Bæjarráð

3415. fundur 28. maí 2014 kl. 08:15 - 09:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Halla Björk Reynisdóttir formaður
 • Geir Kristinn Aðalsteinsson
 • Oddur Helgi Halldórsson
 • Ragnar Sverrisson
 • Sigurður Guðmundsson
 • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
 • Njáll Trausti Friðbertsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Embættismenn - reglur um ráðningu

Málsnúmer 2014050104Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að reglum um ráðningu embættismanna hjá Akureyrarbæ.

2.Golfklúbbur Akureyrar - viðræður um lokagreiðslu

Málsnúmer 2013120143Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi um lokagreiðslu til GA.

Bæjarráð vísar drögunum til íþróttaráðs til umsagnar.

3.Myndlistaskólinn á Akureyri - samningur 2011-2014 - viðauki

Málsnúmer 2011100107Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að viðauka við samning.

Bæjarráð samþykkir viðaukann.

4.Útgerðarfélagið Hvammur ehf - forkaupsréttur

Málsnúmer 2014050164Vakta málsnúmer

Erindi dags. 23. maí 2014 frá Jóhanni P. Jóhannssyni og Þresti Jóhannssyni fyrir hönd Útgerðarfélagsins Hvamms ehf og Kjartani P. Guðmundssyni og Garðari S. Guðmundssyni fyrir hönd K&G ehf. Í erindinu er tilkynnt að samþykkt hafi verið tilboð K&G ehf í alla hluti Útgerðarfélagsins Hvamms ehf og er óskað eftir staðfestingu um að Akureyrarbær muni ekki nýta sér forkaupsrétt sinn samkvæmt 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður mætti á fund bæjarráðs.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarlögmanni að ræða við bréfritara.

5.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2014

Málsnúmer 2014010020Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 816. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 16. maí 2014. Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx

6.Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - fundargerðir 2014

Málsnúmer 2014010038Vakta málsnúmer

Lögð fram 76. fundargerð hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dags. 13. maí 2014. Fundargerðina má finna á netslóðinni:
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/holta-og-hlidahverfi/fundargerdir-2014-2015

Bæjarráð vísar 7. og 8. lið til framkvæmdadeildar, aðrir liðir fundargerðarinnar eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

Þegar hér var komið mætti bæjarstjóri á fundinn kl. 08:54.

7.Önnur mál

Málsnúmer 2014010044Vakta málsnúmer

Bæjarráð lýsir þungum áhyggjum yfir þeim skerðingum sem að blasa við í geðheilbrigðisþjónustu ungs fólks á Norðurlandi.

Fundi slitið - kl. 09:00.