Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2022

Málsnúmer 2021060305

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 96. fundur - 08.06.2021

Lagt fram yfirlit frá forstöðumönnum vegna framkvæmda og viðhaldsáætlana.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundamála, Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sátu fundinn undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað.

Frístundaráð - 97. fundur - 23.06.2021

Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra vegna framkvæmda og viðhaldsáætlana.

Málið var áður á dagskrá frístundaráðs þann 8. júní sl.
Frístundaráð telur mikilvægt að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022 verði gert ráð fyrir fjármagni til viðhaldsverkefna sem tilgreind eru í minnisblaðinu. Frístundaráð óskar eftir að farið verði í að kostnaðargreina verkefnin áður en til lokaafgreiðslu kemur.

Frístundaráð - 99. fundur - 01.09.2021

Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2022.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundamála, Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála og Pálína Dagný Guðjónsdóttir starfandi forstöðumaður sundlauga Akureyrar sátu fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð - 100. fundur - 15.09.2021

Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs fyrir árið 2022 lögð fram til samþykktar sem og tillögur um gjaldskrár.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundamála, Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála, Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Pálína Dagný Guðnadóttir starfandi forstöðumaður sundlauga sátu fundinn undir þessum lið.
Unnið verður áfram að starfs- og fjárhagsáætlun og áframhaldandi umræðu vísað til næsta fundar.
Bjarki Ármann Oddsson vék af fundi kl. 12:40.
Pálína Dagný Guðnadóttir og Viðar Valdimarsson véku af fundi kl. 13:00.

Frístundaráð - 101. fundur - 12.10.2021

Starfsáætlun frístundaráðs lögð fram til samþykktar.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundamála, Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála, Elín H. Gísladóttir forstöðumaður sundlauga og Pálína Dagný Guðnadóttir rekstrarstjóri sundlauga sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir starfsáætlun og vísar henni til umfjöllunar í bæjarráði.

Jafnframt samþykkir ráðið að vísa gjaldskrártillögum til bæjarráðs.


Frístundaráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að farið verði í endurnýjun á íþróttagólfi og lýsingu í Íþróttahúsi Síðuskóla árið 2022. Einnig að kælivélar Skautahallarinnar verði endurnýjaðar samhliða framkvæmdum á félagsaðstöðu í Skautahöllinni árið 2022.Frístundaráð óskar eftir framlagi frá búnaðarsjóði UMSA árið 2022 til að endurnýja fimleikadýnur í Íþróttamiðstöð Giljaskóla (4 millj.), endurnýja vallarklukku á Þórsvelli (3 millj.), endurnýjun borða og stóla í Víðilundi (7,5 millj.) og endurnýjun vélabúnaðar til viðhalds golfvallar og annarra grassvæða (15 millj.).

Frístundaráð - 102. fundur - 03.11.2021

Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun 2022.

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs gerði grein fyrir vinnu vegna hagræðingarkröfu bæjarstjórnar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.

Frístundaráð vísar starfsáætlun til bæjarráðs.

Frístundaráð - 103. fundur - 01.12.2021

Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun 2022.

Frístundaráð - 104. fundur - 16.12.2021

Farið yfir starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2022.

Elín H. Gísladóttir forstöðumaður sundlauga og Geir Kristinn Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Í samningum við íþróttahreyfinguna segir m.a. að fjárhæðir séu með fyrirvara um framlög úr bæjarsjóði í fjárhagsáætlun hvers árs. Í ljósi erfiðrar stöðu bæjarsjóðs samþykkir frístundaráð að þeir þættir í rekstrarsamningum, aðrir en launaliðir, taki ekki hækkunum á árinu 2022.

Frístundaráð samþykkir starfsáætlun.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 1. fundur - 10.01.2022

Farið var yfir starfsáætlun frístundaráðs og gerð grein fyrir stöðunni á þeim verkefnum sem þar eru.