Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

200. fundur 02. desember 2011 kl. 08:15 - 10:05 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Sigríður María Hammer
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir
  • Óskar Gísli Sveinsson
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Lystigarður - kaffihús og minjagripasala

Málsnúmer 2010110084Vakta málsnúmer

Farið yfir tilboð sem bárust í byggingu kaffihúss í Lystigarðinum.
Njáll Trausti Friðbertsson D-Lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar hafnar öllum tilboðunum og felur framkvæmdastjóra og Sigríði Maríu Hammer fulltrúa stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar að taka upp viðræður við hlutaðeigandi aðila.

2.Íþróttahöllin - endurnýjun á bekkjum

Málsnúmer 2011100049Vakta málsnúmer

Farið yfir tilboð sem bárust í smíði á áhorfendabekkjum í Íþróttahöllina.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Útrás tillaga 1: kr. 21.985.000
Útrás tillaga 2: kr. 20.485.000
Vélsmiðja Steindórs kr. 31.330.000

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar frestar afgreiðslu málsins.

3.Íþróttahúsið við Laugargötu - brunavarnir

Málsnúmer 2011110170Vakta málsnúmer

Farið yfir framkvæmdir við endurnýjun á brunavörnum.

4.Listasafn - endurbætur á þaki

Málsnúmer 2011110171Vakta málsnúmer

Farið yfir framkvæmdir við endurbætur á þaki hússins.

5.Verkfundargerðir FA 2011

Málsnúmer 2011010023Vakta málsnúmer

Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram á fundinum:
Hjúkrunarheimili Vestursíðu 9: 7.- 10. verkfundur dags. 13. og 27. október, 10. og 24. nóvember 2011.
Naustaskóli 2. áfangi: 8.- 12. verkfundur dags. 6. og 18. október, 1., 15. og 29. nóvember 2011.

Fundi slitið - kl. 10:05.