Bæjarráð

3450. fundur 26. febrúar 2015 kl. 08:30 - 10:48 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Margrét Kristín Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.

Silja Dögg Baldursdóttir L-lista mætti í forföllum Matthíasar Rögnvaldssonar.
Silja Dögg mætti á fundinn kl. 08:50.

1.Eyfang ehf - Duggulág ehf - forkaupsréttur Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2015020032Vakta málsnúmer

Þann 30. janúar 2015 var samþykkt tilboð Dugglágar ehf, kt. 540312-1090, Aðalbraut 2, 621 Dalvík í alla hluti Eyfangs ehf, kt. 670603-3420, Norðurvegi 35, 630 Hrísey.

Óskað er eftir staðfestingu um að Akureyrarbær muni ekki nýta sér forkaupsrétt sinn samkvæmt 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt Akureyrarbæjar.

2.Nefndalaun - reglur

Málsnúmer 2014120080Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á reglum um laun bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ á þá leið að atvinnumálanefnd verði bætt við og hún skilgreind sem minni nefnd. Einnig er heiti félagsmálaráðs breytt í velferðarráð.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.

3.Sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk 2011-2014

Málsnúmer 2011020021Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 18. febrúar 2015:

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar lögðu fram fundargerð 6. fundar þjónusturáðs vegna samnings um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlaða sem haldinn var 11. nóvember 2014.

Í 3. lið fundargerðar samþykkja fundarmenn að leggja til við aðildarsveitarfélög að framangreindur samningur um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði verði framlengdur um 1 ár eða til 31. desember 2015. Samningurinn ásamt uppfærðum viðauka 1 var einnig lagður fram.

Velferðarráð samþykkir framlengingu á samningi um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlaða fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir framlengingu á samningi um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlaða.

4.Styrktarsjóður EBÍ 2015

Málsnúmer 2015020115Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. febrúar 2015 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands varðandi umsóknir í styrktarsjóð EBÍ 2015.

Aðildarsveitarfélag sendir aðeins inn eina umsókn sem skila á á þar til gerðu umsóknareyðublaði. Umsóknir skulu vera vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna en ekki vegna almennra rekstrarverkefna þeirra.

Umsóknarfrestur er til loka apríl nk.
Bæjarráð hvetur nefndir og deildir bæjarins til að skoða verkefni sem falla undir reglur sjóðins og senda tillögur til bæjarstjóra fyrir 8. apríl nk.

5.Eyþing - fundargerðir

Málsnúmer 2010110064Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 263. fundar stjórnar Eyþings dagsett 4. febrúar 2015 og fundargerð sameiginlegs fundar stjórna Eyþings og SSA með þingmönnum Norðausturkjördæmis dagsett 11. febrúar 2015.

Fundargerð stjórnar Eyþings má finna á slóðinni: https://www.eything.is/is/fundargerdir-1

6.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2015

Málsnúmer 2015010106Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 825. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 16. febrúar 2015. Fundargerðina má finna á vefslóðinni: https://www.samband.is/um-sambandid/skipulag/stjorn-sambandsins/

7.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lagðar fram 86. og 87. fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dagsettar 22. janúar og 23. febrúar 2015. Fundargerðirnar má finna á netslóðinni: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir
Fundargerð 86. fundar er lögð fram til kynningar í bæjarráði.

Bæjarráð vísar 2. og 3. lið fundargerðar 87. fundar til bæjarstjóra, 4. lið til hagsýslustjóra, 6. lið til verkefnastjóra umhverfismála, 1., 5. og 7. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

8.Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - fundargerðir 2015

Málsnúmer 2015010101Vakta málsnúmer

Lagðar fram 81. og 82. fundargerð hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dagsettar 13. janúar og 4. febrúar 2015. Fundargerðirnar má finna á netslóðinni:

https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/holta-og-hlidahverfi/fundargerdir-1
Bæjarráð vísar 1., 2., 3. og 4. lið fundargerðar 81. fundar til framkvæmdadeildar, 5. og 6. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

Bæjarráð vísar 2. lið fundargerðar 82. fundar til verkefnastjóra umhverfismála, 4. lið til skipulagsnefndar, 1., 3., 5. og 6. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

9.Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar), 416. mál

Málsnúmer 2015020116Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 17. febrúar 2015 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar), 416. mál, 2015.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/0624.html

10.Frumvarp til laga um farmflutninga á landi (aukið eftirlit, starfsleyfi o.fl., EES-reglur), 503. mál

Málsnúmer 2015020137Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 19. febrúar 2015 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um farmflutninga á landi (aukið eftirlit, starfsleyfi o.fl., EES-reglur), 503. mál, 2015.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 6. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/0873.html

11.Frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni (heildarlög, EES-reglur), 504. mál

Málsnúmer 2015020138Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 19. febrúar 2015 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni (heildarlög, EES-reglur), 504. mál, 2015.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 6. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/0874.html

12.Frumvarp til laga um orlof húsmæðra (afnám laganna), 339. mál

Málsnúmer 2015020144Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 20. febrúar 2015 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um orlof húsmæðra (afnám laganna), 339. mál, 2015.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 9. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/0422.html

Fundi slitið - kl. 10:48.