Beiðni um jarðvegsvinnu vegna fjölnota skíða-, hjóla- og brettasvæðis norðan Hjallabrautar

Málsnúmer 2019050306

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 56. fundur - 16.05.2019

Erindi dagsett 10. maí 2019 frá Kristrúnu Lind Birgisdóttur fyrir hönd stjórnar SKA þar sem óskað er eftir því að farið verði í jarðvegsvinnu í Hlíðarfjalli til að móta brautir fyrir fjölnota skíða-, hjóla og brettasvæði norðan Hjallabrautar.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð óskar eftir því að umhverfis- og mannvirkjasvið leggi mat á kostnaðaráætlun verksins.

Frístundaráð - 65. fundur - 23.10.2019

Í framhaldi af rekstrarúttekt óskar frístundaráð eftir viðauka við fjárhagsáætlun til að fara í jarðvegsframkvæmdir við fjölnota skíða-, hjóla- og brettasvæði.

Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að veittur verði viðauki við fjárhagsáætlun að upphæð kr. 4.000.000 til að fara í jarðvegsframkvæmdir við fjölnota skíða-, hjóla- og brettasvæði.

Bæjarráð - 3659. fundur - 31.10.2019

Liður 2 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 23. október 2019:

Í framhaldi af rekstrarúttekt óskar frístundaráð eftir viðauka við fjárhagsáætlun til að fara í jarðvegsframkvæmdir við fjölnota skíða-, hjóla- og brettasvæði.

Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að veittur verði viðauki við fjárhagsáætlun að upphæð kr. 4.000.000 til að fara í jarðvegsframkvæmdir við fjölnota skíða-, hjóla- og brettasvæði.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni frístundaráðs og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.