Félagsmálaráð

1118. fundur 09. febrúar 2011 kl. 14:00 - 17:20 Fundarsalur á 4. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Inda Björk Gunnarsdóttir formaður
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Jóhann Ásmundsson
  • Oktavía Jóhannesdóttir
  • Sif Sigurðardóttir
Starfsmenn
  • Brit Bieltvedt
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir
  • Margrét Guðjónsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Félagsmálaráð - skoðunarferð um stofnanir sem heyra undir ráðið

Málsnúmer 2009090034Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð skoðaði starfsemi sem heyrir undir ráðið í Glerárgötu 26.
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar kynnti starfsemi deildarinnar.
Anna Marit Níelsdóttir verkefnisstjóri á búsetudeild kynnti starfsemi búsetudeildar í húsinu.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

2.Heimaþjónusta - áfrýjanir 2011

Málsnúmer 2011010135Vakta málsnúmer

Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður heimaþjónustu sat fundinn undir þessum lið og kynnti áfrýjun á afgreiðslu búsetudeildar á umsókn um félagslega heimaþjónstu. Áfrýjun og afgreiðsla er færð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.
Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri á búsetudeild sat fundinn undir þessum lið.

3.Félagsmálaráð - rekstraryfirlit 2010

Málsnúmer 2010040019Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjórar kynntu rekstrarniðurstöður deilda ráðsins fyrir árið 2010 eins og þær liggja fyrir.
Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri búsetudeildar kynnti rekstur búsetudeildar sem var í jafnvægi.
Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynnti rekstrarniðurstöður heilsugæslunnar sem fóru aðeins fram úr áætlun.
Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri ÖA kynnti rekstur Öldrunarheimila Akureyrarbæjar sem var jákvæður á árinu.
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar kynnti rekstrarniðurstöðu fjölskyldudeildar sem gekk vel á liðnu ári.
Í heild lítur út fyrir að rekstur deilda ráðsins hafi verið í samræmi við áætlanir.
Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild sat fundinn undir þessum lið.

Félagsmálaráð lýsir yfir ánægju með niðurstöðu rekstrar og þakkar starfsmönnum góðan árangur í þjónustu við erfiðar aðstæður.

4.Þjónusturáð vegna sérþjónustu fatlaðs fólks 2011-2014

Málsnúmer 2011020021Vakta málsnúmer

Í samningi um þjónustusvæði í Eyjafirði um málefni fatlaðs fólks, dags. 22. desember 2010, er gert ráð fyrir að hvert sveitarfélag á svæðinu tilnefni einn fulltrúa í þjónusturáð.
Lagt er til að fulltrúi Akureyrarbæjar í ráðinu verði Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri.
Anna Marit Níelsdóttir verkefnisstjóri á búsetudeild og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild sátu fundinn undir þesssum lið.

Félagsmálaráð er fylgjandi tillögunni um að bæjarstjóri verði fulltrúi Akureyrarbæjar í þjónusturáðinu.

Þegar hér var komið vék Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri á búsetudeild af fundi.

5.Öldrunarheimili Akureyrarbæjar - jafnréttisáætlun 2011

Málsnúmer 2011020020Vakta málsnúmer

Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri ÖA kynnti nýja Jafnréttisáætlun Öldrunarheimila Akureyrarbæjar.
Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild sat fundinn undir þesssum lið.
Sif Sigurðardóttir A-lista vék af fundi áður en kom að afgreiðslu.

Félagsmálaráð fagnar nýrri jafnréttisáætlun og vísar henni til samfélags- og mannréttindaráðs.

Þegar hér var komið vék Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri ÖA af fundi.

6.Aðgerðaráætlun vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeldis

Málsnúmer 2009030082Vakta málsnúmer

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild kynnti aðgerðaráætlunina ásamt Guðrúnu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar og Margréti Guðjónsdóttur framkvæmdastjóra HAK.
Flest verkefni eru komin af stað og áfram verður unnið samkvæmt áætluninni.
Þegar hér var komið vék Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar af fundi.

7.Forvarnastefna - staða verkefna og endurskoðun 2007-2010

Málsnúmer 2007090104Vakta málsnúmer

Gréta Kristjánsdóttir umsjónarmaður forvarna kynnti aðgerðaráætlun fyrir árin 2010-2011 í forvarnamálum.
Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldudeildar sat fundinn undir þessum lið.

Félagsmálaráð þakkar góða kynningu.

Fundi slitið - kl. 17:20.