Atvinnuþátttaka afreksíþróttaefna ÍBA

Málsnúmer 2019050161

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 56. fundur - 16.05.2019

Erindi dagsett 6. maí 2019 frá Helga Bragasyni framkvæmdastjóra ÍBA þar sem stjórn ÍBA óskar eftir að komið verði til móts við afreksíþróttaefni ÍBA með því að þau verði ráðin til sumarvinnu hjá Akureyrarbæ sem hentar þeirra aldri og reynslu og sinni þeirri vinnu þegar þau geta vegna æfinga og keppni. Einnig að þegar þau fara í æfinga- eða keppnisferðir vegna sinnar íþróttaiðkunar haldi þau sínum launum þrátt fyrir fjarveru.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir bar upp vanhæfi sitt og vék af fundi undir þessum lið.

Frístundaráð tekur jákvætt í erindið en samþykkir að óska eftir umsögn ungmennaráðs og felur deildarstjóra íþróttamála að útfæra verklagsreglur sem taka á útfærslu málsins.

Frístundaráð - 57. fundur - 05.06.2019

Erindið var áður til umfjöllunar á fundi ráðsins þann 16. maí sl. Þá var óskað eftir umsögn ungmennaráðs.

Lögð fram umsögn ungmennaráðs dagsett 31. maí 2019.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir bar upp vanhæfi sitt og vék af fundi undir þessum lið.

Starfsmönnum er falið að afla frekari ganga út frá umræðu á fundinum.

Frístundaráð - 58. fundur - 21.06.2019

Erindið var áður á dagskrá frístundaráðs þann 16. maí og 5. júní sl. Á fundinum 5. júní var starfsmönnum falið að afla frekari ganga sem nú eru lögð fram.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir bar upp vanhæfi sitt og vék af fundi undir þessum lið.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttmála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð getur ekki að svo stöddu orðið við erindinu. Ráðið vill þó með vísan í íþróttastefnu bæjarins hvetja forstöðumenn stofnana bæjarins þar sem afreksíþróttafólk er í vinnu að veita því svigrúm til að stunda sína afreksþjálfun og keppni með sveigjanlegum vinnutíma.

Viðar Valdimarsson M-lista og Berglind Guðmundsdóttir D-lista sátu hjá við afgreiðslu málsins.



Helgi Rúnar Bragason áheyrnarfulltrúi ÍBA óskaði eftir að bókað yrði að ÍBA harmi þessa ákvörðun ráðsins í ljósi samþykktrar íþróttastefnu.