Íþróttahöllin - reykingar rafretta við húsið

Málsnúmer 2019040253

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 56. fundur - 16.05.2019

Jóhann Gunnarsson formaður foreldrafélags Brekkuskóla mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa og telur mikilvægt að banna rafrettureykingar við Íþróttahöllina.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 2. maí sl. að vísa erindinu til frístundaráðs.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð áréttar að reykingar og rafrettureykingar eru bannaðar við mannvirki Akureyrarbæjar.

Frístundaráð - 57. fundur - 05.06.2019

Jóhann Gunnarsson kom í viðtalstíma bæjarfulltrúa 16. maí 2019 fyrir hönd stjórnar foreldrafélags Brekkuskóla. Telur mikilvægt að banna rafrettureykingar í og við Íþróttahöllina. Óskar eftir því að tóbaksnotkun verði bönnuð innan og fyrir utan íþróttamannvirki sem Akureyrarbær á.
Frístundaráð áréttar að reykingar og rafrettureykingar eru bannaðar við mannvirki Akureyrarbæjar sem og öll tóbaksnotkun.