Skipulagsnefnd

149. fundur 12. desember 2012 kl. 08:00 - 12:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Árni Páll Jóhannsson
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurður Guðmundsson
  • Ragnar Sverrisson áheyrnarfulltrúi
  • Tryggvi Már Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Friðrik Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Brekkuskóli og nágrenni - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2012050138Vakta málsnúmer

Heildarendurskoðun á deiliskipulagi svæðis Brekkuskóla, Sundlaugar, Íþróttahallar og Vaxtarræktar var auglýst frá 12. september til 24. október 2012.
32 athugasemdir bárust og eru 29 af þeim samhljóða. Útdráttur úr innsendum athugasemdum er í meðfylgjandi skjali merktu "Brekkuskóli-athugasemdir dags. 12.12 2012".
Skipulagsstjóri lagði fram tillögur dagsettar 7. desember 2012 frá Formi ehf. um leiðir til að tryggja enn frekar öryggi barna sem leið eiga um svæðið. Tillögurnar felast í skýrari afmörkun gönguleiða með gerð stýringa að þeim og að þær verði upphitaðar. Einnig er lagt til að þrengingar verði settar á umferðarleiðir sem þvera gönguleiðir skólabarna.

Skipulagsnefnd leggur til að breytingar verði gerðar á deiliskipulagsuppdrætti í samræmi við tillögur Forms ehf.

Afgreiðslu að öðru leyti frestað.

Edward H. Huijbens V-lista óskar bókað:

Ég vil að lengra verði gengið í að koma til móts við hugmyndir sem fram komu í þeim 29 samhljóða athugasemdum sem bárust. Felur það í sér að breyta bílastæðum austan Íþróttahallar og Líkamsræktarstöðvar að öllu eða hluta í útivistarsvæði þó það feli í sér fækkun stæða. Með því að samþykkja framlagðar breytingar á deiliskipulagi er verið að festa í sessi það fyrirkomulag sem ríkir á svæðinu og setur bíla í forgang umfram gangandi vegfarendur.

2.Iðnaðarsvæði við Austursíðu - skipulagslýsing

Málsnúmer 2012110215Vakta málsnúmer

Í samræmi við bókun skipulagsnefndar dagsett 28. janúar 2009 leggur skipulagsstjóri fram skipulagslýsingu vegna deiliskipulags iðnaðarsvæðis við Austursíðu. Skipulagslýsingin er unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt frá Arkitektur.is og dagsett 12. desember 2012.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um skipulagslýsinguna.

3.Hrafnabjörg 1 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2012050171Vakta málsnúmer

Í samræmi við bókun skipulagsnefndar dagsetta 13. júní 2012, leggur Fanney Hauksdóttir arkitekt frá AVH ehf. fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu fh. Viggós Benediktssonar. Tillagan er vegna breytinga á byggingarreit við lóðina nr. 1 við Hrafnabjörg og dagsett 12. desember 2012.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Rauðamýri 11 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2012110021Vakta málsnúmer

Í samræmi við bókun skipulagsnefndar dagsetta 14. nóvember 2012, leggur Gísli Kristinsson arkitekt frá Arkitektur.is ehf. fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu á deiliskipulagi Mýrarhverfis fh. Þorsteins H. Vignissonar. Tillagan er vegna stækkunar bílgeymslu á lóðinni nr. 11 við Rauðumýri og dagsett 7. desember 2012 .

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Gata Sólarinnar - ósk um útsetningu á götu

Málsnúmer 2012110190Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. nóvember 2012 þar sem Sveinn Heiðar Jónsson f.h. Úrbótarmanna ehf, kt. 410683-0599, óskar eftir útsetningu á götu vegna 2. áfanga byggðar fyrir orlofshús í Kjarnaskógi.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að gera tillögu að breytingu á aðalskipulagi þar sem afmörkun frístundasvæðisins verði endurskoðuð. Skipulagsstjóra er einnig falið að endurskoða deiliskipulag 2. áfanga orlofsbyggðar norðan Kjarnalundar.

Afgreiðslu erindisins er frestað.

6.Dalsbraut - framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2012020096Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. desember 2012 þar sem Helgi Már Pálsson f.h. framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar sækir um leyfi til að framlengja Dalsbraut, frá núverandi aðkomuvegi að Lundarskóla, til suðurs og að núverandi hringtorgi við Skógarlund, samtals um 300m vegarkafla. Framkvæmdin telst ekki matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 skv. úrskurði Skipulagsstofnunar dagsettum 26. janúar 2012.
Meðfylgjandi eru útboðsgögn frá Verkfræðistofu Norðurlands.

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn og telur þau í samræmi við staðfest aðal- og deiliskipulag.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 4. gr.-g "Samþykktar um skipulagsnefnd".

Edward H. Huijbens V-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

7.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2012

Málsnúmer 2012010231Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 28. nóvember 2012. Lögð var fram fundargerð 423. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum.

Lagt fram til kynningar.

8.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2012

Málsnúmer 2012010231Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 6. desember 2012. Lögð var fram fundargerð 424. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 13 liðum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.