Stjórn Akureyrarstofu

256. fundur 07. ágúst 2018 kl. 16:00 - 20:25 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hilda Jana Gísladóttir formaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Finnur Sigurðsson
  • Karl Liljendal Hólmgeirsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri akureyrarstofu ritaði fundargerð
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri Samfélagssviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða við áður útsenda dagskrá og óskaði eftir að taka á dagskrá mál nr. 2018080050, Iðnaðarsafnið, beiðni um fjárstuðning. Var það samþykkt samhljóða.

Bæði aðal- og varamenn sátu fundinn undir dagskrárlið nr. 1. Eftirtaldir varamenn voru mættir:
Valdís Anna Jónsdóttir, Sverre Andreas Jakobsson, Anna María Hjálmarsdóttir og Kristján Blær Sigurðsson.

1.Stjórn Akureyrarstofu - samráðsfundir með forstöðumönnum

2018080020

Þórgnýr Dýrfjörð, deildarstjóri Akureyrarstofu fór yfir starfsemi Akureyrarstofu og Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður og Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins komu á fundinn og kynntu starf stofnananna. Aðalbjörg Sigmarsdóttir héraðsskjalavörður gat ekki verið á fundinum en mun kynna Héraðsskjalasafnið síðar.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar starfsmönnum fyrir greinargóðar kynningar.

2.Samfélagssvið, fjárhagsáætlun 2019

2018060438

Lögð fyrir tillaga að gjaldskrá fyrir Listasafnið á Akureyri og drög að reglum um útleigu á sjálfstætt reknum vinnustofum og sýningarrými í húsnæði safnsins. Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir framlagða tillögu að gjaldskrá og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu hjá bæjarráði. Einnig samþykkir stjórnin viðmiðunarreglur um útleigu á sjálfstætt reknum vinnustofum og sýningarrými í húsnæði Listasafnsins.

3.Minjasafnið á Akureyri - ársreikningur 2017

2018060072

Ársreikningur Minjasafnsins á Akureyri lagður fram til kynningar.

4.Minjasafnið á Akureyri - endurnýjun þjónustusamnings

2016040100

Endurnýjun þjónustusamnings við Minjasafnið tekin fyrir að nýju.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn og vísar honum til bæjarráðs og óskar jafnframt eftir viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð 8.300.000 kr.

5.Viðburðasjóður Hofs og Samkomuhússins

2018080024

Á síðasta starfsári Menningarfélags Akureyrar (MAk) var í samvinnu Akureyrarstofu og félagsins gerð tilraun með Tónlistarsjóð Hofs og Samkomuhússins. Meginmarkmið sjóðsins voru m.a. að auðvelda ungu listafólki utan stofnana að nýta sér þá fyrirmyndaraðstöðu sem húsin hafa upp á að bjóða og stuðla að fjölbreytileika í tónlistarviðburðum. Markmið tilraunarinnar var að undirbúa formlega stofnun sjóðs sem tæki til starfa á þessu ári. Í nýjum samningi Akureyrarbæjar og MAk er gert ráð fyrir þessu og nú er unnið að samþykktum og vinnureglum fyrir sjóð sem hefur víðtækara hlutverk en tilraunasjóðurinn. Auk þess er gert ráð fyrir að Menningarfélgið Hof sem annaðist rekstur Hofs í upphafi komi að nýja sjóðnum með fjárframlagi.

Drög að reglum lögð fram til kynningar.

6.Myndlistaskólinn á Akureyri - skipan í starfshóp

2018070485

Bæjarráð hefur óskað eftir að stjórn Akureyrarstofu skipi fulltrúa í starfshóp um aðkomu Akureyrarbæjar að listnámi í bænum. Tilefnið er m.a. að samningur bæjarins við Myndlistaskólann um stuðning við starfsemina rennur út í lok skólaárs 2018-2019.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Hildu Jönu Gísladóttur sem fulltrúa stjórnar Akureyrarstofu í starfshópinn.

7.Akureyrarkirkja - móttaka ferðamanna - styrkbeiðnir 2015-2020

2015050018

Erindi dagsett 6. júní 2018 þar sem Hildur Eir Bolladóttir og Svavar Alfreð Jónsson, f.h. Akureyrarkirkju, óska eftir styrk til að mæta kostnaði við komu ferðamanna í kirkjuna í sumar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 50 þúsund.

8.Stjórn Akureyrarstofu - rekstraryfirlit 2018

2018080040

Lögð fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir málaflokka stjórnar Akureyrartofu fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2018.

9.Iðnaðarsafnið, beiðni um fjárstuðning

2018080050

Erindi dagsett 12. júlí 2018 frá Þorsteini E. Arnórssyni, f.h. Iðnaðarsafnsins á Akureyri þar sem óskað er eftir auknum stuðningi Akureyrarbæjar við rekstur safnsins.
Afgreiðslu frestað.

Fundi slitið - kl. 20:25.