Hollvinafélag Húna II - samningur 2021

Málsnúmer 2020120340

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 87. fundur - 16.12.2020

Lagður fram til kynningar samningur við Hollvinafélag Húna II vegna ársins 2021.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð gerir ekki athugasemdir við samninginn og samþykkir hann fyrir sitt leyti.

Stjórn Akureyrarstofu - 311. fundur - 14.01.2021

Samningur við Hollvinafélag Húna II fyrir árið 2021 lagður fram til samþykktar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

Fræðsluráð - 48. fundur - 12.04.2021

Samstarfssamningur við Hollvinafélag Húna II lagður fram til staðfestingar.
Fræðsluráð staðfestir samhljóða þann hluta samningsins sem lýtur að fræðslusviði.