Önnur mál

Málsnúmer 2014010044

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3403. fundur - 27.02.2014

Bæjarráð lýsir áhyggjum sínum yfir að Vegagerðin áformi að fækka snjómokstursdögum á Mývatns- og Möðrudalsöræfum.

Bæjarráð - 3404. fundur - 06.03.2014

Rætt um málefni SÁÁ á Norðurlandi í kjölfar fundar bæjarfulltrúa með stjórnendum SÁÁ.

Bæjarráð - 3411. fundur - 28.04.2014

Sigurður Guðmundsson A-lista óskaði eftir umræðu um siðareglur bæjarfulltrúa í kjölfar skrifa Guðmundar Baldvins Guðmundssonar bæjarfulltrúa B-lista í Vikudegi í síðastliðinni viku er varðaði nefndarfólk L-listans.

Bæjarráð - 3415. fundur - 28.05.2014

Þegar hér var komið mætti bæjarstjóri á fundinn kl. 08:54.
Bæjarráð lýsir þungum áhyggjum yfir þeim skerðingum sem að blasa við í geðheilbrigðisþjónustu ungs fólks á Norðurlandi.

Bæjarráð - 3427. fundur - 11.09.2014

Formaður bæjarráðs kynnti fyrirhugaða ráðningu aðstoðarmanns bæjarstjóra.

 

Bæjarráð - 3435. fundur - 30.10.2014

Bæjarráð Akureyrar óskar Reykjavíkurborg til hamingju með umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs.

Bæjarráð - 3436. fundur - 06.11.2014

Þórarinn Stefánsson mætti á fund bæjarráðs f.h. tónlistarskólakennara og kynnti afstöðu þeirra til samningaviðræðna Félags tónlistarskólakennara og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sátu fundinn undir þessum lið.

 

Bæjarráð - 3437. fundur - 13.11.2014

Rætt um stöðu samningaviðræðna við tónlistarskólakennara.