Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

191. fundur 01. júlí 2011 kl. 08:15 - 10:05 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Hjörleifur H. Herbertsson
  • Sigríður María Hammer
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir
Dagskrá

1.Oddeyrartangi - húsaleigusamningur við Dregg lagnir ehf

Málsnúmer 2011060119Vakta málsnúmer

Lögð fram drög dags. 1. apríl 2011 að húsaleigusamningi við Dregg lagnir ehf um lagerhúsnæði við Grímseyjargötu.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir leigusamninginn.

Sigfús Karlsson B-lista situr hjá þar sem hann telur að hér sé ekki um eðlilega endurnýjun á leigusamningi að ræða og telur að það eigi að bjóða út húsnæðið til leigu.

2.Lystigarður - kaffihús og minjagripasala

Málsnúmer 2010110084Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög dags. í júní 2011 að samningi við Njál Trausta Friðbertsson um rekstur kaffihúss og minjagripasölu í Lystigarðinum.

Njáll Trausti Friðbertsson, D-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

3.Þrastarlundur 3-5 - viðbygging

Málsnúmer 2011040037Vakta málsnúmer

Farið yfir tilboð sem bárust í uppsteypu og fullnaðarfrágang á viðbyggingu við Þrastarlund 5. Gefin voru upp verð með vsk og verð að frádregnum áætluðum endurgreiddum vsk vegna vinnu manna á byggingarstað. Eftirfarandi tilboð bárust:

Virkni ehf kr.79.560.139 kr.70.754.244 - 89,36%
Hyrna ehf kr.80.533.007 kr.72.582.966 - 91,67%
BB byggingar ehf kr.79.900.000 kr.72.636.007 - 91,74%
L&S verktakar ehf kr.83.615.527 kr.76.071.354 - 96,08%
ÁK smíði ehf kr.86.115.710 kr.77.653.259 - 98,07%
Tréverk ehf kr.87.439.287 kr.78.871.285 - 99,61%
Hlaðir ehf kr.87.977.980 kr.79.277.047 - 100,13%
Spor ehf kr.92.118.939 kr.82.660.014 - 104,40%
Fjölnir ehf kr.91.133.093 kr.82.996.622 - 104,82%

Kostnaðaráætlun kr.86.062.441 kr.79.177.446 - 100,00%

4.Verkfundargerðir FA 2011

Málsnúmer 2011010023Vakta málsnúmer

Eftirtaldar verkfundargerðir lagðar fram til kynningar:
Naustaskóli II. áfangi: Verkfundir 1-3, dags. 31. maí, 14. og 28. júní 2011.

5.Gottadgengi.is

Málsnúmer 2011050147Vakta málsnúmer

Tekin fyrir vísun frá bæjarráði 23. júní 2011 þar sem samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra hefur lagt til við Akureyrarbæ að gert verði ráð fyrir sérstökum lið í fjárhagsáætlun til að taka út aðgengi að byggingum sveitarfélagsins með það að markmiði að koma fleiri byggingum inn í aðgengismerkjakerfi gottadgengi.is

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar þakkar erindið.

Stjórn Fasteigna telur ekki ástæðu til að hafa sérstakan lið í fjárhagsáætlun fyrir málið, en stefnir á að bæta upplýsingar um aðgengismál helstu stofnana bæjarins. Stjórn fasteigna bendir á að Menningarhúsið Hof hefur þegar verið skráð á gottadgengi.is

6.Strandgata 6 - leigusamningur Kreppa ehf

Málsnúmer 2009030013Vakta málsnúmer

Lögð fram drög dags. 30. júní 2011 að húsaleigusamningi milli Akureyrarbæjar og Kreppu ehf um Strandgötu 6.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir leigusamninginn.

Fundi slitið - kl. 10:05.