Lystigarður - framtíðarsýn

Málsnúmer 2010110084

Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 180. fundur - 14.01.2011

Kynning á hugsanlegu verkefni í Lystigarði.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 188. fundur - 20.05.2011

Lagðar fram niðurstöður dómnefndar vegna þeirra fjögurra tilboða sem bárust í rekstur kaffihúss og minjagripasölu í Lystigarðinum.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar frestar afgreiðslu málsins.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 189. fundur - 27.05.2011

Tekin fyrir að nýju niðurstaða dómnefndar vegna þeirra fjögurra tilboða sem bárust í rekstur kaffihúss og minjagripasölu í Lystigarðinum.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir tillögu dómnefndar um að gengið verði til samninga við Njál Trausta Friðbertsson sem átti tillögu nr. 91969. Tillagan fékk hæstu einkunn dómnefndar og var verðtilboðið einnig það hagstæðasta.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar tilnefnir Sigríði Maríu Hammer í verkefnislið fyrir framkvæmdina.

Sigfús Karlsson, B-lista, óskar bókað:

Eftir allt það sem á undan er gengið í stjórnmálum á Íslandi og þeirri umræðu í þjóðfélaginu að stjórnmálamenn, hvort sem þeir eru í landsmálum eða sveitarstjórnarmálum, um að allt sé gegnsætt og uppi á borðum, er það mín skoðun að þessir aðilar eigi ekki að stofna til nýrra viðskiptasambanda þar sem hagsmunaárekstrar milli stjórnmála og einkareksturs geta komið upp.

Þrátt fyrir þessa skoðun mína verður ekki hægt að horfa framhjá að hagstæðasta tilboðið í rekstur kaffihúss og minjagripasölu í Lystigarðinum á Akureyri er það hagstætt og vel unnið í alla staði og gefur afar skýra og greinargóða mynd af þeirri starfsemi sem gengið var út frá að yrði í Lystigarðinum. Einnig er það ljóst að sú fjárfesting sem Fasteignir Akureyrarbæjar hyggjast fara út í mun borga sig með þeim leigugreiðslum sem boðnar eru í hagstæðasta tilboðinu. Á þeim forsendum hversu hagstætt tilboðið er greiði ég atkvæði með tillögu dómnefndar um að taka tillögu nr. 91969 sem kom frá Njáli Trausta Friðbertssyni.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 191. fundur - 01.07.2011

Lögð fram til kynningar drög dags. í júní 2011 að samningi við Njál Trausta Friðbertsson um rekstur kaffihúss og minjagripasölu í Lystigarðinum.

Njáll Trausti Friðbertsson, D-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 192. fundur - 15.07.2011

Farið yfir drög að samningi við Njál Trausta Friðbertsson um reksturinn.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að ganga til samninga við 1912 Veitingar, Njál Trausta Friðbertsson. Stjórnin felur framkvæmdastjóra að ganga til samninga í samræmi við umræðu á fundinum.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 192. fundur - 15.07.2011

Farið yfir tilboð sem bárust í arkitektahönnun á kaffihúsinu.
Eftirfarandi tilboð bárust:
AVH ehf kr. 3.298.000
Arkitektur.is kr. 4.597.768
Breyta arkitektar kr. 5.271.000
Kollgáta ehf kr. 2.408.922
Lögð fram drög að hönnunarsamningi við Kollgátu.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að ganga til samninga við Kollgátu ehf samkvæmt fyrirliggjandi drögum. Stjórnin felur framkvæmdastjóra að ganga til samninga í samræmi við umræðu á fundinum.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 195. fundur - 16.09.2011

Farið yfir stöðuna á hönnun hússins. Einnig farið yfir niðurstöður verðkönnunar um hönnun á burðarþoli og lögnum. Fimm tilboð bárust í verkefnið:
Verkís hf - kr. 2.259.000
VN ehf - kr. 2.330.000
Opus ehf - kr. 2.940.000
Mannvit hf - kr. 3.012.000
AVH - kr. 3.550.000

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að samið verði við lægstbjóðanda, Verkís hf.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 196. fundur - 30.09.2011

Farið yfir tilboð sem barst í hönnun raflagna.
Eitt tilboð barst frá Verkís hf að upphæð kr. 991.450.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista vék af fundi undir þessum fundarlið.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að samið verði við Verkís hf á grundvelli tilboðs þeirra.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 199. fundur - 04.11.2011

Farið yfir stöðuna á fyrirhuguðu útboði á byggingu hússins.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að auglýsa útboð á byggingu hússins.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 200. fundur - 02.12.2011

Farið yfir tilboð sem bárust í byggingu kaffihúss í Lystigarðinum.
Njáll Trausti Friðbertsson D-Lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar hafnar öllum tilboðunum og felur framkvæmdastjóra og Sigríði Maríu Hammer fulltrúa stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar að taka upp viðræður við hlutaðeigandi aðila.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 201. fundur - 09.12.2011

Rætt um tilboðin sem bárust í byggingu hússins.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að gengið verði til samninga við BB Byggingar. Stjórnin leggur á það mikla áherslu að kostnaðaráætlun standist.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 204. fundur - 02.03.2012

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla 1 fyrir framkvæmdina.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 207. fundur - 27.04.2012

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla 2 fyrir framkvæmdina.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista vék af fundi undir þessum lið.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 216. fundur - 30.11.2012

Lagt fram til kynningar skilamat fyrir framkvæmdina.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 232. fundur - 01.11.2013

Lagt fram erindi dags. 30. október 2013 frá 1912 Veitingum ehf þar sem óskað er eftir lausn frá leigusamningi.
Í upphafi þessa dagskrárliðs vakti Njáll Trausti Friðbertsson D-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar og var það samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Þar sem ekkert uppsagnarákvæði er í leigusamningnum nema vanefndarákvæði felur stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar formanni og framkvæmdastjóra að vinna áfram að lausn málsins.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 233. fundur - 15.11.2013

Farið yfir stöðuna varðandi erindi dags. 30. október 2013 frá 1912 Veitingum ehf.

Í upphafi þessa dagskrárliðs vakti Njáll Trausti Friðbertsson D-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista vék af fundi við umræðu og yfirferð málsins.

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fundinn undir þessum lið.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 234. fundur - 06.12.2013

Farið yfir stöðuna varðandi erindi dags. 30. október 2013 frá 1912 Veitingum ehf.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Njáll Trausti Friðbertsson D-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar og var það samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. Hjörleifur Hallgríms Herbertsson L-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista vék af fundi við umræðu og yfirferð málsins.

 

Húsaleigusamningi milli Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229 og 1912 Veitinga ehf, kt. 480805-0540, hefur nú verið slitið á grundvelli 3. og 11. greinar húsaleigusamningsins dags. 19. júlí 2011.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar felur framkvæmdastjóra og bæjarlögmanni að ganga endanlega frá málum tengdum samningsslitum.