Íþróttahöllin - foreldrafélag Brekkuskóla mótmælir samnýtingu mismunandi skólastiga

Málsnúmer 2019040252

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 56. fundur - 16.05.2019

Jóhann Gunnarsson formaður foreldrafélags Brekkuskóla mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa og lagði fram erindi þar sem foreldrafélagið lýsir yfir áhyggjum sínum af þeim fyrirætlunum að fara aftur að setja framhaldsskólanemendur inn í íþróttasal Íþróttahallarinnar á sama tíma og nemendur Brekkuskóla eru þar í kennslu. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 2. maí sl. að vísa erindinu til frístundaráðs.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð ítrekar bókun ráðsins frá 3. maí sl. og að úthlutun tíma til Brekkuskóla og VMA fyrir skólaveturinn 2019 - 2020 verður óbreytt.