Bæjarráð

3403. fundur 27. febrúar 2014 kl. 09:00 - 09:42 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Halla Björk Reynisdóttir formaður
 • Geir Kristinn Aðalsteinsson
 • Oddur Helgi Halldórsson
 • Logi Már Einarsson
 • Sigurður Guðmundsson
 • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
 • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Búsetudeild - félagsstarf eldri borgara

Málsnúmer 2014020047Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð samfélags- og mannréttinadaráðs dags. 19. febrúar 2014:
Tekinn fyrir 7. liður í fundargerð félagsmálaráðs frá 12. febrúar 2014.
Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri og Anna Marit Níelsdóttir verkefnisstjóri á búsetudeild kynntu framtíðarhugmyndir varðandi starfsemi félags- og þjónustumiðstöðvar aldraðra í Víðilundi og Bugðusíðu.
Félagsmálaráð leggur til við bæjarráð að stjórn félagsstarfs aldraðra í Víðilundi og Bugðusíðu færist undir samfélags- og mannréttindaráð frá og með 1. júní nk., sbr. greinargerð búsetudeildar dags. 12. febrúar 2014. Þjónustan verði þannig hluti af deild sem fer með annað félags- og tómstundastarf á vegum Akureyrarbæjar.

Félagsmálaráð vísar tillögunni til umsagnar samfélags- og mannréttindaráðs áður en hún fer fyrir bæjarráð.
Samfélags- og mannréttindaráð fagnar tillögu félagsmálaráðs og tekur undir að félagsstarf eldri borgara eigi vel heima hjá þeirri deild sem fer með annað félags- og tómstundastarf á vegum bæjarins.

Bæjarráð samþykkir tillögu félagsmálaráðs um að stjórn félagsstarfs aldraðra í Víðilundi og Bugðusíðu færist undir samfélags- og mannréttindaráð frá og með 1. júní nk.

2.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir 2010-2015

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 77. fundar, hverfisráðs Hríseyjar dags. 20. febrúar 2014. Fundargerðina má finna á slóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir

3.Hverfisráð Hríseyjar - ályktun um atvinnumál

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lögð fram svohljóðandi ályktun dags. 20. febrúar 2014 frá hverfisráði Hríseyjar:
Hverfisráð Hríseyjar lýsir yfir áhyggum af þróun atvinnumála í Hrísey vegna uppsagna í Hvammi fiskvinnslufyrirtæki í Hrísey og jafnfram stærsta vinnustað eyjarinnar. Ráðið telur mikilvægt að grípa til aðgerða svo koma megi í veg fyrir lokun fyrirtækisins og tryggja rekstrargrundvöll fyrirtækisins til framtíðar. Ráðið vill árétta að ekki sé gripið til skyndilausna heldur aðgerða sem skili sér til lengri tíma. Til þess að það megi verða teljum við að bæjarráð þurfi að beita sér í að fjármagn verði sett í verkefni Byggðastofnunar um brothættar byggðir, til þess að þeir sem stunda fiskveiðar frá Hrísey fái aukinn byggðakvóta og að aðstæður lítilla fyrirtækja í sjávarútvegi verði tryggðar.

Bæjarráð ályktaði um málið á fundi sínum 20. febrúar sl.

4.Húni II - styrkur

Málsnúmer 2013120090Vakta málsnúmer

Í móttöku sem haldin var í Húna II laugardaginn 22. febrúar sl. afhenti formaður bæjarráðs áhöfninni á Húna II styrk frá bæjarráði að upphæð kr. 750.000 fyrir framlag þeirra til menningarmála bæjarins. Styrkveitingin var ákveðin í bæjarráði 20. febrúar sl., án bókunar.

Bæjarráð staðfestir styrkveitinguna.

5.Önnur mál

Málsnúmer 2014010044Vakta málsnúmer

Bæjarráð lýsir áhyggjum sínum yfir að Vegagerðin áformi að fækka snjómokstursdögum á Mývatns- og Möðrudalsöræfum.

Fundi slitið - kl. 09:42.