Umsókn um aukið framlag til ÍBA 2020

Málsnúmer 2019090229

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 62. fundur - 16.09.2019

Erindi dagsett 12. september 2019 frá Geir Kristni Aðalsteinssyni formanni ÍBA þar sem óskað er eftir auknu framlagi vegna verkefna ÍBA á árinu 2020.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð getur ekki orðið við beiðninni um aukið framlag en hvetur ÍBA til að flýta endurskoðun á reglum um úthlutun jafnréttis/kvennastyrkja.

Frístundaráð - 81. fundur - 09.09.2020

Viðar Valdimarsson M-lista vék af fundi kl. 14:10.
Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi vék af fundi kl. 14:20.
Erindi dagsett 7. september 2020 frá Geir Kristni Aðalsteinssyni formanni ÍBA þar sem óskað er eftir auknu framlagi til ÍBA fyrir árið 2021.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2021.

Frístundaráð - 87. fundur - 16.12.2020

Erindi dagsett 7. september 2020 frá Geir Kristni Aðalsteinssyni formanni ÍBA þar sem óskað er eftir auknu framlagi til ÍBA fyrir árið 2021.

Erindið var á dagskrá frístundaráð þann 9. september sl. og var þá vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað.


Frístundaráð - 88. fundur - 13.01.2021

Erindi dagsett 7. september 2020 frá Geir Kristni Aðalsteinssyni formanni ÍBA þar sem óskað er eftir auknu framlagi til ÍBA fyrir árið 2021.

Erindið var á dagskrá frístundaráðs þann 9. september sl. og var þá vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.

Á fundi frístundaráðs þann 16. desember sl. var afgreiðslu frestað.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Í fjárhagsáætlun sem gerð hefur verið fyrir árið 2021 var óhjákvæmilegt að grípa til hagræðingar til þess að ná sameiginlegu markmiði bæjarstjórnar um að stefna að sjálfbærni í rekstri. Í því ljósi var fjárhagsrammi frístundaráðs skertur og af þeirri ástæðu telur frístundaráð sér ekki annað fært en að fella niður greiðslu til ÍBA að upphæð 5,2 m.kr. sem ætluð er til að greiða húsaleigu til þriðja aðila. Jafnframt að minnka framlag rekstrarstyrkja til aðildarfélaga um 2 m.kr.

Vegna þeirra aðstæðna sem COVID-19 hefur skapað voru 1,6 m.kr. ekki nýttar af ferðasjóði Afrekssjóðs árið 2020 og því mun framlag bæjarins árið 2021 skerðast sem því nemur. IBA hefur því til ráðstöfunar 7 m.kr. í Afrekssjóð fyrir árið 2021 með því að nýta inneign síðasta árs eins og hefur verið.

Fulltrúi ÍBA lagði fram eftirfarandi bókun:

Stjórn ÍBA harmar niðurskurð til íþróttahreyfingarinnar, þá sérstaklega hvað varðar liðinn “Húsaleiga og æfingastyrkir hjá þriðja aðila". Mikilvægt er að koma málefnum Karatefélags Akureyrar, Bogfimideildar Akurs og KFA í farveg en þessi félög hafa ekki aðgang að húsnæði/aðstöðu á vegum Akureyrarbæjar, ólíkt flestum öðrum félögum.