Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

180. fundur 14. janúar 2011 kl. 10:21 - 12:40 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Sigríður María Hammer
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir
  • Valþór Brynjarsson
  • Kristín Sigurðardóttir fundarritari
Dagskrá

1.Hjúkrunarheimili við Vestursíðu - útboð jarðvinnu

Málsnúmer 2011010019Vakta málsnúmer

Fyrirhugað útboð vegna jarðvegsframkvæmda við hjúkrunarheimili við Vestursíðu.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að fela Fasteignum Akureyrarbæjar að bjóða út jarðvegsframkvæmdir við hjúkrunarheimili við Vestursíðu með fyrirvara um samþykki skipulagsyfirvalda.

2.Lystigarður - framtíðarsýn

Málsnúmer 2010110084Vakta málsnúmer

Kynning á hugsanlegu verkefni í Lystigarði.

3.Starfsáætlun Fasteigna Akureyrarbæjar 2011

Málsnúmer 2011010018Vakta málsnúmer

Unnið að gerð starfsáætlunar Fasteigna Akureyrarbæjar 2011.

4.Þrastarlundur 3-5 - samningur

Málsnúmer 2010120124Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur um Þrastarlund 3-5.

5.Sala eigna

Málsnúmer 2011010061Vakta málsnúmer

Rætt um hugsanlega sölu eigna.

6.Akureyrarvöllur - endurbætur 2010-2012

Málsnúmer 2010070100Vakta málsnúmer

Lagðir fram hönnunarsamningar vegna stúku á Akureyrarvelli.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir hönnunarsamningana.

7.Verkfundargerðir FA 2010

Málsnúmer 2010010174Vakta málsnúmer

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram til kynningar:
10. og 11. fundur verkefnaliðs hjúkrunarheimilis við Vestursíðu dags. 18. nóvember og 2. desember 2010.
8. hönnunarfundur vegna hjúkrunarheimilis við Vestursíðu dags. 14. desember 2010.

8.Verkfundagerðir FA 2011

Málsnúmer 2011010023Vakta málsnúmer

Eftirfarandi fundagerð lögð fram til kynningar:
9. hönnunarfundur hjúkrunarheimilis við Vestursíðu dags. 4. janúar 2011.

Fundi slitið - kl. 12:40.