaðarsafnið, beiðni um fjárstuðning

Málsnúmer 2018080050Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 12. júlí 2018 frá Þorsteini E. Arnórssyni, f.h. Iðnaðarsafnsins á Akureyri, þar sem óskað er eftir auknum stuðningi Akureyrarbæjar við rekstur safnsins.


Akureyrarbær hefur stutt við rekstur safnsins á undanförnum árum með því að útvega því húsnæði án endurgjalds. Sá stuðningur er nú metinn á um 5 milljónir króna árlega. Safnið sjálft hefur aflað tekna til að standa undir daglegum rekstri og almennu safnastarfi en sjálfboðavinna hefur skipað stóran þátt í að láta það ganga upp. Safnið hefur nú óskað eftir auknum stuðningi bæjarins m.a. með það að markmiði að auka samfellu í starfseminni og til að auðvelda því að uppfylla fagleg skilyrði sem Safnaráð setur viðurkenndum söfnum. Iðnaðarsafnið fékk stöðu viðurkennds safns árið 2014.
Stjórn Akureyrarstofu telur að Iðnaðarsafnið gegni afar mikilvægu hlutverki í safnaflóru bæjarins og hafi lyft grettistaki í varðveislu sögu sem annars væri að stórum hluta glötuð. Stjórnin leggur til við bæjarráð að safnið fái sérstakan fjárstuðning á yfirstandandi ári að upphæð 2 milljónir króna sem geri því kleift að viðhalda reglulegri starfsemi og óskar því eftir samsvarandi viðauka við fjárhagsáætlun. Jafnframt verði styrkurinn nýttur til að móta skýra framtíðarsýn fyrir safnið, fara yfir rekstrarforsendur og tekjumöguleika sem leggja má til grundvallar við ákvörðun um starfsemi safnins á næstu árum.

Stjórn Akureyrarstofu felur deildarstjóra og formanni að ræða við forsvarsmenn safnsins.

7.Heima- og íbúðagisting á Akureyri

Málsnúmer 2018080126Vakta málsnúmer

Rætt um heima- og íbúðagistingu á Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu óskar eftir því að starfsmenn Akureyrarstofu taki saman gögn er sýna þróun og umfang heima- og íbúðagistingar á Akureyri í samstarfi við viðeigandi stofnanir og nefndir.

8.Samfélagssvið, fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 2018060438Vakta málsnúmer

Fjárhagsrammi 2019 lagður fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:10.