Bæjarráð

3404. fundur 06. mars 2014 kl. 09:00 - 11:20 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Logi Már Einarsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Petrea Ósk Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Vaðlaheiðargöng - staða framkvæmda

Málsnúmer 2011110045Vakta málsnúmer

Pétur Þór Jónasson framkvæmdastjóri Eyþings og Valgeir Bergmann Magnússon framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir stöðu Vaðlaheiðargangna.

Bæjarráð þakkar þeim Pétri Þór og Valgeiri Bergmann fyrir yfirferðina.

Bæjarstjóri vék af fundi kl. 09:55.

2.Lánasjóður sveitarfélaga - aðalfundur 2014

Málsnúmer 2014020226Vakta málsnúmer

Erindi dags. 28. febrúar 2014 frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf, þar sem boðað er til aðalfundar fimmtudaginn 27. mars 2014 kl. 14:00 á Grand hóteli Reykjavík. Vakin er athygli á því að rétt til að sækja aðalfund eiga allir sveitarstjórnarmenn.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

3.Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - fundargerðir 2014

Málsnúmer 2014010038Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 72. fundar hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis. Fundargerðina má finna á netslóðinni:
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/holta-og-hlidahverfi/fundargerdir-2014-2015

4.Hverfisnefnd Oddeyrar - fundargerðir 2014

Málsnúmer 2014010011Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 48. fundar hverfisnefndar Oddeyrar dags. 5. febrúar 2014.
Fundargerðina má finna á netslóðinni:
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/oddeyri/fundargerdir

Bæjarráð vísar 4. lið til framkvæmdadeildar, aðrir liðir fundargerðarinnar eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

5.Hverfisnefnd Naustahverfis - fundargerðir 2014

Málsnúmer 2014010033Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 56. fundargerð hverfisnefndar Naustahverfis dags. 24. febrúar 2014. Fundargerðina má finna á netslóðinni:
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/naustahverfi/fundargerdir

6.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir veturinn 2013-2014

Málsnúmer 2013100131Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 27. febrúar 2014. Fundargerðin er í 7 liðum.

Bæjarráð vísar 1., 4. og 6. lið til skipulagsdeildar, 2. lið til framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrar, 3., 5. og 7. lið til framkvæmdadeildar.

7.Önnur mál

Málsnúmer 2014010044Vakta málsnúmer

Rætt um málefni SÁÁ á Norðurlandi í kjölfar fundar bæjarfulltrúa með stjórnendum SÁÁ.

Fundi slitið - kl. 11:20.