Dalsbraut KA - umsókn um stúku

Málsnúmer 2019030165

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 312. fundur - 27.03.2019

Erindi dagsett 13. mars 2019 þar sem Knattspyrnufélag Akureyrar, kt. 700169-4219, óskar eftir tímabundnu leyfi fyrir áhorfendastúku við KA völl, utan lóðar. Meðfylgjandi er afstöðumynd sem sýnir staðsetningu stúku, snið hennar og myndir sem sýna mögulega útfærslu.
Skipulagsráð telur að forsenda uppbyggingar á stúku í samræmi við erindið sé að gerð verði breyting á deiliskipulagi svæðisins. Er ákvörðun um næstu skref vísað til frístundaráðs.

Frístundaráð - 53. fundur - 03.04.2019

Skipulagsráð tók erindið fyrir á fundi sínum þann 26. mars sl. og vísaði málinu til frístundaráðs með eftirfarandi bókun:

Skipulagsráð telur að forsenda uppbyggingar á stúku í samræmi við erindið sé að gerð verði breyting á deiliskipulagi svæðisins. Er ákvörðun um næstu skref vísað til frístundaráðs.

Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA mætti á fundinn og fylgdi erindinu eftir.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð samþykkir að fela formanni ráðsins ásamt formanni skipulagsráðs, deildarstjóra íþróttamála og framkvæmdastjóra ÍBA að ræða við forsvarsmenn KA.

Skipulagsráð - 313. fundur - 10.04.2019

Lögð fram umsókn Sævars Péturssonar dagsett 5. apríl 2019 f.h. Knattspyrnufélags Akureyrar, kt. 700169-4219, um breytingu á deiliskipulagi sem felur í sér að heimilt verði að setja upp stúku á göngustíg sunnan við núverandi gervigrasvöll á tímabilinu 15. apríl til 1. október. Utan þess tíma verður stúkan fjarlægð og svæðið nýtt sem göngustígur.
Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og er ekki talin þörf á að grenndarkynna hana sbr. heimild í 2. ml. 3. mgr. 44. gr. laganna þar sem ekki er um aðra hagsmunaaðila að ræða en Akureyrarbæ.

Arnfríður Kjartansdóttir V-lista óskar bókað:

Mikilvægt er að tryggja að hægt verði að nota núverandi göngustíg sem stofnstíg allt árið þegar nýtt stígaskipulag tekur gildi.