Bæjarráð

3427. fundur 11. september 2014 kl. 09:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Logi Már Einarsson varaformaður
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Margrét Kristín Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista mætti í forföllum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar.

1.Rekstur - staða mála - embættismenn

Málsnúmer 2014090001Vakta málsnúmer

Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar, Silja Dögg Baldursdóttir formaður samfélags- og mannréttindaráðs og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið og fóru yfir rekstrarstöðu og horfur í málaflokkunum.
Einnig sat Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri fundinn undir þessum lið.

2.Hringberg ehf vegna gatnagerðargjalda

Málsnúmer 2014090063Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar stefna Hringbergs ehf á hendur Akureyrarbæ vegna gatnagerðargjalda.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð felur bæjarstjóra, bæjarlögmanni og fjármálastjóra að ljúka málinu í samræmi við umræður á fundinum.

3.Vinabæir og erlend samskipti - samantekt september 2014

Málsnúmer 2014090064Vakta málsnúmer

Lögð fram samantekt verkefnastjóra samskipta dagsett ágúst/september 2014 um vinabæja- og erlend samskipti.
Sigríður Stefánsdóttir verkefnastjóri samskipta mætti á fund bæjaráðs undir þessum lið.

4.Hrísey - viðbótar aflaheimildir Byggðastofnunar

Málsnúmer 2014050144Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að samkomulagi um aukna byggðafestu í Hrísey.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin.

5.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerð

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 82. fundar hverfisráðs Hríseyjar dagsett 27. ágúst 2014. Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðina má finna á netslóðinni:
https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir

Bæjarráð vísar 3. lið a), b), c) og e) og 4. og 5. lið til framkvæmdadeildar, 3. lið d) til Norðurorku og 6. lið til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.

1., 2. og 7. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

6.Eyþing - fundargerðir

Málsnúmer 2010110064Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 257. fundar stjórnar Eyþings dagsett 13. ágúst 2014.
Fundargerðina má finna á slóðinni: https://www.eything.is/is/fundargerdir-1

7.Önnur mál

Málsnúmer 2014010044Vakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs kynnti fyrirhugaða ráðningu aðstoðarmanns bæjarstjóra.

 

Fundi slitið - kl. 11:00.