Félagsmálaráð

1172. fundur 09. október 2013 kl. 14:00 - 17:30 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Inda Björk Gunnarsdóttir formaður
  • Dagur Fannar Dagsson
  • Oktavía Jóhannesdóttir
  • Sif Sigurðardóttir
  • Valur Sæmundsson
  • Guðlaug Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Valdís Anna Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Margrét Alfreðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjölskylduráðgjöf HAK, kynning rannsóknar Háskólans á Akureyri á viðhorfum skjólstæðinga til þjónustunnar

Málsnúmer 2013100057Vakta málsnúmer

Starfsmenn fjölskylduráðgjafar HAK Jiri Jón Berger sálfræðingur, Karólína Stefánsdóttir yfirfjölskylduráðgjafi og Sigurbjörg Harðardóttir ritari mættu á fundinn og kynntu rannsókn Háskólans á Akureyri um viðhorf skjólstæðinga fjölskylduráðgjafar HAK til þjónustunnar sem þar er í boði.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

2.Áform um sameiningu heilbrigðisstofnana innan heilbrigðisumdæma

Málsnúmer 2013090290Vakta málsnúmer

Karl Guðmundsson framkvæmdastjóri HAK kynnti bréf þar sem sveitarfélaginu var gefinn kostur á að tjá sig um áform um sameiningu og óskað eftir að athugasemdir eða ábendingar berist eigi síðar en 15. október 2013.

Akureyrarbær hefur rekið HAK síðan 1997 og á þeim tíma hefur mikið og náið samstarf þróast á milli félagsþjónustu bæjarins og heilsugæslustöðvarinnar. Samvinnan hefur haft í för með sér mikinn ávinning fyrir bæjarbúa og nærsveitarfólk.

Mjög áríðandi er að núverandi samstarf HAK og félagsþjónustu Akureyrarbæjar geti haldið áfram í óbreyttri mynd.

Akureyrarbær er tilbúinn til að reka heilsugæslustöðina áfram ef fjárveitingar til hennar verða samræmdar fjárveitingum til heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en til þess að svo sé vantar tugi milljóna í dag.

3.Rekstrarfyrirkomulag hárgreiðslu- og fótaaðgerðastofa hjá Öldrunarheimilum Akureyrar og Þjónustumiðstöðvum í Víðilundi og Bugðusíðu

Málsnúmer 2013090049Vakta málsnúmer

Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður þjónustumiðstöðva í Víðilundi og Bugðusíðu greindu frá vinnu við undirbúning útboðs á hár- og fótaaðgerðaþjónustu við Öldrunarheimilin og Þjónustumiðstöð í Víðilundi.
Lagt er til að útboðið feli í sér tvo þjónustustaði, Öldrunarheimili Akureyrar annars vegar og Þjónustumiðstöðina Víðilundi hins vegar. Rekstri hárgreiðslustofu verði hætt í Víðilundi og Bugðusíðu frá og með 1. febrúar 2014. Fótaaðgerðarstofa verði áfram starfsrækt í Víðilundi á grundvelli útboðs. Hár- og fótaaðgerðaþjónusta við Öldrunarheimili Akureyrar verður boðin út.

Félagsmálaráð samþykkir að vinna við útboð á þjónustunni verði á þessum forsendum.

4.Búsetudeild - kynning á starfsemi 2013

Málsnúmer 2013050064Vakta málsnúmer

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar fór yfir afmarkaða þætti í starfsemi búsetudeildar.
Arnar Eyfjörð forstöðumaður þjónustukjarna í Klettatúni og Borgarsíðu kynnti nýja búsetu í Borgarsíðu og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður sagði frá stöðu mála í þjónustumiðstöðvunum í Víðilundi og Bugðusíðu.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

5.Búsetudeild - ársskýrsla 2012

Málsnúmer 2013100066Vakta málsnúmer

Ársskýrsla búsetudeildar 2012 lögð fram á fundinum.
Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður þjónustumiðstöðva í Víðilundi og Bugðusíðu kynntu skýrsluna.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

6.Sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk 2011-2014

Málsnúmer 2011020021Vakta málsnúmer

Lögð fram ársskýrsla 2012 fyrir sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk.
Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður þjónustumiðstöðva í Víðilundi og Bugðusíðu kynntu skýrsluna.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

7.Víðilundur - dagþjónusta

Málsnúmer 2013100063Vakta málsnúmer

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður þjónustumiðstöðva í Víðilundi og Bugðusíðu sagði frá gjöf til dagþjónustunnar í Víðilundi.

Félagsmálaráð þakkar rausnarlega gjöf til Þjónustumiðstöðvar í Víðilundi frá aðila sem ekki vill láta nafns síns getið.

Fundi slitið - kl. 17:30.